Skorar á fjármálaráðherra að draga málið til baka

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs en Fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. íslenska ríkisins, lýsti þann 2. febrúar sl. kröfum um lönd í Vestmannaeyjum sem óbyggðanefnd hefur skorið úr um að séu þjóðlendur sbr. lög nr. 58/1998. Samkvæmt kröfulýsingu er um að ræða hluti lands á Heimaey, úteyjar og sker. Óbyggðanefnd kallaði eftir […]

Féll útbyrðis af léttabát Herjólfs

Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Herjólfur var þá á leið úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja og var ferðin notuð til að æfa notkun léttabátsins. Björgunarskipið Þór var kallað út á hæsta forgangi og hélt úr höfn í […]

Telja að loðna hafi fundist í talsverðu magni

Skip á vegum Hafrannsóknarstofnunar fundu í gær það sem talið er loðna í talsverðu magni suðvestur af Íslandi. „Það dró aðeins til tíðina seinni partinn í gær,“ segir Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun var gestur í morgunútvarpi Rásar 2. Hann tekur þó fram að leiðindaveður sé þar sem loðnuleitin fer fram og það torveldi […]

Ingi Sig í framboði til stjórnar KSÍ

78. ársþing KSÍ verður haldið í Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal, Reykjavík 24. febrúar 2024. Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 17. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 10. febrúar sl. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur […]

Tvær flug­vél­ar rák­ust sam­an við Vest­manna­eyj­ar

Tvær einka­flug­vél­ar rák­ust sam­an á flugi við Vest­manna­eyj­ar í gær. Vél­arn­ar, sem voru flug­hæf­ar eft­ir árekst­ur­inn, lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í kjöl­farið. Vík­ur­frétt­ir greina frá þessu. Flug­vél­arn­ar, sem eru báðar á er­lendri skrán­ingu, eru af gerðinni Kinga­ir B200. Flugmaður og einn farþegi voru í ann­arri vél­inni en flugmaður í hinni, að því er fram kem­ur í […]

Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra

Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þann 2. febrúar s.l. var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Þessi krafa hefur þó enn ekki verið send okkur Eyjamönnum heldur […]

Framsetningin hefði mátt vera skýrari

Fram kemur í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar að gjaldskráin sem er á heimsíðunni gildir eingöngu fyrir fyrirtæki ekki íbúa. Vestmannaeyjabær hefur ekki verið með sérstaka íbúagjaldskrá enda hafa íbúar ekki greitt fyrir að henda sorpi á móttökustöð en nú þarf að breyta því eins og áður hefur komið fram. Á næsta fundi framkvæmda- og hafnarráðs […]

Ísfélag áfram bakhjarl ÍBV

ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. undirrituðu, síðasta föstudag, samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026. Um áraraðir hefur Ísfélagið stutt ötullega við bakið á ÍBV og á næstu árum verður engin breyting þar á. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ÍBV-íþróttafélag að einn af máttarstólpum atvinnulífs Vestmannaeyja styrki félagið af slíkum myndarskap. Ísfélagið leggur […]

Vonast til að geta haldið loðnuleit áfram í kvöld

Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við fiskifréttir að tvö af skipunum í yfirstandandi loðnuleitarleiðangri hafi þurft að gera hlé á rannsókninni vegna veðurs. Þetta eru Heimaey VE og Polar Ammassak sem eru nú við Ísafjörð. „Vonandi komast þeir út í kvöld eða með morgninum. Planið er að þeir haldi áfram í kantinum […]

Sjó úr borholu breytt hið fínasta drykkjarvatn

Sjóhreinsivél Vinnslustöðvarinnar var tengd og tekin í gagnið fyrir helgi. Samskonar græja verður ræst hjá Ísfélaginu núna eftir helgina. Willum Andersen, tæknilegur framkvæmdastjóri VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, skáluðu í fyrstu sopunum og mæltu mjög með þessum hreinsaða sjó til drykkjar. Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir B. Kristgeirsson, játaði fúslega að hafa verið býsna efins um að […]