17 af 26 skipverjum á Hrafni Sveinbjarnarsyni veikir

Í gærkvöldi tilkynnti landhelgisgæslan lögreglu að von væri á fiskiskipi til Vestmannaeyja þar sem væru talsverð veikindi um borð. 17 menn af 26 höfðu verið veikir og þrír mikið veikir. Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi og fóru heilbrigðisstarfsmenn um borð þegar skipið hafði lagst að bryggju um ellefuleytið en forgangsmál var að sinna sjúklingunum. Fjórum […]

Hvetja sveitarfélög til aðgerða

Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er eftirfarandi hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum. Sambandið hvetur ríkisstjórn og Alþingi að gera viðeigandi ráðstafanir svo þær verði að veruleika. Stjórn sambandsins mun áfram fylgjast vel […]

Þetta eru skrítnir tímar sem við lifum

Hraunbúðir halda úti skemmtilegri heimasíðu þar sem birtar eru fréttir úr starfinu. Þessi frétt kom inn á síðuna í gær. Smá fréttir af okkur hér á Hraunbúðum.  Þetta eru skrítnir tímar sem við lifum núna, en við vitum að þetta er bara tímabil og áður en við vitum af verður sólin farin að skína, allir […]

Tíu staðfest COVID-19 tilfelli

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu: Síðustu daga hafa komið upp 10 staðfest COVID-19 tilfelli í Vestmannaeyjum. Tilfellin eru ekki öll með augljósa tengingu innbyrðis, þ.e.a.s. ekki hafa verið náin samskipti á milli manna í öllum tilvikum. Það eina sem virðist að svo komnu máli tengja öll tilfellin saman eru íþróttakappleikir […]

Tímabundin lokun Íþróttamiðstöðvar

Starfsmaður Íþróttamiðstöðvar hefur greinst með kórónuveirusýkingu en viðkomandi hefur ekki verið við störf undanfarna daga. Í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi hefur þó verið tekin ákvörðun um að loka Íþróttamiðstöðinni á meðan málið er skoðað nánar. Þetta er gert í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Starfsfólk fer í úrvinnslukví á meðan […]

Börn að leik

Fjöldi barna með veiðistangir hefur verið áberandi á og við Nausthamarsbryggjuna undan farna daga. Trillu sjómaður sem Eyjafréttir ræddi við sagðist ekki hafa séð svona mikið af krökkum á bryggjunum í mörg ár og þetta minnti hann á fyrri tíð þegar bryggjan var aðal leikvöllurinn. „Þetta er bara skemmtilegt á meðan þau fara varlega og […]

Allt sprittað á klukkustunda fresti og lyft í hönskum

Í gær bárust fréttir af því af höfuðborgarsvæðinu að sundlaugarstarfsmenn þyrftu stöðugt að vera að rífast við fólk sem neitaði að hlýða reglum um hversu margir mættu vera í heitu pottunum og annarsstaðar á sundlaugasvæðinu. Við heyrðum í Grétari Eyþórssyni forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum og spurðum hvernig hefði gengið þessa fyrstu daga við breyttar aðstæður. […]

Staðfest smit orðin sjö og 133 í sóttkví

Í dag greindust 5 einstaklingar með COVID-19 smit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit hér því orðin 7 talsins. Þetta kemur fram á facebook síðu lögreglunar í Vestmannaeyjum. Snemma dags kom í ljós að starfsmaður á leikskólanum Sóla var með staðfest smit og var leikskólanum þá þegar lokað á meðan málið yrði rakið. Nú liggur […]

Rúmlega 100 í sóttkví 

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Þrjú smit eru staðfest í Vestmannaeyjum af Covid veirunni. Tvö þeirra eru á milli tengdra aðila. Ekki er búið að rekja hvaðan smitin eru. Samkvæmt smitrakningarteymi sóttvarnarlæknis og almannavarna, eru 58 manns sem fara í sóttkví vegna smits sem greindist hjá leikskólakennara á Sóla í dag, þar af eru 14 börn á hvíta kjarna. Í lok dags […]

Gulasti þorskur stofnsins veiddist við Eyjar

Gulasti þorskur Íslandsþorskunnar kom í gær á land úr Drangavík VE. Enginn hjá Vinnslustöðinni sem leit fyrirbærið augum kannaðist við að hafa séð neitt því líkt fyrr eða síðar. „Margt skrítið hef ég séð um dagana en þetta er nú eitt magnaðasta helvíti úr sjó sem fyrir augu mín hefur borið um dagana. Þarna virðast […]