Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna. 18:00 – 18:30 Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri 18:30 – 19:30 […]
Skólagjöld áfram meðal lægstu á landinu

Ný verðkönnun á skóladagvistun og skólamat hjá ASÍ var birt í dag. Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára en voru alltaf um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu mest, um 10,1%. Hækkunin nemur 3.875 kr. á mánuði eða 34.875 kr. […]
Veðurathuganir á Eiði kosta milli 50 og 60 milljónir

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni var til umræðu minnisblað frá Eflu verkfræðistofu vegna veðurathugana í tengslum við hugsanlegan stórskipakant við Eiði. Fram kemur í minnisblaðinu að töluveða rannsóknir þurfa að eiga sér stað áður en niðurstaða liggur fyrir. Siglingastofnun, nú Vegagerðin, hóf vatnslíkanaskoðun á hafnarmannvirkjum norðan við Eiðið árið 1990. Á árunum 2009 […]
Drög að athafnasvæði við Dalaveg

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að kynna tillögu að deiliskipulagi skv. 40. gr. laga nr. 123/2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á athafnasvæði AT-3 við Dalaveg (norðan við flugvallarlandið) Skipulagsdrög eru nú kynnt fyrir hagsmunaaðilum, umsagnaraðilum og almenningi. Helsta markmið með gerð nýs deiliskipulags er að fjölga lóðum fyrir blandaða atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum, með það […]
Kári Kristján íþróttamaður Vestmannaeyja 2019 (myndir)

Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt árlegt uppskeruhóf sitt í kvöld. Það var Kári Kristján Kristjánsson sem var valin íþróttamaður Vestmannaeyja 2019. Íþróttafólk æskunnar voru valin þau Helena Jónsdóttir knattspyrnu- og handboltakona, Clara Sigurðardóttir knattspyrnukona og kylfingurinn Kristófer Tjörvi Einarsson. Helga Jóhanna Harðardóttir formaður Fjölskyldu- og tómstundaráðs veitti viðurkenningar Vestmannaeyjabæjar til Íslandsmeistara ársins 2019 og til íþróttafólks sem […]
Höldum áfram og gerum gott betra

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja fór fram í dag kl 16:00. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja lýsa yfir ánægju með yfirtöku Vestmannaeyjabæjar á rekstri Herjólfs, sveiganleiki og þjónusta við viðskiptavini er til fyrirmyndar. Höldum áfram og gerum gott betra. (meira…)
Yfirbyggt útisvið, sölubásar, legurbekkir og leiktæki á Vigtartorg

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær var kynnt hönnun á Vigtartorgi frá Eflu. Ráðið samþykkir að hefja framkvæmdir í samræmi við fjárhagsáætlun. Tekið er fram í fundargerð að verkið sé umfangsmikið og nauðsynlegt að áfangaskipta því. Ólafur Þór Snorrason sagði í samtali við Eyjafréttir að hönnunin væri spennandi en um tillögu að ræða og […]
Það er bara einn þjóðflokkur sem gerir svona (Myndir)

Það var mikið fjör á árshátíð Eyjamanna í Hörpu um liðna helgi eins og einn tónleikagestur kallaði Eyjatónleikana sem haldnir voru í níunda skiptið í Eldborgarsal í þetta skiptið undir yfirskriftinni „Í brekkunni“. Maður fann það um leið og maður steig inn í Hörpu að ekki var um hefðbundna uppákomu að ræða í húsinu. Á […]
Sorpeyðingargjöld heimila standa í stað en hækka á fyrirtæki

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar lá fyrir endurskoðuð gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs 2020. Bæjarstjórn samþykkti að vísa gjaldskránni aftur til afgreiðslu ráðsins þar sem fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrir árið 2020 gerir ekki ráð fyrir neinum hækkunum í A-hluta sveitarsjóðs. Niðurstaða ráðsins var á þá leið að sorphirðu og […]
Daði ráðinn til Smartmedia

Daði Magnússon hefur verið ráðinn til hugbúnaðarfyrirtækisins Smartmedia sem forritari. Daði mun koma inn í þróunarteymið og styðja við þann vöxt sem átt hefur sér stað hjá Smartmedia og viðskiptavinum okkar. Daði lauk BSc námi við Háskólann í Reykjavík í Tölvunarfræði og hefur frá þeim tíma meðal annars starfað hjá Umferðarstofu og Arctic Adventures, ásamt […]