Skipulagsáætlanir vegna Vestmannaeyjalínu 4 og 5

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 30. nóvember 2023 að kynna skipulagslýsingu samhliða kynningu á vinnslustigi, fyrir fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna lagningu nýrra sæstrengja, Vestmannaeyjalínu 4 (VM4) og 5 (VM5) . Í valkostagreining Landsnets hefur fjöldi leiða fyrir landtöku rafstrengjanna og að spennustöð HS-Veitna verið metnar. Áætlað er að besti kostur fyrir landtöku rafstrengjanna verði […]

17 fjölskyldur í Vestmannaeyjum fá matarúttekt frá Krónunni fyrir jólin

Krónan hefur afhent Styrktarsjóði Landakirkju 17 gjafakort sem safnað var fyrir í jólasöfnun Krónunnar á aðventunni. Þá bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. Viðskiptavinir Krónunnar í Vestmannaeyjum, ásamt Krónunni söfnuðu alls 340 þúsund krónum en samtals söfnuðust 12 milljónir […]

Styrkja kvennaathvarf

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í vikunni sem leið tvær styrkumsóknir borist höfðu. Önnur þeirra var frá Samtökum um kvennaathvarf sem óskaði eftir rekstrarstyrk fyrir árin 2023 og 2024. Ráðið samþykkti 160.000 kr styrk. Einnig var tekin fyrir styrkumsókn frá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Í afgreiðslu ráðsins segir […]

Stjörnuleikurinn fer fram í dag

Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Vestmannaeyjum. Handboltastjörnurnar hringja inn jólin í dag klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni, þegar stærsti handboltaleikur ársins fer fram. Það eru leikmenn m.fl. kk í handbolta ásamt velunnurum sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum. Það verður öllu tjaldað til í ár. Allur ágóði […]

Orkusalan ódýrust í rafmagni

Nýverið ákvað Vestmannaeyjabær að leita eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá öllum þeim sem bjóða orku til sölu. Alls bárust þrjú tilboð, þ.e. frá N1, Hs Orku og Orkusölunni. Mat á tilboðum liggur fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og leggur hann til að lægsta tilboði verði tekið en um er að ræða 4,7% lækkun m.v. […]

Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2023 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 16.-17. desember og sent víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 40 bls. sem er sama stærð tvö síðustu ár og eru stærstu og efnismestu jólablöðin í 75 ára sögu úgáfu blaðsins. Meðal efnis í blaðinu er hugvekja Guðmundar Arnar Jónssoar sóknarprests í […]

Ítreka að allt sé gert til að halda Landeyjahöfn opinni.

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir stöðu félagsins það sem af er ári, m.a. rekstrartekjum og gjöldum og fjölda farþega. Einnig var farið yfir stöðuna á Landeyjahöfn og frátafir og að endingu áætlanir fyrir næsta […]

Jólalaga-singalong og Grinch

Í dag fer fram í Landakirkju Jólalaga-singalong sem hefst kl. 13. “Þá ætlum við að koma saman til að syngja jólasálma og jólalög og gleðjast á góðri söngstund,” segir í tilkynningu frá Landakirkju. Kór Landakirkju, Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja munu styðja við sönginn og flytja einnig verk einslega. Þá hefur heyrst að Grinch muni […]

Síðasti leikur ársins

Tveir síðustu leikir 13. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í dag kl. 16.00. Víkingar sækja Íslandsmeistara ÍBV heim og Fram fær KA í heimsókn í Úlfarsárdal. Að leikjunum loknum fara liðin í frí frá Íslandsmótinu fram í byrjun febrúar. Færeyski handknattleiksmaðurinn Dánjal Ragnarsson leikur sinn síðasta leik með ÍBV í dag. Víkingur vann […]