Kjörfundur hafinn

Í dag ganga Íslendingar til þingkosninga. Kjörfundur hófst víðast hvar klukkan níu í morgun. Í Vestmannaeyjum er hægt að kjósa í Barnaskólanum, inngangur um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hófst kl. 9.00 í morgun og lýkur kl. 22.00 í kvöld. Bænum er skipt með eftirfarandi hætti í tvær kjördeildir: Í […]

Ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkó – myndir

DSC 3983

Það var glatt á Hjalla þegar kveikt var á Jóatrénu á Stakkagerðistúni í gær. Veðrið lék við nærstadda á meðan Lúðrasveit Vestmannaeyja lék létt jólalög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács sungu. Þá sögðu Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Guðmundur Örn Jónsson prestur nokkur orð. Það kom svo í hlut Móniku Hrundar […]

ÍBV og Valur mætast

Eyja 3L2A7580

Lokaleikur 12. umferðar Olísdeildar karla fer fram í Eyjum í dag, þegar ÍBV tekur á móti Val. Valsmenn með 14 stig í þriðja sæti deildarinnar, en Eyjaliðið í sjötta sæti með 11 stig. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að í dag, 30. nóvember hefði Kolbeinn Aron Ingibjargarson eða Kolli eins og hann var ávallt […]

Sjálfstæðisflokkur stærstur í Suðurkjördæmi – Flokkur fólksins skammt undan

Oddvitar Hopmynd 20241113 192740

Síðasta skoðanakönnunin fyrir komandi þingkosningar birtist í dag. Það er Gallup sem kannaði fylgi flokka sem bjóða fram til Alþingis. Könnunin var gerð dagana 23.-29. nóvember. Ef við skoðum Suðurkjördæmi sérstaklega í þessari könnun má sjá að Sjálfstæðisflokkur hefur mest fylgi, eða 23,3%. Hástökkvarinn frá könnun sem gerð var í kjördæminu í síðasta mánuði er […]

Á ferð og flugi um bæinn

Solhlid 1124 Hbh Skjask

Nú skellum við okkur með Halldóri B. Halldórssyni vítt og breitt um Vestmannaeyjabæ. Myndbandið er tekið í dag, föstudag. (meira…)

EM veislan hafin!

Arnar Ads IMG 0326

Evrópumót kvenna í handbolta hófst í gær en fyrsti leikur Íslands er síðdegis í dag þegar liðið mætir Hollandi. Mótið er haldið í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss. Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV er fyrirliði landsliðsins. Hún segir íslenska liðið klárt í leikinn gegn Hollandi. Í viðtali við RÚV segir hún að tilfinningarnar séu ótrúlega góðar. „Ég […]

Ljósin kveikt á jólatrénu

DSC_5802

Í dag klukkan 17:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni. Fram kemur í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar að Lúðrasveit Vestmannaeyja taki nokkur lög og Litlu lærisveinar undir stjórn Kitty Kovács syngja. Erlingur Guðbjörnsson formaður framkvæmda- og hafnarráðs og Guðmundur prestur segja nokkur orð. Að lokum mun Mónika Hrund Friðriksdóttir tendra ljósin á trénu. Í […]

Bergur og Vestmannaey landa fyrir austan

bergey_opf

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Neskaupstað í vikunni, Bergur á miðvikudag og Vestmannaey í gær. Afli skipanna var blandaður, mest þorskur, ýsa og ufsi. Bæði skip fóru óvenju víða í veiðiferðinni og átti veðrið þar hlut að máli. Rætt er við skipstjórana á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, sagði […]

HSU réttir upp hönd í að­draganda Alþingis­kosninga

Diana Hsu Utan Sams 1 1536x1055

Það er við hæfi í aðdraganda Alþingiskosninga að kjósendur hnippi í stjórnmálafólk og frambjóðendur og forvitnist um áherslur þeirra á sviði heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Það er ekki að ástæðulausu sem ég rétti upp hönd fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og landsbyggðina á þessum tímapunkti og tæpi á nokkrum atriðum sem lúta að nýsköpun, þjónustu, öryggi, mannauði, […]

Flutningurinn heppnaðist afar vel

DSC 3811 (1)

Síðastliðinn föstudag hóf Laxey flutning á fyrstu seiðunum frá seiðastöðinni yfir í áframeldið í Viðlagafjöru. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að flutningurinn hafi heppnast afar vel. „Fyrir einu ári síðan fékk Laxey sinn fyrsta skammt af hrognum, sem síðan hafa vaxið í gegnum ferlið á seiðastöðinni okkar. Nú eru þau tilbúin að halda áfram vexti […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.