Vitundarvakningin – Ég skil þig

Alþjóðadagur gegn krabbameinum er haldinn um heim allan 4. febrúar. Að því tilefni ætla Kraftur og Krabbameinsfélagið að hrinda af stað vitundarvakningu um mikilvægi jafningjastuðnings undir slagorðinu Ég skil þig. Félögin starfrækja Stuðningsnetið þar sem einstaklingar með reynslu veita öðrum faglegan jafningjastuðning. Stuðningsnetið er fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Það […]
Færðu Sea life trust töskukrabba

Skipverjar á Brynjólfi VE komu færandi hendi með töskukrabba (Cancer pagurus) til Sea life trust eftir hádegi í dag. Krabbann fengu þeir í troll suður af Vestmannaeyjum. Töskukrabbi er rauðbrúnn á lit með hringlaga skjöld og klærnar eru með svarta enda. Krabbinn getur orðið 25 cm í þvermál og vegið allt að 3 kíló. Töskukrabbi […]
Ferð Herjólfs fellur niður vegna bilunar í nema

Vegna bilunar í nema í stefni skipsins, hefur 14:30 ferðin frá Vestmannaeyjum og 15:45 ferðin niður. Þeir farþegar sem áttu bókað í þær ferðir hafa verið færðir í 17:00 frá Vestmannaeyjum, og 18:15 frá Landeyjahöfn. Við viljum góðfúslega benda farþegum á að spáð er hækkandi öldu seint í kvöld, og næstu daga. Viljum við því […]
Ungmennaráð Vestmannaeyjabæjar endurvakið

Nú hefur ungmennaráð Vestmannaeyjabæjar verið endurvakið eftir nýjum lögum og reglum. Eru það miklar gleði fréttir fyrir sveitafélagið. Tilgangurinn með ungmennaráði er annars vegar að veita ungmennum fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og hins vegar að skapa vettvang og leiðir til þess að gera ungmennum kleift að koma hugmyndum og skoðunum sínum á framfæri […]
Hlynur innan við sekúndu frá Íslandsmetinu

Það munaði minnstu að Vestmannaeyingurinn Hlynur Andrésson úr ÍR setti Íslandsmet í 1500 m hlaupi innanhúss á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll á sunnudag. Hlynur hljóp á 3:46,40 mín. sem er innan við sekúndu frá Íslandsmetinu. Íslandsmetið setti Jón Diðriksson 1. mars 1980 þegar hann hljóp á 3:45,6 mín. en þá var notast við hand-tímatöku. Eftir að […]
Samið við Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn

Vegagerðin hefur samið við danska dýpkunarfyrirtækið Rohde Nielsen A/S um dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar og mars. Samningurinn gildir um dýpkun frá 15. febrúar út marsmánuð þegar umsamin vordýpkun tekur við. Björgun ehf. sinnir þeirri dýpkun samkvæmt núverandi samningi um vor- og haust dýpkanir í Landeyjahöfn. Rohde Nielsen A/S mun nota dýpkunarskipið Trud R við […]
Eyjakvöld í Höllinni á föstudagskvöldið 7. febrúar

Eyjakvöld í Höllinni á föstudagskvöldið 7. febrúar kl 21 Nú tökum við tandurhreint Eyjalagaprógram – og allir syngja með. Engin verðbólga í aðgangseyrinum – sama gamla góða verðið: 1.000kall Bestu kveðjur Blítt og létt hópurinn (meira…)
Allt á kafi í Eyjum (myndir)

Snjónum hefur kyngt niður í Vestmannaeyjum í allan dag, víða í bænum hefur færð spillst en snjómokstur er í fullum gangi. “Við erum að tjalda öllu til, við erum með öll okkar tæki úti og svo eru allir verktakar á fullu,” sagði Jóhann Jónsson forstöðumaður í áhaldahúsinu. Jóhann sagði moksturinn hafa gegnið hægt þar sem […]
Lítið mældist af loðnu í rannsóknarleiðöngrum í janúar

Bráðabirgðamat liggur nú fyrir frá mælingum á stærð loðnustofnsins í janúar. Stærð hrygningarstofnsins samkvæmt þessum mælingum var um 64 þúsund tonn. Matið byggir á mælingum þriggja skipa, RS Árna Friðrikssonar, ásamt loðnuskipunum Hákoni EA-148 og Polar Amaroq. Er það langt undir þeim mörkum í gildandi aflareglu sem þarf að ná svo Hafrannsóknastofnun geti ráðlagt veiðar. Meðfylgjandi mynd sýnir […]
Íslandsbanki býður í vöffluveislu

Í dag mánudaginn 3. febrúar ætlum við starfsfólk Íslandsbanka að skella okkur í rauðu svunturnar og bjóða viðskiptavinum okkar í vöffluveislu. Að því tilefni eru allir hjartanlega velkomnir til okkar í dag. (meira…)