ÍBV hafði betur, 2:1 gegn FH í fyrsta leiknum í úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Hart var barist enda mikið í húfi fyrir bæði lið, FH í fallsæti með 19 stig og ÍBV sæti ofar með 20.
Mörk ÍBV skoruðu Telmo Castanheira og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Með sigrinum er ÍBV í fjórða neðsta sætinu með 23 stig. Næsti leikur ÍBV er gegn Keflavík á Hásteinsvelli á sunnudaginn.
Hermann, þjálfari hafði ástæðu til að fagna.
Mynd Sigfús Gunnar.
L | Mörk | Stig | |
Keflavík | 23 | 42:42 | 31 |
Fram | 23 | 47:53 | 28 |
ÍBV | 23 | 35:45 | 23 |
Leiknir R. | 23 | 23:52 | 20 |
FH | 23 | 28:37 | 19 |
ÍA | 23 | 26:56 | 15 |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst