Samgöngur við Eyjar verða til umræðu á íbúafundi sem haldinn verður í Akóges í kvöld. Það þótti nokkuð broslegt þegar fundinum, sem fram átti að fara í janúar, var frestað vegna ófullnægjandi samgangna.
Á fundinum taka til máls Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar. Í lok fundar fara svo fram umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn hefst kl. 19:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst