Lokaleikur 19. umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í Eyjum í dag. Þar tekur ÍBV á móti Selfossi. ÍBV náði í sinn fyrsta sigur í ár í síðustu umferð þegar liðið sigraði Stjörnuna á útivelli. Fyrri leikurinn á milli þessara liða, þ.e.a.s. Selfoss og ÍBV endaði með sigri Selfyssinga.
Ef skoðuð er staða þessara liða í deildinni þá eru þau bæði í neðri hlutanum. ÍBV í næstneðsta sæti með 9 stig en Selfoss í fimmta sæti með 14 stig. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst