Herjólfur til Þorlákshafnar

Herj Hraun

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Farþegar sem áttu bókað á þessum tímasetningum í Landeyjahöfn færast sjálfkrafa á milli hafna, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ennfremur segir að ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00,13:15, 14:30,15:45 falli niður. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta […]

Er enn að átta sig á úrslitunum

Flokkur fólksins fékk um helgina flest atkvæðin í Suðurkjördæmi í þingkosningunum. Lengst af talningu var Sjálfstæðisflokkurinn með flest atkvæði en í lokatölum fór Flokkur fólksins fram úr Sjálfstæðisflokknum og endaði með 121 atkvæði fleiri atkvæði en fyrr nefndi flokkurinn. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. „Það er skemmst að segja frá því […]

Breytt áætlun í dag

Hebbi_sjo_IMG_4978

Herjólfur hefur staðfest brottför til Landeyjahafnar í næstu ferð, þ.e. brottför frá Vestmannaeyjum kl. 12:00 og frá Landeyjahöfn kl. 13:15. Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar seinni partinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 15:00 (áður 17:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:30 (áður 20:45) Aðrir ferðir hafa verið felldar niður. Því miður passar ekki áætlunarferð Strætó við […]

Jólahátíðin okkar

Jólahátíðin okkar verður haldin á miðvikudaginn á Hótel Nordica í Reykjavík þar sem fram koma margir af þekktustu skemmtikröftum landsins. Meðal þeirra sem koma fram með hljómsveit hátíðarinnar eru, Rúnar Þór, Bjartmar, GDRN, Páll Óskar, Eyfi, Regína og Svenni, Prettyboitjokko og Beggi. Í boð verður salgæti frá Góu, gosdrykkir frá Coke, en aðrir stuðningsaðilar eru […]

Gular viðvaranir í gildi

Gul Vidv 021224

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Suðausturland og Miðhálendi.  Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 14:00 í dag og gildir til miðnættis. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s og snjókoma. Búast má við skafrenningi og lélegum aksturskilyrðum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörun frá Herjólfi […]

Flokkur fólksins stærstur í Suðurkjördæmi

Oddvitar Hopmynd 20241113 192740

Stór tíðindi urðu í lokatölum frá Suðurkjördæmi en þá tók Flokkur fólksins fram úr Sjálfstæðisflokknum. Flokkarnir fá tvo þingmenn hvor um sig en Flokkur fólksins fékk 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminum. Það gerðist síðast í þingkosningunum árið 2009 að annar flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn fengi flest atkvæði í Suðurkjördæmi en þá var […]

ÍBV sigraði Val

ÍBV og Valur mættust í lokaleik tólftu umferðar Olísdeildar karla í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og Valsmenn voru að elta allan fyrri hálfleikinn. Staðan í leikhléi var 18-17. ÍBV jók forskot sitt í síðari hálfleik og fór svo þegar yfir lauk að Eyjaliðið hafði skorað 34 mörk gegn 28 mörkum gestanna. Hjá Val var […]

Jólakaffi og heiðranir

IMG 6918

Á fimmtudaginn sl. var hið árlega jólakaffi Vinnslustöðvarinnar haldið í Höllinni. Þar er starfsmönnum og fjölskyldum boðið til kaffisamsætis. Jólasveinarnir kíkja ávallt í heimsókn og gleðja börnin með nærveru sinni og gjöfum. Um áratuga hefð er að ræða sem er bæði skemmtileg og notaleg. Við sama tækifæri eru starfsmenn sem standa á tímamótum heiðraðir. Þeir […]

Ívið lakari kjörsókn

Kjordeild 24 IMG 7033

Klukkan 15.00 í dag höfðu 29,2% kjörgengra íbúa í Vestmannaeyjum mætt á kjörstað í Barnaskóla Vestmannaeyja. Er það ívið lakari kjörsókn en á sama tíma í þingkosningunum fyrir þremur árum. Þá höfðu 964 manns kosið (31,5%) á móti 910 nú, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yfir­kjör­stjórn í Vestmannaeyjum. Framkomin utankjörfundaratkvæði eru 597. Á kjörskrá eru 3.115, en […]

Orðið jólalegt í Eyjum

default

Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun, 1. desember. Óhætt er að segja að það sé jólalegt um að litast í Eyjum í dag. Hvít jörð og nánast logn. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur svipmyndir frá í morgun hér að neðan. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.