Tvö skip frá Vinnslustöðinni í rallið

Haustrall Hafrannsóknastofnunar er hafið og munu tvö skip frá Vinnslustöðinni taka þátt í rallinu að þessu sinni. Auk þeirra er rannsóknarskipið Árni Friðriksson að mæla. Togað er á mörg hundruð stöðvum á mismiklu dýpi á landgrunninu. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, […]
Æfa viðbrögð við ýmsum ógnum

Sprengjusérfræðingar frá 17 löndum munu á næstu tveimur vikum æfa viðbrögð við ýmsum ógnum á hinni árlegu Northern Challenge. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar annast og skipuleggur. Alls 320 þátttakendur frá Íslandi, Belgíu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Litáen, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Póllandi, Hollandi og Bretlandi taka […]
Vilja draga úr áhrifum hækkunar fasteignamats

Bæjarráð Vestmannaeyja ræddi – á fundi ráðsins í vikunni – ramma og forsendur fjárhagsáætlunar. Fram kemur í fundargerð að undanfarnar vikur hafi vinna staðið yfir á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja við að skoða áhrif breytingar á álagningarprósentu fasteignaskatts á tekjur bæjarsjóðs. Bæjarstjóri fór yfir vinnuna sem unnin var fyrir bæjarráð og þá tillögu sem liggur fyrir. Í […]
Geðlestin á ferð í Eyjum

Í tilefni af Gulum september ferðast landssamtökin Geðhjálp um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni. Núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og skólamálayfirvöld annars vegar […]
Oliver til æfinga hjá Watford og Everton

Oliver Heiðarsson leikmaður ÍBV mun á næstunni fara til Englands og æfa með bæði Watford og Everton. Oliver var markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í sumar, með 14 mörk. Bróðir Olivers, Aron Heiðarsson greindi frá þessu í hlaðvarpinu Betkastið. Oliver byrjar á því að æfa með Watford en þar gerði faðir hans, Heiðar Helguson garðinn frægann. Oliver […]
HS Orka tryggir orku til Eyjamanna

Í dag skrifuðu HS Orka og Landsvirkjun undir samning sem tryggir örugga orku á sanngjörnu verði til að reksturs varmadælustöðvar og rafskautaketils í Vestmannaeyjum. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára. Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri sölu‑ og þjónustusviðs HS Orku segir í samtali við Eyjafréttir að samningurinn um forgangsorku komi í stað samnings um skerðanlega orku. ,,Þetta er samningur […]
Svipast um á sunnanverðri Heimaey

Í dag hefjum við okkur til flugs suður á Heimaey og skoðum Eyjuna á stað sem ekki er fjölfarinn. Halldór B. Halldórsson býður okkaur með í þessa ferð. (meira…)
Hermann hættur

Hermann Hreiðarsson þjálfari meistaraflokks ÍBV til þriggja ára hefur ákveðið að láta af þjálfun hjá félaginu. Stjórn knattspyrnudeildar hefur átt gott samstarf með Hermanni undanfarin ár og var eindreginn vilji stjórnarinnar að halda því samstarfi áfram. Breytingar eru hins vegar að verða á búsetu Hermanns og hans fjölskyldu og því hans mat að hann hafi […]
10-12 íbúðir ofan á Klett?

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var tekin fyrir fyrirspurn vegna skipulagsbreytinga við Strandveg 44, þar sem nú stendur söluturninn Klettur. Fram kemur í skýringum í fylgiskjali að gerð sé tillaga af breytingu á nýtingu á lóð fyrir Strandveg 44. Núverandi hús verður fjarlægt og byggð nýbygging með bílakjallara. Hlutverk jarðhæðar mun haldast óbreytt og […]
Setja á fót menningar- og listasjóð

Umgjörð og reglur fyrir verkefnið “Viltu hafa áhrif“ hefur verið tekið til endurskoðunar hjá bæjaryfirvöldum. Ástæða þess er að sjóðurinn hefur þróast og breyst frá upphaflegum markmiðum í gegnum árin. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs. Þar er einnig greint frá því að Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hafi farið yfir verkefnin sem hafa […]