Aðventukvöld ÁtVR í Bústaðakirkju – myndir

Aðventukvöld Átthagafélags Vestmannaeyinga Reykjavík var haldið í Bústaðakirkju í gærkvöldi. Þar komu margir Eyjamenn saman og áttu ánægjulega kvöldstund í aðdraganda jóla. Bræðratungbandið, þau Jónas Þórir píanóleikari, Rúnar Ingi Guðjónsson bassaleikari og formaður Átvr ásamt söngvurunum Guðrúnu Erlingsdóttur og Þorsteini Lýðssyni leiddu viðstadda í almennum söng. Þá flutti séra Þorvaldur Víðisson jólahugvekju og jólaguðspjallið var […]

Inflúensufaraldur á uppleið

Einstaklingar í áhættuhópum eru hvattir til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, einnig þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. Inflúensan er fyrr á ferðinni en síðastliðna vetur, […]

Kynjahalli mestur í Eyjum

Ný tölfræði mennta- og barnamálaráðuneytisins og ÍSÍ sýnir að Vestmannaeyjar skera sig úr þegar litið er til kynjahlutfalla í íþróttastarfi. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er það íþróttahérað á landinu sem er með lægsta hlutfall kvenna meðal iðkenda árið 2024. Samkvæmt samantekt ársins í fyrra eru 64,6% iðkenda hjá ÍBV karlar en 35,4% konur. Heildariðkendur eru 2.219. […]

Mesti vindur á Stórhöfða í þrjú ár

Djúp lægð gekk yfir sunnan vert landið í morgun, en Veðurstofan hafði gefið út gular viðvaranir. Veðrið er blessunarlega dottið niður í Eyjum þegar þessi frétt er skrifuð. Í facebook-færslu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings segir að heilt yfir höfum við haft heppnina með okkur að lægðin djúpa hafi ekki komið nær landi en raun ber vitni. […]

Opna nýja upplýsingasíðu um íþróttaiðkun á Íslandi

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur opnað nýja upplýsingasíðu um íþróttaiðkun Íslendinga, þar sem saman eru tekin gögn frá fjölda aðila. Markmiðið er að veita heildaryfirsýn yfir þróun íþrótta og hreyfingar og gera almenningi kleift að nálgast samanburðarhæfa tölfræði á einum stað. Knattspyrna áfram vinsælust Samkvæmt samantekt ársins 2024 er knattspyrna langvinsælasta íþrótt landsmanna, með 32.108 skráða […]

Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar

Johann Ingi Ads IMG 4231 (1)

Undanfarnar vikur hef ég tjáð mig opinberlega um samfélags- og bæjarmál. Viðbrögðin hafa verið fjölbreytt; flest uppbyggileg, en einnig hafa komið fram raddir sem efast um að ungur einstaklingur eins og ég geti skrifað greinar eða tekið þátt í pólitískri umræðu af fullri alvöru. Margir virðast telja að ungur einstaklingur án háskólamenntunar geti einfaldlega ekki […]

Jólaþorp Vöruhússins opnar á sunnudaginn

Kæru vinir. Við eigendur Vöruhússins viljum vekja athygli á því að litla jólaþorpið okkar opnar á sunnudaginn 14.desember kl. 15.  Markmiðið okkar með jólaþorpinu er að allir geti mætt og myndað hefðir og skapað minningar á aðventunni. Þetta lukkaðist gríðarlega vel í fyrra og erum við mjög spennt að taka á móti ykkur aftur í […]

Eyjarnar landa á Austfjörðum

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa verið að veiðum austur af landinu að undanförnu. Rætt er við skipstjórana á fréttasíðu Síldarvinnslunnar í dag. Fyrst var haft samband við Einar Ólaf Ágústsson á Jóhönnu Gísladóttur GK þegar skipið var að landa á Djúpavogi sl. sunnudag. „Við erum með fullfermi núna og það er mest þorskur og ýsa. Aflann […]

Lítið dýpi í Landeyjahöfn

landeyjah_her_nyr

Eftir siglingu Herjólfs til Landeyjahafnar í morgun er ljóst að dýpi í höfninni er of lítið til að hægt sé að halda uppi siglingum til og frá Landeyjahöfn nema við kjöraðstæður. Á myndinni hér fyrir neðan sést dýpið í höfninni. Herjólfur mun því sigla til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum verður […]

Fjórir seiðaskammtar komnir í ræktun hjá Laxey

Laxey Staff Fb

Rúmt ár er nú liðið síðan fyrsti skammtur af seiðum var fluttur í áframeldi í Viðlagafjöru og hefur ræktunin aukist jafnt og þétt á þeim tíma. Síðan þá hafa þrír hópar bæst við og eru nú alls fjórir seiðaskammtar í eldi, auk þess sem vinnsla er hafin. Samkvæmt upplýsingum sem Laxey birtir á Facebook-síðu sinni […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.