Óeðlilegur fjöldi dauðra dúfa í Eyjum

Matvælastofnun birtir í dag á heimasíðu sinni ábendingu vegna óeðlilegs fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Er almenningi ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna. Tilkynning MAST í heild sinni: „Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Ástæður fyrir dauða fuglanna er í rannsókn. Meðan niðurstöður […]
Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta komið út

Nú er verið að dreifa nýjasta blaði Eyjafrétta til áskrifenda. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni. Hæst ber vissulega Þjóðhátíðin og eru fjölmargar umfjallanir og viðtöl um hátíðina. Einnig er áhugavert viðtal Ásmundar Friðrikssonar við Unnar Guðmundsson frá Háagarði. Þá fá íþróttirnar að venju veglegan sess. M.a. er Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður ÍBV-Héraðssambands í viðtali. […]
Súlurnar settar upp – myndir

Í gær fóru verðandi gestir Þjóðhátíðar í dalinn með tjaldsúlurnar fyrir hvítu tjöldin. Veðrið lék við fólk og vel gekk að koma niður súlunum. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta skellti sér í dalinn og smellti nokkrum myndum. (meira…)
Götulokanir vegna Þjóðhátíðar

Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ er farið yfir götulokanir um Þjóðhátíð. Hér að neðan má sjá götulokanirnar betur útlistaðar. Götulokanir við Lundann, föstudag, laugardag og sunnudag frá 15:00 – 20:00. Götulokanir miðbær, laugardag og sunnudag frá 12:00 – 20:00. (meira…)
Stórleikur hjá stelpunum

Seinni undanúrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram í kvöld þegar ÍBV sækir Breiðablik heim. Eyjaliðið verið að gera mjög góða hluti það sem af er sumri og hefur þrátt fyrir að vera í Lengjudeildinni slegið út Bestudeildarlið á leið sinni í undanúrslitin. Liðið sem sigrar þennan leik í kvöld mætir FH í úrslitum en þær sigruðu […]
Þjóðhátíðarstopp hjá Bergey eftir mokveiði

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur fiskað vel að undanförnu. Farnar hafa verið þrjár veiðiferðir á skömmum tíma og að þeim loknum hefur ávallt verið landað fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum. Skipstjóri í tveimur fyrstu ferðunum var Ragnar Waage Pálmason og var hann ánægður með aflabrögðin. Í samtali við vef Síldarvinnslunnar segir hann að það hafi verið […]
Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði Tenerife

Kona um fimmtugt hlaut fyrsta vinning í Lottó síðastliðinn laugardag og vann rúmar 9,3 milljónir króna í einföldum potti. Miðann keypti hún í Lottóappinu, líkt og hún er vön, og kom vinningurinn henni skemmtilega á óvart, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. „Ég sá að fyrsti vinningur hefði farið á miða keyptan […]
Ný fyrirliðabönd í sölu

Þjóðhátíðarnefnd hefur í ár nýtt átak undir heitinu „Er allt í lagi?“ Skilaboðin eru einföld og skýr og til þess ætluð að minna okkur á að gæta að okkur sjálfum og að hvort öðru. Þannig eru gestir hátíðarinnar hvattir til þess að kanna aðstæður óhikað og spyrja einfaldlega „Er allt í lagi?“ Eyjamenn þekkja mikilvægi […]
Heimaey í dag

Það styttist í Þjóðhátíð og það leynir sér ekki í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem tekið er í Vestmannaeyjum í dag. Auðvitað hefur hann rúntinn í Herjólfsdal þar sem verið er að vinna að uppsetningu þjóðhátíðarmannvirkja. Síðan var stefnan tekin niður á hfn þar sem allt iðaði af lífi. Sjón er sögu ríkari! (meira…)
Sungið í dalnum í eina og hálfa öld

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stærsta tónlistar- og menningarhátíð landsins er framundan. Hún verður sett í Herjólfsdal klukkan 14:30 á föstudaginn að undangengnu “Húkkaraballi” á fimmtudagskvöldið og svo verður hátíð í dalnum framundir mánudagsmorgun. Í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd segire að mörg stærstu nöfn íslenskra tónlistar í dag séu meðal þeirra sem koma fram og þá er ekki […]