VSV, Okada Susian og Stefán kynna sjávarafurðir í Japan

Risastór sjávarútvegssýning stendur nú yfir í Tokyo í Japan, sú 24. í röðinni. Þar er að vonum margt um manninn meðal sýnenda og gesta. Vinnslustöðin og Okada Susian, fyrirtækið sem VSV er meðeigandi í, taka að sjálfsögðu þátt í sýningunni og þá átti aldeilis vel við að sendiherra Íslands í Japan, Eyjapeyinn Stefán Haukur Jóhannesson, […]

Grunur um fuglaflensu

„Borið hefur á því að Súlur hafa verið að setjast í Vestmannaeyjabæ. Matvælastofnun telur að þær séu sýktar af fuglaflensunni. Því viljum við beina því til foreldra og frorráðamanna barna að árétta við börnin að láta þessa fugla vera því hætta er á smiti auk þess sem súlan getur verið varasöm,“ í frétt frá lögreglunni […]

Samstarfssamningur um Snemmbæran stuðning undirritaður

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Katrín Ósk Þráinsdóttir, læsisfræðingur hjá Menntamálastofnun skrifuðu í morgun undir samstarfssamning um verkefnið Snemmbær stuðningur með áherslu á málþroska og læsi. Snemmbær stuðningur er þróunarverkefni í leikskólum sveitarfélagsins til eins árs og fór undirskriftin fram í viðurvist starfsfólks leikskólanna. Við sama tækifæri afhenti Katrín Ósk leikskólunum veglegar bókagjafir með fjölbreyttu málörvunarefni […]

Uppfært – Herjólfur kominn af stað

Þessa stundina er Herjólfur bilaður í Landaeyjahöfn. Er hann í fyrstu ferð dagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir að það sé vegna smávægilegrar bilunar í stefni skipsins. „Verið er að vinna að viðgerðum. Ljóst er að röskun verður á áætlun ferjunnar a.m.k. núna fyrri hluta dags. Við komum til með […]

Óli Már yngsti yfirvélstjóri uppsjávarflotans

  Stökkið úr vélarrúmi Kap yfir í Gullberg er býsna stórt en afskaplega spennandi. Hér er allt stærra í sniðum og ýmis búnaður sem þarf að kynnast og læra á. Steini, yfirvélstjóri á gömlu Kap, er hins vegar með í túrnum og heldur í höndina á mér. Ég er því í góðum málum og verkefnið […]

FÍV – Fjölbreyttari leiðir til náms og fleiri skilningarvit virkjuð

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var settur á miðvikudaginn og sama dag var haldið námskeið fyrir nemendur sem eru að hefja nám við skólann. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundatöflu á fimmtudaginn.  Innritunin gekk vel og er gert ráð fyrir svipuðum fjölda nemenda og undanfarin ár, eða rúmlega 200 að því er kemur fram hjá skólameistara. „Nemendur stunda […]

Sú besta framlengir samning við ÍBV

Knattspyrnukonan Olga Sevcova hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til ársins 2025. Olga hefur verið einn af burðarásum liðsins síðustu ár og leikið gríðarlega vel á leiktíðinni. Hún var í úrvalsliði fyrri hluta tímabilsins. Olga var þá valin besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð. Hún hefur alls leikið 58 leiki fyrir ÍBV í öllum […]

Framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum

Starfshópurinn um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum hefur hafið vinnu við  framtíðarstefnu fyrir öldrunarþjónustuna. Samstarf hefur verið við hagsmunaaðila, en það er á döfinni að heyra í fleiri hagsmunaaðilum. Ákveðið hefur verið að halda framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum í Eldheimum í byrjun september, verður auglýst nánar síðar. Þar gefst fólki á öllum […]

Unnið að fjármögnun á lagningu ljósleiðara um bæinn

Á fundi bæjarráðs þann 27. júlí sl., fól bæjarráð framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að annast undirbúning og gerð gagna, m.a. samningi milli Vestmannaeyjabæjar og Eyglóar ehf., um fjármögnun framkvæmda við ljósleiðaravæðingu í þéttbýli Vestmannaeyja og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs, f.h. bæjarstjórnar, til samþykktar. Málið var til umfjöllunar á fundi […]

Eflum hugarfar, þrautseigju og trú nemenda á eigin getu

„Nú fer að líða að því að sumarið klárist og haustið taki við með öllu sem því fylgir. Það er alltaf ákveðin tilhlökkun þegar skóli hefst á ný, bekkjarfélagar hittast eftir gott sumarfrí og  kærkomin rútína fer aftur í gang. Nýir nemendur mæta í skólann í fyrsta bekk fullir tilhlökkunar og breytingar verða hjá mörgum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.