Gísli Matth­ías í sam­keppni við Eld­um rétt

Einn flinkasti mat­reiðslumaður lands­ins, Gísli Matth­ías Auðunns­son sem alla jafna er kennd­ur við Slipp­inn, Skál og að hafa stofnað Mat & Drykk hef­ur brugðið á það snjalla ráð að setja sam­an glæsi­lega matarpakka sem viðskipta­vin­ur­inn eld­ar sjálf­ur. „Við ákváðum að loka um leið og fyrsta sam­komu­bannið var sett á því okk­ur fannst ekki við hæfi […]

Eyjafréttir styrkja málrannsóknir

Undanfarið hefur verið unnið að því á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að setja saman safn texta sem má nýta fyrir málrannsóknir og máltækniverkefni. Textasafnið er kallað Risamálheild og inniheldur að mestu leyti texta fréttamiðla, en einnig t.d. alþingisræður, lög, blogg og dóma. Stór textasöfn eru mikilvægur efniviður fyrir gerð margs kyns máltæknibúnaðar eins […]

Blátindur kominn á kunnuglegar slóðir

Blátindur VE var í morgunn dreginn af lyftupalli upptökumannvirkis Vestmannaeyjahafnar norður eftir dráttarbrautinni á Eiðinu. Blátindur er ekki alls ókunnugur þessum slóðum en báturinn stóð á Eiðinu um langt skeið áður en hann var settur á flot. Núna bíður Blátindur örlaga sinna á svipuðum slóðum en ekkert hefur verið ákveðið um hver verði næstu skref […]

Staðan er óneit­an­lega skrýt­in í Vest­manna­eyj­um

„Mér heyr­ist á mönn­um í kring­um mig að það sé óhjá­kvæmi­legt að draga sam­an segl­in,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um. Hann tek­ur fram að hann þekki ekki ná­kvæm­lega til rekstr­ar hjá öðrum, en nán­ast lok­un í sölu á fersk­um fiski, sam­komu­bann miðað við 20 manns og 10 manns í Eyj­um, fleiri aðgerðir, […]

Foktjón hjá Skipalyftunni

Foktjón varð hjá Skipalyftunni seinnipartinn í gær þegar stór iðnaðarhurð fauk upp á suður gafli hússins. Stefán Örn Jónsson yfirverkstjóri hjá fyrirtækinu áætlar að tjónið hafi orðið milli sex og sjö og segir guðs mildi að engin var við enn við vinnu sem í venjulegu árferði er ekkert óeðlilegt á þessum tíma. “Þetta er þannig […]

Bankaþjónusta með breyttu sniði

Vegna herts samkomubanns og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 geta viðskiptavinir aðeins fengið afgreiðslu í útibúi ef erindið er mjög brýnt og ekki er hægt að leysa úr því með öðrum hætti, þ.e. í sjálfsafgreiðslu eða með samtali við Þjónustuver. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram. Breytingarnar taka gildi að […]

Tilkynning frá aðgerðastjórn – ellefu ný staðfest smit í Vestmannaeyjum

Rannsóknir á sýnum vegna COVID-19 sem lokið var í kvöld hafa leitt í ljós að 11 til viðbótar eru með staðfest smit í Vestmannaeyjum. Af þeim 11 sem eru nýgreindir voru 6 þegar í sóttkví. Heildarfjöldi smitaðra í Vestmannaeyjum er því orðinn 41 talsins. Smitrakningum er ekki lokið vegna þessara aðila. Við fjölda einstaklinga í […]

Spurningum bæjarbúa vegna Covid19 í Vestmannaeyjum svarað (myndband)

Margar spurningar brenna á fólki í Eyjum varðandi ástandið vegna COVID-19. Til að bregðast við því bauðst Vestmannaeyingum að leggja inn spurningar í spurningabanka. Hér svar þau Páley Borgþórsdóttir, Íris Róbertsdóttir og Hjörtur Kristjánsson spurningum bæjarbúa. (meira…)

Fjarfundarbúnað heimilaður á fundum nefnda sveitarfélagsins

Bæjarstjórn fundaði eftir hádegi í dag þar var eitt mál til umræðu, lagabreyting á sveitarstjórnarlögum og ákvarðanir því tengt. Á grundvelli þess að ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna á Íslandi vegna farsóttar af völdum Covid-19, hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra birt auglýsingu, með vísan til VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, þar sem sveitarstjórnum er heimilt […]

Ekkert barnanna sem skimuð voru úr 1.-4. bekk GRV með kórónaveiruna

Það eru tvímælalaust góðar fréttir að af öllum þeim tugum barna sem voru skimuð úr 1.-4. Bekk GRV var ekkert þeirra með kórónaveiruna. Ekkert sýni greindist heldur jákvætt hjá öllum þeim fjölmörgu sem sýni voru tekin hjá í 7. Bekk. Börnin virðast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða vera að dreifa smiti og það […]