Nýr farsældarhraðall til að efla menntun og lífsgæði íslenskra barna

Andvari er ný stofnun sem hefur það markmið að stuðla að farsæld íslensku þjóðarinnar. Starfið er rekið án hagnaðarsjónarmiða og er fjármagnað af sex fjölskyldum sem standa að verkefninu. „Ísland stendur frammi fyrir stórum áskorunum þegar kemur að börnum okkar, menntun og heilbrigði,“ segir Tryggvi Hjaltason, framkvæmdastjóri Andvara. „Ef ekkert breytist gæti innan fimm ára […]
Framlengja samning um móttöku flóttafólks

Vestmannaeyjabær hefur framlengt þjónustusamning við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks til 31. desember 2025. Um er að ræða viðauka við eldri samning sem tók gildi í upphafi árs 2024. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Péturssyni, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, tryggir samningurinn að bæjarfélagið fái greiddan allan kostnað vegna þjónustu sem tengist móttöku flóttafólks. […]
Fram fær ÍBV í heimsókn

Í dag verður 8. umferð Olís deildar kvenna leikin. Klukkan 15.00 mætast Fram og ÍBV í Lambhagahöllinni. ÍBV er í fjórða sæti með 8 stig en Fram er í því sjötta með 5 stig úr 7 leikjum. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Dómarar Lið Lau. 01. nóv. 25 14:00 8 Skógarsel KG/MKJ ÍR – […]
Eyjalífið í gegnum linsu Óskars Péturs

Ljósmyndasýning Óskars Péturs Friðrikssonar opnaði í Safnahúsinu í gær og er hluti af dagskrá Safnahelgarinnar í Eyjum. Nokkrir tugir gesta mættu á opnunina þar sem Óskar Pétur sagði frá tilurð bókarinnar Westman Islands. Fáir eru þeir viðburðir í Vestmannaeyjum á síðustu árum og áratugum sem Óskar Pétur hefur ekki fest á filmu. Úrval mynda hans […]
Metallica tribute tónleikar á Háaloftinu

Fyrr á árinu voru haldnir tónleikar í Höllinni til heiðurs hljómsveitarinnar Nirvana, þar sem 31 ár var liðið síðan söngvari hljómsveitarinnar Kurt Cobain lést. Tónleikarnir heppnuðust ótrúlega vel og var stemningin æðisleg. Spilað var fullt af lögum af öllum þeim breiðskífum sem Nirvana gaf út á sínum tíma og voru áhorfendur mjög ánægðir með hvernig […]
Safnahelgin: Enn einn dagskrárliður felldur niður

Því miður þarf að fresta bókakynningu Emblu Bachmann sem átti að vera kl. 11 í fyrramálið, laugardaginn 1. nóvember. Nýr tími verður auglýstur síðar. Þetta segir í tilkynningu frá skipuleggjendum Safnahelgar. Áður hafði verið tilkynnt um að tónleikum Pálma Sigurhjartarsonar og Stefaníu Svavarsdóttur sem vera áttu í kvöld hafi verið aflýst. Einnig var tilkynnt um […]
Eyjaskip í vísindaleiðangri umhverfis Ísland

Togararnir Þórunn Sveinsdóttir VE og Breki VE frá Vinnslustöðinni voru meðal skipa sem tóku þátt í þrítugustu stofnmælingu botnfiska að haustlagi, svokölluðu haustralli, sem lauk 17. október síðastliðinn. Auk þeirra sigldi rannsóknaskipið Árni Friðriksson HF, og tóku alls um 80 starfsmenn þátt í verkefninu. Í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að skipstjórar hafi verið […]
Konunglega teboðið færist

Konunglega teboðið sem átti að vera kl. 14:00 á morgun, laugardag, færist til um einn dag vegna veðurs. Konungalega teboðið verður á sunnudaginn 2. nóvember kl. 15:00, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Sunnudag kl. 15:00 Sagnheimar: Konunglegt teboð. Guðný Ósk Laxdal heldur erindi um dönsku konungsfjölskylduna en Guðný Ósk heldur úti vinsæla Instagram reikningnum Royal Icelander þar […]
Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Ferðir kl. 18:15, 19:30, 22:00,23:15 falla niður, farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að […]
Sjá um gangbrautavörslu í skammdeginu

Nemendur í 10. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja hefja á mánudaginn næstkomandi gangbrautavörslu við nokkrar fjölfarnar gangbrautir í Vestmannaeyjum. Verkefnið miðar að því að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann og hvetja elstu nemendur til að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan og jákvæðan hátt. Í tilkynningu frá Grunnskóla Vestmannaeyja og Landsbankanum segir að […]