Ábending frá Herjólfi

Aðstæður fara versnandi í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur stefni á að sigla næstu ferð frá Vestmanneyjum kl. 15:00 og frá Landeyjahöfn kl. 16:00. „Hvetjum við þá farþega sem ætla sér að ferðast í dag að gera það fyrr en seinna vilji þeir komast leiða sinna. […]

Hátíðarræða Páls Scheving

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett í Herjólfsdal í gær. Í kjölfarið flutti Páll Scheving Ingvarsson hátíðarræðu Þjóðhátíðar. Páll átti sæti í þjóðhátíðarnefnd í samtals á annan áratug. Ræðu Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Kæru Eyjamenn og aðrir hátíðargestir. Velkomin í Herjólfsdal. Flest ykkar geta örugglega yljað sér við ljúfar og skemmtilegar minningar […]

Tókust á við áskoranir í nótt

Skipuleggjendur og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóðu frammi fyrir þó nokkrum áskorunum í nótt þegar versta veðrið gekk yfir eyjarnar. Þjóðhátíðarnefnd tók þá ákvörðun rétt fyrir miðnætti að hætta við að kveikja í brennunni á Fjósakletti, sem venjulega er tendruð á miðnætti á föstudagskvöldi. Veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til […]

Þjóðhátíðarleikur á Hásteinsvelli

Í dag hefst 17. umferð Bestu deildar karla þegar ÍBV fæ KR í heimsókn. Bæði lið í baráttu í neðri hluta deildarinnar. KR er í næstneðsta sæti með 17 stig og Eyjamenn eru í níunda sæti með stigi meira. Það má búast við að fjlmennt verði á Hásteinsvelli í dag þar sem mikið af fólki […]

Herjólfshöllin opnuð fyrir gesti Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðarnefnd hefur virkjað viðbragðsáætlun sína vegna veðurs og opnað Herjólfshöllina fyrir gestum Þjóðhátíðar. Þar geta gestir leitað skjóls og gist í öruggu skjóli meðan gul viðvörun er í gildi sunnanlands. Gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Þetta segir í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd. Þar segir jafnframt að gestum sé heimilt […]

„Um fátt annað hugsað en komandi Þjóðhátíð”

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða frá Akureyri á þriðjudag í síðustu viku að aflokinni skveringu í slippnum þar. Skipið var í slipp í einar fimm vikur og lítur býsna vel út að því loknu. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vefsíðu Síldarvinnslunnar og er hann fyrst spurður hvernig veiðar hafi gengið eftir […]

Húkkaraballið fór vel fram – myndir

Mikill mannfjöldi er kominn til Vestmannaeyja og búist er við að fjöldi fólks leggi leið sína til eyjarinnar í dag. Í gærkvöld fór hið árlega Húkkaraball fram í blíðu veðri og var nóttin fremur róleg og góður bragur yfir skemmtanahaldinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Lögreglan hefur sem fyrr mikinn […]

Mannvirkin vígð í Herjólfsdal – myndir

Löng hefð er fyrir því að vígja nokkur Þjóðhátíðar-mannvirki í dalnum á fimmtudegi fyrir hátíð. Einhverjir taka forskot á sæluna og er oft mikið stuð í dalnum. Myllan, Vitinn og Hofið voru vígð í gærkvöldi.  Venju samkvæmt voru smá sendingar voru á milli forsvarsmanna Vitans annars vegar og Myllunnar hins vegar. Aðstandendur Hofsins voru eingöngu […]

Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Suðurland og Miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 1. ágúst kl. 22:00 og gildir hún til 2. ágúst kl. 02:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverð rigning. Tjöld geta fokið og fólk er hvatt til að huga að […]

Þjóðhátíð að bresta á – myndir og myndband

Nú er innan við sólarhringur þar til að Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður sett í Herjólfsdal. Hátíðargestir eru farnir að streyma til Eyja og er undirbúningur í hámarki hvert sem litið er. Halldór B. Halldórsson og Óskar Pétur Friðriksson hafa verið á fartinu í dag og má sjá myndefni frá þeim hér að neðan. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.