Kynningarfundur um nýtt íþróttafræðinám HR í Vestmannaeyjum

Í dag miðvikudaginn 4. mars, kl. 12:00, verður haldinn opinn kynningarfundur um nýtt íþróttafræðinám Háskólans í Reykjavík í Vestmannaeyjum. Fundurinn verður í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2. Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar HR, Erlingur Richardsson, umsjónarmaður námsins og útskrifaðir íþróttafræðingar úr HR sem búa og starfa í Vestmannaeyjum, munu kynna námið og fyrirkomulag þess, aðstöðuna sem í […]
Miðasalan fer vel af stað og góð skráning í rútuferðir

Miðasala fyrir undanúrslitaleik ÍBV og Hauka í Coka cola bikarnum er hafin. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn 5.mars í Laugardalshöll, klukkan 18:00. Miðasala fer fram í Íþróttamiðstöðinni og verða miðar til sölu þar fram á miðvikudag. Allur aðgangseyrir fyrir þessa miða rennur beint til ÍBV. Miðaverð er 2.000 kr.- fyrir fullorðna og 500 kr.- fyrir börn (miðast […]
Góð úrslit í Lengjubikar karla

Undirbúningstímabilið fyrir sumarið er á fullu og það sem af er hefur árangur karlaliðsins verið góður. Í Lengjubikarnum situr liðið í þriðja sæti síns riðils með tvo sigra og eitt tap. ÍBV vann stórsigur 5:0 á móti Víkingi Ólafsvík og sigraði einnig lið Stjörnunnar 2:1. Tapið kom á móti Val síðastliðna helgi en Valur vann […]
Eyjarnar gera það gott

Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu bæði til hafnar aðfaranótt sunnudags með fullfermi eftir stutta veiðiferð. Skipin létu úr höfn á föstudag og komu til hafnar um 34 tímum síðar. Heimasíðan heyrði í Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvort þetta væri ekki óvenju góður afli. „Þetta er mjög góður afli […]
Verkefni færð til Vestmannaeyja

Dómsmálaráðherra og Samgöngu- og sveitastjórnaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um að færa verkefni við rafræna útgáfu á reglugerðarsafni frá höfðuðborgarsvæðinu til embættis Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að tryggja að rafræn útgáfa af reglugerðarsafni, sem birtar eru í B deild Stjórnartíðinda, verði uppfært jafnóðum á vefsvæðinu reglugerd.is. Um er að ræða átaksverkefni til […]
Eydís verður mannauðsstjóri

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum stöðu mannauðsstjóra Vestmannaeyjabæjar lausa til umsóknar. Alls sóttu átta einstaklingar um starfið, fimm konur og þrír karlar. Við mat á umsóknum var fyrst og fremst horft til menntunar- og hæfniskrafna sem fram komu í auglýsingunni, en jafnframt metnir aðrir þættir sem nýst gætu í starfi mannauðsstjóra, svo sem sérstök reynsla eða […]
Mikill kraftur í skákkennslu hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur gengið mjög vel frá því hún hófst að nýju hjá Taflfélagi Vestmannaeyja fyrir rúmlega einu ári. Kennt er í tveimur aldursflokkum í GRV 1.-3. bekk og 4.-7. bekk. Er kennslan í gangi flesta virka daga í skákheimili TV við Heiðarveg, rúmlega eina klukkustund í hvert sinn. Sigurður Arnar Magnússon og Eyþór Daði Kjartansson annast kennsluna […]
Lýsir þungum áhyggjum af stöðu varaafls í Vestmannaeyjum

Bæjarstjórn ræddi Við óveður í Vestmannaeyjum 14. febrúar 2020 og afleiðingar þess á fundi sínum fyrir helgi. Þar var eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða. Aðfaranótt 14. febrúar sl. var aðgerðarstjórn Almannavarna virkjuð vegna óveðurs sem gekk yfir Eyjarnar um nóttina. Afleiðingarnar af óveðrinu voru m.a. þær að bilanir urðu á rafmagnsflutningum Landsnets og rafmagn keyrt á […]
Skrýtin skrif oddvita D-listans

Vel rekið og fjárhagslega sterkt bæjarfélag notar góða afkomu til að lækka álögur á bæjarbúa og/eða bæta þjónustuna við þá. Ekki er gengið á eignir til að fjármagna rekstur heldur eru árlegar tekjur látnar standa straum af árlegum útgjöldum. Nákvæmlega þetta hefur núverandi bæjarstjórnarmeirihluti gert. Þetta kann einhverjum að þykja svo augljóst […]
Tekist á um stjórnun hafnarinnar

Á fundi bæjarstjórnar síðastliðin fimmtudag var Skipurit Vestmannaeyjahafnar til umræðu. Áður hafði verið málið verið til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnarráði. sjá Vilja ráða stjórnanda við Höfnina vegna mikilla framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ Nýtt stöðugildi verulega rekstraríþyngjandi Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að nýtt stöðugildi á framkvæmdasviði sem var samþykkt í fjárhagsáætlun yrði fyrst auglýst og metið hvernig sá […]