Rísum hærrra

Aglow samvera verður í kvöld, miðvikudag 2. október, kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Þar munu nokkrar konur segja frá því helsta sem þær heyrðu og sáu á ráðstefnu um síðustu helgi, en yfirskrift ráðstefnunnar var Rísum hærra. Þóranna er nýkomin heim frá Kirgistan og Úsbekistan og mun hún segja nokkur orð um ferðina, en meira um það seinna. Allar konur eru […]
Fjölskyldufyrirtæki á traustum grunni

Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem er búið að vera starfandi í yfir 80 ár innan sömu fjölskyldu. Marinó Jónsson, afi Marinós sem nú rekur Miðstöðina, stofnaði fyrirtækið 1940 og er Marinó Sigursteinsson þriðji ættliður sem rekur Miðstöðina en hann tók við af föður sínum, Sigursteini Marinóssyni árið 1991. Nú er fjórði ættliðurinn, sonurinn Bjarni […]
Prestur ráðinn til að stýra Herjólfi

Búið er að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs. Fram kemur í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. að Ólafur Jóhann Borgþórsson hafi verið ráðinn í starfið. „Eftir mat á umsóknum, viðtöl við umsækjendur og umsagnir aðila hefur stjórn Herjólfs ohf. ákveðið samhljóða að ráða Ólaf Jóhann Borgþórsson í starf framkvæmdastjóra félagsins og mun hann […]
110 tonna gufuþurrku keyrt í gegnum bæinn

Hún er engin smásmíði nýja gufuþurrkan sem koma á fyrir í Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagins. Henni var trukkað í gegnum bæinn um hádegisbil í dag. Að sögn Páls Scheving, verksmiðjustjóra FES er verið að vinna í eflingu á framleiðslugetu verksmiðjunnar. „Gufuþurrka frá Alfa Laval sem í dag var flutt í gegn um bæinn frá Eimskip að Fesinu […]
Á topp 20 yfir bestu verkefnin

Á ráðstefnunni UTÍS var fjallað um þróunarverkefnið ,,ferðalag um íslenkst skólakerfi”. Þróunarverkefni leikskólans Kirkjugerði er á lista yfir bestu 20 verkefnin. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að Utís sé árleg ráðstefna um nýsköpun og stefnumörkun í íslensku skólastarfi, einkum í sambandi við upplýsingatækni, og er ætlað kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki á öllum skólastigum. Hún er […]
39 umsóknir bárust

Nýverið rann út umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Í auglýsingunni kom fram að farið verði með umsóknir sem trúnaðarmál. Páll Scheving, stjórnarformaður félagsins staðfesti við Eyjafréttir að 39 umsóknir hefðu borist. Hann sagði að ástæða þess að stjórnin byði upp á trúnað til umsækjenda væri sú að það gæti hvatt fleiri áhugasama einstaklinga í […]
22 % lækkun í makríl

Í dag, 30. september 2024, veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2025 og fyrir efri og neðri úthafskarfa fyrir 2025, 2026 og 2027 (ices.dk). Þetta segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Helstu niðurstöður eru tíundaðar hér að neðan. Svipuð ráðgjöf í norsk-íslenskri vorgotssíld ICES leggur til, í samræmi […]
Lundasumarið 2024

Ég hafði velt því fyrir mér að undanförnu, hvort ég ætti kannski að gera bara upp sumarið með því að setja inn nokkur myndbönd af þúsundum lunda í fjöllum og úteyjum í sumar og með þessu eina orði: Takk. En að sjálfsögðu þarf ég að koma að ýmsu öðru. Lundasumarið var alveg frábært og lundinn […]
Fjallaferð með Halldóri B.

Það hefur viðrað vel til flugs undanfarna daga í Eyjum. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér í gær. Hann flýgur nú með okkur yfir eyjarnar og sýnir okkur þær frá ýmsum skemmtilegum sjónarhornum. (meira…)
Kvenfélagið Heimaey gefur til HSU í Eyjum

Nýverið færðu heiðurskonurnar í Kvenfélaginu Heimaey í Vestmannaeyjum sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum blóðtökuvagn. Sagt er frá þessu á heimasíðu HSU. Þar segir jafnframt að svona færanlegur vagn létti starfsmönnum vinnuna við nálauppsetningar og blóðtöku m.a. þar sem allt sem til þarf er á einum stað og kemur sér einstaklega vel. Heildarandvirði gjafarinnar er 368.280 kr. […]