Sérfræðingar vs. heilbrigð skynsemi

Aðeins nokkrir dagar í að nýtt fiskveiðiár hefjist, en ég hef að undanförnu verið að velta fyrir mér þessu með blessaða sérfræðingana okkar. Ef við byrjum á veðurfræðingunum, þá er það nú einu sinni þannig að flestir þekkja það að veðurspá viku fram í tímann stenst yfirleitt ekki. Þess vegna þótti mér svolítið skondið í fyrra […]
Spurningin er bara hvar ýsan heldur sig

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir nánast fullfermi í Neskaupstað í morgun. Á sama tíma landaði Gullver NS tæpum 100 tonnum á Seyðisfirði. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, lét ekki illa af veiðinni en sagði að aflinn væri langmest þorskur. „Það var […]
Smyrill gæddi sér á smáfugli – myndir

Í gærmorgun vakti fugl athygli í bakgarði ritstjóra Eyjafrétta. Þegar betur var að gáð var um að ræða smyril. Ránfuglinn hafði náð að klófesta smáfugl og var að gæða sér á honum þegar þessar myndir eru teknar. Smyrillinn er algengasti íslenski ránfuglinn, líkur fálka en mun minni að því er segir á Fuglavefnum. Þar segir […]
Nýjar tengingar frá Vestmannaeyjum og Færeyjum við Rotterdam

Frá og með 1. september mun Eimskip bæta við vikulegum viðkomum í Rotterdam í Hollandi á Gulu siglingaleiðinni. Með breytingunni opnast bein tenging frá Vestmannaeyjum og Tórshavn í Færeyjum til Rotterdam, auk þess sem Reyðarfjörður tengist í gegnum umlestun í Færeyjum. Siglingatíminn til Rotterdam frá Austurlandi og Vestmannaeyjum er einungis um fjórir dagar, sem tryggir […]
Efstu liðin mætast á Hásteinsvelli

Í kvöld verður 16. umferð Lengjudeildar kvenna spiluð. Í Vestmannaeyjum er sannkallaður toppslagur þegar efstu lið deildarinnar mætast. ÍBV efst og búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið er með 40 stig úr 15 leikjum og getur með sigri í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn. HK er með 34 stig í […]
Dótturfélag Vinnslustöðvarinnar á hátíð saltfisksins

Frá 13. til 17. ágúst sl. fór hin vinsæla saltfiskhátíð Festival do Bacalhau fram í Ílhavo í Portúgal. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og frábært tækifæri til að fagna hefðbundinni saltfiskmenningu með tónlist, matargerð og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er stærst sinnar tegundar í Portúgal og eflaust í öllum heiminum, að því er segir í […]
Þörf á stærra helgunarsvæði vegna aukinnar sprengjuhættu

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í byrjun vikunnar var tekin fyrir umsókn vegna áhrifa framtíðareldsneytis á nærumhverfið. Jón Haralsson fyrir hönd Olíudreifingar ehf. sendi ráðinu erindi til að vekja athygli á nauðsynlegum ráðstöfunum varðandi geymslupláss framtíðareldsneytis. Með erindinu vill Olíudreifing vekja athygli bæjaryfirvalda á mikilvægi þess að tekið sé tillit til þeirra áhrifa sem […]
Fjör að færast í björgunarstörfin

Nú er aldeilis að færast fjör í leikinn hjá pysjubjörgunarfólki. Pysjurnar, sem eru skráðar inn á lundi.is, nálgast nú 400, en í gær um svipað leiti voru þær að nálgast 300. Í facebook-færslu Pysjueftirlitsins sagði fyrir um sólarhring að af þeim nærri 300 hafa 113 verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 251 gramm, sem er […]
Vaðandi makríll við Hrauney

Talsvert var af makríl við Hrauney í gærkvöldi. Að sögn Óskars Péturs Friðrikssonar, ljósmyndara mátti sjá vaðandi makríl á þessum slóðum. Undanfarin ár hefur verið minna um makrílinn við strendur Íslands og eru þetta því nokkuð óvænt að sjá makrílinn kominn aftur hingað. Að sögn Óskars Péturs leyndi það sér ekki að þarna var makríll […]
Minning: Inga Jóhanna Halldórsdóttir

Elsku mamma okkar. Nú er komið að ferðalaginu hjá þér og það eru þakklátir afkomendur sem kveðja þig í dag. Mikið erum við systkinin þakklát fyrir allt sem við lærðum af ykkur pabba, hjálpsemi, dugnað, heiðarleika og vinnusemi og svo mætti lengi telja.Mamma lærði kjólasaum í Vestmannaeyjum og var sístarfandi alla daga. Átti prjónavél og […]