Góður starfsandi og umhyggjusamt starfsfólk

Jona Hsu

Á vef HSU er rætt  við Jónu Björgvinsdóttur. Jóna er skrifstofu- og rekstrarstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hún hefur starfað hjá stofnuninni samfleytt frá árinu 2001, fyrst á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og svo HSU frá sameiningu þessara stofnana. Áhugamálin fjallgöngur, líkamsrækt og prjónaskapur „Ég er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og gekk hérna í Barnaskólann, Gagnfræðaskólann […]

Bílvelta í nótt

20241006 101358

Í nótt barst tilkynning til lögreglunnar vegna bílveltu á Eldfellsvegi. Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjafréttir að tilkynning hafi borist til lögreglu laust fyrir kl. 01:00 í nótt. Að sögn Stefáns hafði ökumaður misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún valt. Spurður um slys á fólki segir […]

Stuð og stemning á Októberfest

DSC 2213

Höllinni var breytt í München í gær þegar blásið var til Októberfest. Matti Matt, Ásgeir Páll partýstjóri og hinn þýskættaði Micka Frurry héldu uppi stuðinu. Óskar Pétur Friðriksson leit þar við og smellti nokkrum myndum. (meira…)

Gamla myndin: Smalaferð í Suðurey

DSC 4700

Óskar Pétur Friðriksson heldur áfram að grúska í ljósmyndasafni sínu og rifja upp gamla tíma í Eyjum. Nú fer hann aftur til ársins 2010. Gefum Óskari orðið: „Þar sem sláturtíð stendur sem hæst þetta haustið er gamla myndin frá árinu 2010 er fjárbændur og vinir þeirra fóru og smöluðu fé sínu í Suðurey. Féð var […]

Sigur gegn Stjörnunni

Eyja_3L2A1345

ÍBV gerði góða ferð í Garðabæ í dag þegar liðið sigraði Stjörnuna, 25-22 í Olís deild kvenna. Staðan í leikhléi var 14-12 ÍBV í vil. Í síðari hálfleik hélt ÍBV forystunni og hafði á endanum betur. Hjá ÍBV var Birna Berg Har­alds­dótt­ir marka­hæst með níu mörk. Dag­björt Ýr Ólafs­dótt­ir skoraði fjög­ur mörk og Sunna Jónsdóttir […]

Eitt tilboðanna dæmt ógilt

Kubbur Sorp

Í síðasta mánuði var greint frá því að bæjarráð Vestmannaeyja hefði samþykkt samhljóða að taka tilboði Terra í sorphirðu og förgun. Venjan er sú að fagráðið fjalli fyrst um mál sem þessi, sem í þessu tilfelli er framkvæmda- og hafnarráð og í kjölfarið fer málið fyrir bæjarráð. Spurður um ástæður þess að svo var ekki […]

Stelpurnar mæta Stjörnunni

Eyja_3L2A1373

Lokaleikur fjórðu umferðar Olís deildar kvenna fer fram í Garðabæ í dag. Þar taka Stjörnustúlkur á móti ÍBV. Bæði lið um miðja deild. ÍBV í fjórða sæti með 3 stig og Stjarnan í sætinu fyrir neðan með stigi minna. Leikurinn hefst klukkan 16.30 í Heklu höllinni í dag. (meira…)

Verklok áætluð í maí

Hasteinsv Opf

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni fór Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs yfir tímalínu á framkvæmdum vegna gervigrass og flóðlýsingar á Hásteinsvelli. Fyrir liggur að ástand afvötnunar á vellinum eru góðar og ekki er þörf á að hrófla við undirlagi og drenkerfi. Búið er að færa girðingar við skammhliðar vallarins og stækka hann […]

Af vettvangi bæjarmálanna

Það er mér bæði ljúft og skylt að verða við áskorun eyjafrétta/eyjar.net um að skrifa meira um bæjarmálin, enda er ég sannarlega alls ekki farin að huga að framboði á öðrum vettvangi. Af vettvangi skipulagsmála Að mínu mati er skipulagning íbúðabyggðar í Löngulág forgangsmál í skipulagningu íbúðabyggðar. Mér hugnast ekkert sérstaklega að Vestmannaeyjabær sé að skipuleggja […]

Sigurbjörg ÁR kom til Eyja í nótt

20241004 042352

Í nótt kom Sigurbjörg ÁR, nýtt skip Ísfélagsins í fyrsta sinn til löndunar í Vestmannaeyjum. Skipið var smíðað í Celiktrans-skipasmíðastöðinni í Istanbúl og kom það til landsins í ágúst. Mesta lengd er 48,10 m og breidd 14 m.  Aðalvél er MAN 1.795 kW, 800 snúningar á mínútu. Hjálparvélar eru tvær og bogskrúfa. Spilbúnaður er 4 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.