Efla samstarf um menningarviðburði

Þann 30. maí sl. var samstarfssamningur milli Vestmannaeyjabæjar og Lista- og menningarfélags Vestmannaeyja undirritaður í þeim tilgangi að efla samstarf milli þessara aðila, m.a. í tengslum við menningarviðburði á vegum sveitarfélagsins, s.s. Goslokahátið og Safnahelgi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu bæjaryfirvalda í Eyjum. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og þær […]

Ráðuneytinu gert að afhenda Eyjafréttum gögnin

Í liðinni viku kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í kæru Eyjafrétta vegna ákvörðunar umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um að synja beiðni ritstjóra Eyjafrétta um aðgang að gögnum. Í kærunni kom fram að umbeðnar upplýsingar séu frá fyrirtæki sem hafi einkaleyfi á grunnþjónustu á svæðinu og því vandséð að um sé að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar, […]

Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi í Suðurkjördæmi

Í dag birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Sósíalistaflokks Íslands minnkar um rúmt prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,1-1,2 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Nær 31% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag og hefur það hlutfall farið […]

Þarf að tryggja að kerfið sé bæði sanngjarnt og raunhæft

Nýverið funduðu fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja með þingmönnum Suðurkjördæmis. Flestir oddvitanna mættu til fundarins. Eyjafréttir ræddu við tvo þeirra að fundi loknum. Annar þeirra er Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Spurð hvað henni hafi þótt markverðast sem kom fram á fundinum segir hún að það hafi verið mjög gagnlegt að heyra beint frá fólki sem rekur útgerð […]

Blíðviðri og markaðssetning skilar fleiri farþegum

farthegar_herj_20250511_120514

Það er óhætt að segja að sumarið hafi farið vel af stað hjá Herjólfsfólki. Flutningar hafa aldrei verið eins miklir í maímánuði og breytir þá engu hvort horft er í flutning á farþegum, bílum eða þungaflutningum. „Maímánuður hefur verið mjög góður undanfarin þrjú ár“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs í stuttu spjalli við blaðamann […]

Sýning á lokaverkefnum í dag

Lokaverkefni Grv La

Ágætu bæjarbúar. Okkur er sönn ánægja að bjóða ykkur á sýningu lokaverkefna 10. bekkinga. Þetta segir í frétt á vefsíðu Grunnskólans í Vestmannaeyjum – grv.is. Þar segir ennfremur að nemendur hafi unnið hörðum höndum að áhugasviðstengdum verkefnum sl. vikur. Sýningin verður á sérstökum sýningarbásum í sal Barnaskólans mánudaginn 2. júní klukkan 17:30-18:30. Verkefnin eru mjög […]

Stóraukið fjármagn í viðhald vega á landsbyggðinni

Við þekkjum öll dæmi um vegi í okkar heimabyggðum sem þarfnast úrbóta strax. Vegi sem skipta máli fyrir öryggi fólksins okkar og framtíð byggðanna.  Samkvæmt mati Vegagerðarinnar er áætlað að einungis 35% burðarlaga og 37% slitlaga í vegakerfinu séu í góðu ástandi. Þetta undirstrikar brýna þörf fyrir úrbætur. Ríkisstjórnin hefur sett málefni innviða í forgang […]

Á annað hundrað manns í kokteilboði VSV

Það var svo sannarlega góð stemning í bæði Eldheimum og í Höllinni í gærkvöldi. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar í dag að alls hafi verið 120 manns skráðir til þátttöku í sjómannaskemmtuninni, frá öllum sex skipum VSV. „Útgerðin bauð bæði skipverjum og mökum þeirra til viðburðarins. Fyrir skemmtunina var haldið kokteilboð í Eldheimum, þar sem […]

Veðurviðvaranir um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir landið allt. Gildir gula viðvörunin fyrir landið allt frá 3. júní kl. 00:00 – 4. júní kl. 00:00. Í viðvörunarorðum segir: Norðan hvassviðri eða stormur, hvassast á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Huga þarf að lausamunum og aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig […]

Golfdagurinn í Eyjum

Golfdagurinn í Vestmannaeyjum fer fram sunnudaginn 8. júní í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Boðið verður upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinnar undir handleiðslu PGA golfkennara, ásamt leikjum og grillveislu fyrir þátttakendur. Golfdagurinn er fyrir alla fjölskylduna en hér er frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni! Golfdagurinn hefst klukkan 13.00 og stendur til kl. 15.00 nk. sunnudag. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.