Úrgangur verður að verðmætum

Vinnslustöðin hefur tekið í notkun nýja, háþróaða HDF hreinsistöð sem tryggir betri nýtingu hráefna og dregur úr umhverfisáhrifum. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar segir að verkefnið sé unnið í samstarfi við íslenska fyrirtækið Iðnver og þýska tæknifyrirtækið Huber Technology. Með nýju kerfi er hægt að endurheimta fitu og prótein úr fráveitu sem áður fóru til spillis og […]
Brottför seinkar frá Landeyjahöfn

Aðstæður í Landeyjahöfn eru mjög erfiðar eins og stendur, en ölduhæð er 4.8 metrar. Að því sögðu þarf að seinka brottför sem áætluð var kl. 10:45 til 11:45. Afsökum við óþægindin sem það kann að valda, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðir kl. 12:00, 13:15, 14:30, 15:45 falli niður vegna […]
Safnahelgin: Breytingar á dagskrá dagsins

Safnahelgin í Vestmannaeyjum hófst í gær og heldur áfram í dag. Þó er veðrið og samgöngurnar að setja mark sitt á dagskrá dagsins. Vegna veðurs er því miður búið að aflýsa tónleikunum í Eldheimum. Ný tímasetning verður auglýst síðar. Föstudagur 31. október 18:00-20:00 Bókasafn: Grikk eða gott. Í tilefni af Hrekkjavöku verður Bókasafnið opið […]
Breytt áætlun í Landeyjahöfn

Fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf. að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar skv. eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Ferðir kl. 08:15 og 09.30 falla niður. Ölduspá á að fara hækkandi þegar líða tekur á morguninn, tilkynning vegna ferða kl. 12:00/13:15 verður gefin út fyrir kl. 11:00. Á þessum […]
Allraheilagramessa í Landakirkju

Allraheilagramessa verður í Landakirkju sunnudaginn 2.nóvember kl. 20.00. Kór Landakirkju, Karlakór Vestmannaeyja og Kvennakór Vestmannaeyja munu flytja Requem eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar eru Sólbjörg Björnsdóttir og Geir Jón Þórisson. Matthías Harðar leikur á orgel og Kitty Kovács stjórnar. Á allraheilagramessu minnumst við þeirra sem látist hafa í Vestmannaeyjum eða verið jarðsettir í kirkjugarði Vestmannaeyja síðastliðna […]
Reglubrautin, ferðamenn og mannlífið

Í myndbandi dagsins tekur Halldór B. Halldórsson ykkur með í ferð um Reglubrautina, sem er ein af elstu götum bæjarins. Þar hafa staðið yfir framkvæmdir undanfarin misseri. Halldór fer á fleiri staði um Eyjarnar. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Skemmtiferðaskip í Klettsvík

Skemmtiferðaskipið Vasco da Gama kom til Vestmannaeyja í morgun og vakti mikla athygli. Það er óvenjulegt að skemmtiferðaskip komi til Eyja á þessum árstíma, en áhöfnin nýtti tækifærið til að kynna farþegum íslenskt mannlíf og náttúru í vetrarbúningi. Skipið liggur í Klettsvíkinni og smellti Óskar Pétur Friðriksson meðfylgjandi myndum. (meira…)
Gular viðvaranir víðast hvar – uppfært

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs fyrir eftirtalin svæði: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 31. okt. kl. 09:00 og gildir til 1. nóv. kl. 07:00. Í viðvörunartexta segir: Hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s undir Eyjafjöllum. Búast […]
Örfá sæti eftir á Dömukvöld ÍBV!

Dömukvöld handknattleiksdeildar ÍBV verður haldið á morgun, föstudaginn 31. október í Golfskálanum. Húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl 20:30, segir í tilkynningu frá dömukvöldsnefnd handknattleiksdeildar ÍBV. „Glæsilegir smáréttir frá Vöruhúsinu. Nammibarinn verður á sínum stað. Veislustjóri er eyjamærin Hrund Scheving. Einar Ágúst kemur til okkar og tekur lagið. Kvöldið endar með því að […]
Nýtt tölublað Eyjafrétta: 44 síðna blað komið út

Næsta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er fjölbreytt efni í blaðinu þar sem lesendur fá innsýn í mannlíf, framkvæmdir, atvinnulíf og menningu í Vestmannaeyjum. Í blaðinu er m.a. fjallað um FÍV og sterka stöðu verkmenntunar í Eyjum, auk þess sem Safnahelgin sem fram undan er fær góðan sess. Þá er sagt frá […]