Agnes Lilja Styrmisdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV út tímabilið 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Agnes Lilja hefur leikið allan sinn feril með ÍBV. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var seinasta verkefni þar leikur við Færeyja síðasta sumar með U-16 landsliðinu. Nýverið var hún valin í æfingahóp U-17 sem var til æfinga fyrr í þessum mánuði. Í tilkynningunni segir jafnframt að forsvarsmenn ÍBV séu afar ánægðir með að Agnes muni áfram leika með ÍBV og er tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs.