Eitt nýtt tilfelli í dag, 29 hafa náð bata

Einn til viðbótar hefur verið greindur með COVID-19 og er fjöldi þeirra sem greinst hafa með staðfest smit því orðinn 103 í Vestmannaeyjum. Aðilinn var í sóttkví. Þeir sem hafa náð bata eru 29 og eru því enn 74 með virk smit. 213 einstaklingar eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. Nú þegar páskar nálgast […]

Mjög góð viðbrögð við bakvarðarsveitinni

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hraunbúðir auglýsti síðasta föstudag að vilji væri til að koma á fót sinni eigin bakvarðarsveit í Vestmannaeyjum vegna Covid-19, færi svo að brottfall yrði mikið í hópi starfsmanna. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við bakvarðarsveitinni og erum komin með á annan tug einstaklinga sem hafa skráð sig og enn er að […]

Eitrun í Eyjum á Storytel

Fyrsta mál nýrrar seríu af Sönnum íslenskum sakamálum á Storytel kallast Eitrun í Eyjum. Sigursteinn Másson, sem unnið hefur að þáttunum, segir að Eitrun í Eyjum fjalli um það þegar þrír skipverjar á Stakksárfossi fundu sjórekna tunnu fulla af spíra við Vestmannaeyjar skömmu fyrir Þjóðhátíðarhelgina 1943 og hugðu sér gott til glóðarinnar. „Það sem þeir […]

Handbolta tímabilinu lokið

Stjórn HSÍ ákvað á fundi sínum í kvöld að aflýsa öllu frekara mótahaldi á vegum sambandsins. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að yfirvöld hafa ákveðið að framlengja samkomubanni til 4. maí nk. og er því ljóst að ekki verður unnt að hefja keppnir að nýju þar sem félögin þarfnast að minnsta kosti 2-3 […]

Tölvun gefur bækur

Tölvun leggur sitt að mörkum í tilraun til að bæta heimsmet í lestri. Með því að bjóða gefins á annað hundrað bækur í anddyri verslunarinnar. Á heimasíðu átaksins timitiladlesa.is er fólk hvatt til að vera með og sjáðu hvað það nærð að safna mörgum mínútum. Allur lestur telst með. Líka að hlusta á hljóðbók. Líka […]

Snertilaust bókasafn

Bókasafn Vestmannaeyja hefur ekki lokað heldur lánar enn þá út bækur, snertilaust að sjálfsögðu. “Bækur eru hinn besti félagsskapur og hægt er að panta bækur í gegnum síma (488-2040) eða messenger og við reddum málunum,” segir á facebook síður safnsins. Þær bækur sem skilað er fara í “sóttkví” í 4 daga áður en þær fara aftur í útlán, sprittaðar og fínar. Allar bækur eru sprittaðar áður […]

Andlát: Viktoría Ágústa Ágústsdóttir

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langammaViktoría Ágústa Ágústsdóttirfrá Aðalbóli, VestmannaeyjumAndaðist laugardaginn 4. apríl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum.Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fer útför fram í kyrrþey.Fjölskyldan vill þakka starfsfólki á heilbrigðisstofnuninni fyrir góða umönnun og velvild.Ólafur Ágúst Einarsson, Halla SvavarsdóttirAgnes Einarsdóttir, Kári ÞorleifssonViðar Einarsson, Dóra Björk GunnarsdóttirHjalti Einarsson, Dagmar Skúladóttirömmu- og langömmubörn. (meira…)

Rafræn myndlistasýning GRV

Síðustu ár hefur skapast hefð fyrir því að nemendur í myndlistarvali hjá Grunnskóla Vestmannaeyja vinni sjálfstæð verkefni í tímum eftir áramót og sýni svo afraksturinn á vorsýningu í Einarsstofu. Vegna covid-19 var tekin sú ákvörðun að halda rafræna sýningu með verkum eftir nemendur svo bæjarbúar og aðrir fái að njóta. Hlekk á sýninguna má finna […]

Fjórtán hafa náð bata – tólf ný smit um helgina

Um helgina hafa 12 smitaðir bæst við og greindust allir nema einn í skimun Íslenskrar erfðagreiningar. Nú er búið að rannsaka 1200 af þeim 1500 sýnum sem voru tekin í skimun ÍE. Af þeim sem greindust nú voru 4 í sóttkví og nokkrir einkennalausir. Heildarfjöldi smita í Vestmannaeyjum er orðinn 95. Þá er ánægjulegt að […]

Við björgum mannslífum með því að virða reglur

Á morgun eru þrjár vikur frá því við fengum fyrsta smit COVID-19 staðfest í Vestmannaeyjum. Margt vatn hefur runnið til sjávar og síðan þá hafa 84 verið greindir með sjúkdóminn í okkar samfélagi og 4 náð bata. Á Íslandi öllu eru tilfellin orðin um 1400 talsins og tæplega 400 manns hafa náð bata. Fólk sem […]