„Frábær fiskur, stór, góður í flökun, góður í frystingu“

Síðustu vikur hafa aðallega snúist um veiðar og vinnslu á norsk-íslenskri síld. Sér brátt fyrir endann á þeirri vertíð hjá uppsjávarskipum Vinnslustöðvarinnar, segir í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar. Næst er það kolmunni og íslenska sumargotssíldin „Núna erum við að ljúka NÍ síldinni.“ segir Sindri Viðarsson spurður um stöðu hans sviðs – uppsjávarsviðsins. Ennfremur segir hann […]
Svipmyndir frá Eyjum

Það var líf og fjör um Heimaey í dag, líkt og sjá má í þessu skemmtilega myndbandi sem Halldór B. Halldórsson býður okkur upp á. (meira…)
Þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum

Árlegur fundur strandgæslna á Norðurlöndum fer fram í dag í Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar er fundurinn haldinn á Íslandi að þessu sinni. Fundað var í Finnlandi í fyrra og í Noregi á næsta ári. „Það þótti vel til fundið að halda fundinn í Eyjum að þessu sinni enda er saga Landhelgisgæslunnar tengd […]
Afkomendur Guðlaugar Pétursdóttur gefa til Hollvinasamtaka Hraunbúða

Í gær afhentu systkinin Pétur, Guðrún og Jóhann – fyrir hönd afkomenda Guðlaugar Pétursdóttur – Hollvinasamtökum Hraunbúða gjafabréf að upphæð 1.700.000,-. Gjafabréfið er gefið til minningar um Guðlaugu Pétursdóttur frá Kirkjubæ og eru gefendur Guðrún Rannveig, Jónas Sigurður, Pétur Sævar og Jóhann Þór Jóhannsbörn auk maka, barna og barnabarna. Halldóra Kristín Ágústsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Hraunbúða […]
Geðlestin í safnaðarheimilinu í kvöld

Í tilefni af Gulum september ætla landssamtökin Geðhjálp að ferðast um landið og bjóða upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Geðlestin er heiti verkefnisins en það hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni en núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og […]
Fá Fjölni í heimsókn

Þrír leikir verða háðir í fjórðu umferð Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Fjölni. ÍBV með 3 stig úr þremur leikjum, en gestirnir hafa unnuð einn og tapað tveimur. Sitja sem stendur í tíunda sæti með 2 stig. Leikurinn í Eyjum hefst klukkan 19.00, en hinir tveir hefjast hálftíma síðar. […]
Skammta vatn norðan við Strandveg

Í dag kom upp bilun í vatnsveitu HS Veitna. Að sögn Ívars Atlasonar, svæðisstjóra vatnssviðs í Vestmannaeyjum varð bilunin í dælustöðinni Landeyjarsandi. Hann segir að búið sé að gera við. „Við erum samt sem áður í vatnsskömmtun norðan við Strandveg. Mjög mikil vatnsnotkun er í bænum og vatnsveitan ræður illa við þetta, með laskaða vatnslögn […]
Skýrslunni stungið undir stól?

Í sumar skilaði starfshópur sem þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson skipaði í sl. haust – um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja – af sér skýrslunni til núverandi innviðaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Starfshópurinn hafði það hlutverk að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur og kosti og galla hverrar fyrir sig. Þá var starfshópnum […]
Vestmannaeyjar úr lofti

Í dag skoðum við Vestmannaeyjar úr lofti, enda veðrið til þess. Halldór B. Halldórsson býður okkur upp á skemmtilegt drónaferðalag. Njótið ferðalagsins! (meira…)
Tilboði Terra tekið

Sorphirða og förgun var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja í gær. Þar var farið yfir punkta frá Brynjari Ólafssyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem hann gerði grein fyrir framkvæmd á breyttu fyrirkomulagi sorphirðu sem er langt komin. Einnig hefur sorphirða og förgun verið boðin út og bárust þrjú tilboð til bæjarins. Þau komu frá […]