Tölvun leggur sitt að mörkum í tilraun til að bæta heimsmet í lestri. Með því að bjóða gefins á annað hundrað bækur í anddyri verslunarinnar. Á heimasíðu átaksins timitiladlesa.is er fólk hvatt til að vera með og sjáðu hvað það nærð að safna mörgum mínútum. Allur lestur telst með. Líka að hlusta á hljóðbók. Líka að lesa myndasögu og uppskriftabók. Líka að lesa rafbækur. Og að sjálfsögðu skiptir tungumálið engu máli.
Davíð Guðmundsson sagði hugmyndina vera komna frá betri helmingnum. “Það er nú aðallega Soffía sem er bókaormurinn í fjölskyldunni og er þetta mest úr hennar einkasafni. Henni fannst þetta góð hugmynd fyrir páskana. Davíð segist mest lesa af tæknibókmenntum og stjörnufræði en nálgast það aðallega á netinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst