Undirbýr kröfur til óbyggðanefndar

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs á miðvikudag. Þar kom fram að Vestmannaeyjabær undirbýr nú kröfur til óbyggðanefndar í allt það landsvæði á Heimaey, auk eyja og skerja sem tilheyra Vestmannaeyjum og fjármála- og efnahagsráðherra hefur gert kröfu í. Bæjarráð mun ráða lögfræðinga til að fara með kröfur Vestmannaeyjabæjar í málinu en […]
Slor og Skítur – Live at Eldborg

Hljómsveitin Molda kom fram á Eyjatónleikunum í Eldborg 27. janúar ásamt öðrum góðum listamönnum. Molda flutti ásamt Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja lagið Slor og Skítur eftir Guðmund Rúnar Lúðvíksson. Þeir hafa nú bætt um betur og gefið út tónleikaútgáfu af laginu á Spotify. Mix/Hljóðblöndun: Ásmundur Jóhannsson Mastering : Jóhann Ásmundsson Cover mynd : Brynja Eldon […]
Nýtt skipulag við Herjólf

Nýtt skipulag við ferjubryggju var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Hafnarstjóri lagði fram drög að skipulagi á stæðum fyrir fraktflutninga, rútur og biðlista fyrir farþega Herjólfs þar sem áður var Skildingavegur 4. Ráðið þakkar í niðuststöðu sinni fyrir kynninguna og felur hafnarstjóra að vinna skipulagið áfram í samráði við helstu […]
Leiðir skilja hjá ÍBV og Eið

ÍBV Íþróttafélag, knattspyrnudeild og Eiður Aron Sigurbjörnsson hafa komist að samkomulagi að ljúka sínu samstarfi og um leið rifta samningi hans við félagið. Þetta kemur í tilkynningu frá félaginu. Þar kemur einnig fram að ÍBV Íþróttafélag þakkar Eið Aron fyrir samstarfið og framlagi hans til félagsins í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framhaldinu. […]
Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns fyrir yngri hóp

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns verður haldinn helgina 23-24 mars nk kl 11:30-12:30 báða dagana. Fótboltaskólinn er fyrir krakka fædda 2018, 2019 og 2020 og allir þáttakendur fá gefins Páskaegg. Verð er aðeins 2.500 kr. Stjórnandi skólans verður Hermann Hreiðarsson og munu leikmenn og þjálfarar mfl karla stjórna æfingum. Skráningafrestur er til 15 mars […]
Íbúafundur um samgöngur í kvöld

Samgöngur við Eyjar verða til umræðu á íbúafundi sem haldinn verður í Akóges í kvöld. Það þótti nokkuð broslegt þegar fundinum, sem fram átti að fara í janúar, var frestað vegna ófullnægjandi samgangna. Á fundinum taka til máls Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Í lok fundar fara svo […]
Góð mæting í Guðlaugssundið

Í dag eru 40 ár síðan Guðlaugur Friðþórsson vann það mikla afrek að synda sex kílómetra í land eftir að Vélbáturinn Hellisey VE 503 fórst að kvöldi sunnudagsins 11. mars 1984. Að því tilefni fór fram í morgun hið svokallaða Guðlaugssund í sundlaug Vestmannaeyja. Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum undir stjórn Friðriks Ásmundssonar hóf strax árið 1985 að […]
Gert ráð fyrir söluvögnum við Vigtartorg.

Meðal þess sem var á dagskrá fundar Umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku voru uppfærðar reglur um götu- og torgsölu í Vestmannaeyjum. Lagðar voru fram uppfærðar reglur um götu og torgsölu í Vestmannaeyjum þar sem m.a. er gert ráð fyrir söluvögnum við Vigtartorg. Ráðið samþykkir breyttar reglur og erindinu vísað til bæjarstjórnar. Uppfærðar reglur má sjá […]
Rafhleðslustöðvum fjölgar

Uppsetning rafbílahleðslustöðva var til umræðu á fundi umhverfis og skipulagsráðs í vikunni sem leið. Framkvæmdastjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir fyrirhugaðrar uppbyggingar rafhleðslustöðva og samstarfs sumarið 2024. Vestmannaeyjabær hefur hlotið styrki fyrir upsetningu hleðslustöðva við stofnanir bæjarins og ákveðna ferðamannastaði. Auk þess er til skoðunar að setja upp varanlegar hraðhleðslustöðvar. Lögð eru fram drög að […]
Fallið frá bryggju undir Löngu

Breytt Aðalskipulag Vestmannaeyja og nýir reitir fyrir hafnarsvæði voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri fór yfir hvar málið er statt í skipulagsferlinu og yfir þær umsagnir sem bárust. Einnig greindi hann frá íbúafundi sem haldinn var um málið þann 15. febrúar. Í niðurstöðu ráðsisn um málið segir eftri […]