Tveir síðustu leikir 13. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í dag kl. 16.00. Víkingar sækja Íslandsmeistara ÍBV heim og Fram fær KA í heimsókn í Úlfarsárdal. Að leikjunum loknum fara liðin í frí frá Íslandsmótinu fram í byrjun febrúar.
Færeyski handknattleiksmaðurinn Dánjal Ragnarsson leikur sinn síðasta leik með ÍBV í dag.
Víkingur vann ÍBV, 31:26, í fyrri viðureign liðanna í Olísdeildinni sem fram fór í Safamýri föstudaginn 15. september.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst