Baldur siglir til Þorlákshafnar í dag

Baldur siglir til Þorlákshafnar í dag þar sem ófært er fyrir ferjunna í Landeyjahöfn vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Farþegar sem áttu bókað kl. 07:00, 10:00, 16:00 og 19:00 færast sjálfkrafa milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til […]
Heimili greiddu 55% af umhverfissköttum árið 2023

Árið 2023 innheimti ríkið rúma 88,0 milljarða króna í umhverfis- og auðlindaskatta. Þessir skattar skiptust í skatta á orku (39,7%), vega- og samgönguskatta (29,2%), mengunarskatt (18,7%), auðlindaskatt (0,38%), innheimtu í gegnum losunarheimildir í ETS-kerfinu (4,3%) og aðra kolefnistengda skatta (7,7%). Heimilin greiddu 54,7% af heildarupphæðinni, eða rúmlega 48,1 milljarð króna, aðallega í formi vegaskatta og […]
Segir ASÍ nota uppsagnirnar í pólitískum tilgangi

Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda – stéttarfélags gagnrýnir miðstjórn ASÍ fyrir að nýta uppsagnir í fiskvinnslu í pólitískum tilgangi. „Það heyrðist ekkert frá ASÍ fyrr en þessi ályktun kemur, og það er aðeins verið að reyna hvítþvo ríkisstjórnina með ályktuninni. Við fréttum bara af henni af afspurn en enginn hefur haft samband við okkur frá ASÍ, […]
Heimaey í dag

Það hefur verið stillt veður í Eyjum í dag. Hæglætisveður, skýjað og kalt. Halldór B. Halldórsson brá sér í túr um eyjuna og sýnir okkur hér að neðan afraksturinn úr þeim túr. (meira…)
Botnliðið mætir á Hásteinsvöll

Nú er búið að skipta upp Bestu deildunum. Fyrsti leikurinn í neðri hlutanum var í gær þegar ÍA rúllaði yfir Vestra fyrir vestan, 0-4. Í dag eru svo tveir leikir. Þar mætast annars vegar ÍBV og Afturelding og hins vegar KA og KR. Í Eyjum hefst leikurinn klukkan 16.00. Eyjamenn efstir í neðri hlutanum með […]
Jóker-vinningur til Eyja

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar útdrætti vikunnar. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 575.070 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann fyrir það 2,5 milljónir króna. Miðinn góði var keyptur […]
Búið að leggja ljósleiðara að öllum heimilum í Eyjum

Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Páll Magnússon fór þar yfir lokakaflann varðandi söluna á Eygló til Mílu. Samkeppniseftirlitið tilkynnti um mánaðamótin ágúst/september að það myndi ekki gera frekari athugasemdir vegna þessara viðskipta og í framhaldinu lauk sölunni formlega. Söluverðið er 705 milljónir og greiðist í tvennu […]
SASS óskar eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2025. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin ár. […]
Úrskurðarnefnd vísar frá kæru vegna byggingarleyfis

Nýverið kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í máli sem varðar byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á Búhamri 1 í Vestmannaeyjum. Kærandi, íbúi á Búhamri 7, hafði kært ákvörðun byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar frá í júlí um að samþykkja leyfi fyrir stækkun hússins. Kærandi taldi að sveitarfélagið hefði ekki svarað öllum athugasemdum sem borist höfðu vegna […]
Eyjarnar landa áfram fyrir austan

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE landa í Neskaupstað í dag en afli hvors þeirra er á milli 30 og 40 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi fyrst og fremst að reyna við ýsu á Austfjarðamiðum og gekk það heldur erfiðlega eins og hjá öðrum. Sumir […]
