Helgistund í Stafkirkjunni

Þrettándagleðinni líkur formlega í dag klukkan 13:00 með helgistund í Stafkirkjunni þar sem Tríó Þóris Ólafssonar sér um tónlistina. Dagskrá helgarinnar (meira…)
Þrettándagleðin heldur áfram

Þrettándagleðin heldur áfram í dag með ýmsum hætti. Laugardagur 6. janúar 12:00-15:00 Fjölskylduratleikur jólakattarins í Safnahúsi 12:00-16:00 Langur laugardagur í verslunum 13:00 Opnun myndlistarsýningar á verkum Steinunnar Einarsdóttur í Safnahúsi 13:30-15:30 Tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni undir stjórn Fimleikafélagsins Ránar Dagskrá helgarinnar (meira…)
Sýning á verkum Steinunnar í Einarsstofu

Á morgun klukkan 13:00 verður opnuð sýning með verkum eftir listakonuna Steinunni Einarsdóttur. Sýningin stendur út mánuðinn og verður opin á opnunartíma safnsins. Um sölusýningu er að ræða. Steinunn sem lést á síðasta ári var fædd í Vestmannaeyjum en flutti 27 ára gömul til Ástralíu, þar sem hún lærði myndlist. Þegar Steinunn kom aftur heim til Vestmannaeyja […]
Grímuball, Þrettándablað og blysför

Þrettándagleðin hefst í dag með Grímuballi Eyverja klukkan 14:00. Gleðin nær svo hámarki í kvöld með flugeldasýningu, blysför, álfabrennu, jólasveinum og tröllum. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti. Þrettándablaðið 2024 er komið út, fram kemur á vef ÍBV […]
Aðstæður til dýpkunar í Landeyjahöfn krefjandi í vetur

Árið 2023 voru fjarlægðir 340 þúsund rúmmetrar af sandi í og við Landeyjahöfn sem er hundrað þúsund rúmmetrum meira en árið 2022. Þrátt fyrir það hefur Landeyjahöfn verið ófær að hluta eða öllu leiti, vegna dýpis eða veðurs, 134 daga árið 2023 samanborið við 108 daga árið á undan. Skýringin felst í mun meiri efnissöfnun […]
Molda gefur út lag eftir Árna Johnsen

Hljómsveitin Molda sem kemur fram á Eyjatónleikunum í Eldborg 27. janúar n.k. hefur gert ábreiðu og endurgert lagið “Eyjan mín í bláum sæ” eða “Heim á ný” eins og lagið er stundum kallað eftir Árna Johnsen sem féll frá 6. júní 2023. Lagið hefur verið mikið spilað á Eyjakvöldum af sönghópnum Blítt og Létt og […]
Þór í sjúkraflutningum

Björgunarskipið Þór sinnti í dag sjúkraflutningum, bæði frá Vestmannaeyjum og til. Klukkan 9 í morgun var áhöfn Þórs kölluð út til að flytja sjúkling frá Vestmannaeyjum. Sjúkrabíll flutti sjúkling að Þór og var hann kominn um borð í björgunarskipið klukkan 9:35 og lagt var af stað áleiðis í Landeyjahöfn fimm mínútum síðar. Siglingin í Landeyjahöfn […]
Önnur hækkun á verðskrá hitaveitu í Vestmannaeyjum

Nú rétt fyrir áramótin tilkynntu HS Veitur um hækkun á verðskrá hitaveitu í Vestmannaeyjum. Um er að ræða aðra hækkun á skömmum tíma en auk þess hafði verið tilkynnt um breytt rekstrarfyrirkomulag á hitaveitunni. Í tilkynningunni segir að hitaveitan í Vestmannaeyjum skeri sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að því leitinu til að […]
Maður spyr sig

Landeyjahöfn og dýpkunaraðgerðir hafa verið eflaust verið mörgum ofarlega í huga síðustu misseri. Umrætt viðfangsefni hefur í það minnsta verið mér ofarlega í huga og ég ákvað að fara aðeins í að kynna mér þetta málefni aðeins betur til að fá svör við spurningum sem ég hafði. Mig langaði að deila með ykkur því sem […]
Erlingur Richardsson, Arnar Sigurmundsson og hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir hlutu Fréttapýramída

Árleg afhending á Fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Athöfnin var að nokkur leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta. Fréttapýramídinn fyrir framtak í menningarmálum: Hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir standa fyrir Eyjatónleikum í Hörpu sem seinna í þessum mánuði verða haldnir í þrettánda sinn. Upphafið voru tónleikar 2011 […]