Erlingur Richardsson, Arnar Sigurmundsson og hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir hlutu Fréttapýramída
3. janúar, 2024
Arnar Sigurmundsson

Árleg afhending á Fréttapýramída Eyjafrétta fór fram í Eldheimum í hádeginu í dag. Athöfnin var að nokkur leyti helguð 50 ára afmælisári Eyjafrétta.

Fréttapýramídinn fyrir framtak í menningarmálum:
Hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir standa fyrir Eyjatónleikum í Hörpu sem seinna í þessum mánuði verða haldnir í þrettánda sinn. Upphafið voru tónleikar 2011 á 100 ára afmælisdegi Oddgeirs Kristjánssonar. Seinna var Ása í Bæ gerð skil á aldarafmæli hans. Þeir félagar lögðu grunninn að þeim mikla bálki sem Eyjalögin eru. Það hefur aldrei verið slegið af í vali á listafólki. Tónlistin er í fyrirrúmi en tónleikarnir eru líka eitt stærsta ætta- og vinamót landsins. Um leið halda Bjarni Ólafur og Guðrún Mary á lofti þeim mikla menningararfi sem Eyjalögin eru. Fyrir það fá þau Fréttapýramídann 2023.

Eygló systir Bjarna veitti verlaununum viðtöku, hér er hún ásamt eiginmanni sínum Þór Kristjánssyni

Fréttapýramídinn fyrir framlag til félags- og menningarmála:
Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hefur víða komið við þegar kemur að félags- og menningarmálum í Vestmannaeyjum og um land allt. Á m.a. hlut í prent- og útgáfusögu Eyjanna sem einn af stofnendum Eyjaprents sem byrjaði útgáfu Frétta, seinna Eyjafrétta í júní 1974. Arnar hefur komið að sögulegum viðburðum og verið í forystu ýmissa félaga, m.a. Skákfélags Vestmannaeyja. Arnar hlýtur Fréttapýramídann 2023 fyrir framlag sitt til félagsmála, menningarmála og atvinnulífs í Vestmannaeyjum og á landsvísu um áratuga skeið.

Fréttapýramídinn fyrir framlag til íþróttamála:
Erlingur Birgir Richardsson, Erlingur hefur ásamt góðu fólki verið ein aðaldriffjöðurin í uppbyggingu handboltans í Vestmannaeyjum síðustu ár. Erlingur hefur starfað nær óslitið við þjálfun frá 15 ára aldri, lengst af í Vestmannaeyjum en hann hefur þó reglulega brugðið sér af bæ til þess að bera út hróður íslensks handbolta víða um heim. Erlingur hefur auk þess frá unga aldri sinnt ýmsum störfum fyrir íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum. Undir stjórn Erlings tryggði karlaliði ÍBV sér Íslandsmeistara titil í handbolta síðastliðið vor. Erlingur gat ekki verið viðstaddur við afhendinguna í dag en hann er um þessar mundir að undirbúa landslið Saudi-Arabíu fyrir komandi Asíuleika í handbolta sem hefjast í næstu viku.

Synir og faðir Erlings tóku á móti viðurkenningunni. Elmar, Rikki, Andri.

Leikfélag Vestmannaeyja hlaut viðurkenningu fyrir uppsetning félagsins á Rocky Horror á fjölum Þjóðleihússins. Leikfélagið réðist í það stór verkefni snemma síðasta árs að setja upp hið þekkta verk The Rocky Horror Show í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar. Aðsókn var góð og hlotnaðist félaginu sá heiður að fá að sýna Rocky Horror á stóra sviði Þjóðleikhússins í júní.
Uppselt var og viðtökur stórkostlegar sem er mikil viðurkenning fyrir starf Leikfélagsins sem stendur á gömlum merg. Fyrir það viljum við veita félaginu smá viðurkenningarvott.

Fulltrúar frá Leikfélagi Vestmannaeyja. Ingveldur, Margrét Steinunn, Vallý, Fríða, Albert, Svala og Sindri.

Nánar verður fjallað um afhendinguna og verðlaunahafa í næsta tölublaði Eyjafrétta.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst