Á annað hundrað manns í kokteilboði VSV

Það var svo sannarlega góð stemning í bæði Eldheimum og í Höllinni í gærkvöldi. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar í dag að alls hafi verið 120 manns skráðir til þátttöku í sjómannaskemmtuninni, frá öllum sex skipum VSV. „Útgerðin bauð bæði skipverjum og mökum þeirra til viðburðarins. Fyrir skemmtunina var haldið kokteilboð í Eldheimum, þar sem […]
Veðurviðvaranir um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir landið allt. Gildir gula viðvörunin fyrir landið allt frá 3. júní kl. 00:00 – 4. júní kl. 00:00. Í viðvörunarorðum segir: Norðan hvassviðri eða stormur, hvassast á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Huga þarf að lausamunum og aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig […]
Golfdagurinn í Eyjum

Golfdagurinn í Vestmannaeyjum fer fram sunnudaginn 8. júní í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Boðið verður upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinnar undir handleiðslu PGA golfkennara, ásamt leikjum og grillveislu fyrir þátttakendur. Golfdagurinn er fyrir alla fjölskylduna en hér er frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni! Golfdagurinn hefst klukkan 13.00 og stendur til kl. 15.00 nk. sunnudag. […]
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Sjómannadagurinn er í dag og er sjómönnum og fjölskyldum þeirra óskað til hamingju með daginn. Boðið er upp á hefðbundna hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Venju samkvæmt hefst dagskráin á sjómannamessu. 13.00: Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur […]
Mæta botnliðinu á Skaganum

Í dag hefst 10. umferð Bestu deildar karla. Á dagskrá eru fimm leikir í dag. Á Skaganum taka heimamenn á móti ÍBV. ÍA er á botni deildarinnar með 9 stig en Eyjaliðið er í sjöunda sæti með 11 stig. Bæði þessi lið sigruðu andstæðinga sína í síðustu umferð. Eyjamenn lögðu þá FH-inga á heimavelli og […]
Nýdönsk í Höllinni – myndir

Það var heldur betur góð stemning á stórtónleikum Nýdanskra í Höllinni í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns mættu til að hlýða á þetta glæsilega band sem starfað hefur óslitið síðan 1987. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari fangaði stemninguna í gegnum linsuna. (meira…)
Fágætissalur opnar í Safnahúsi – myndir

Það var mikið um dýrðir sunnudaginn 18. maí í Safnahúsinu. Þann dag, sem bar upp á alþjóðlega og íslenska safnadaginn, var nýr og sérútbúinn fágætissalur opnaður í Safnahúsi Vestmannaeyja. Af því tilefni var efnt til tvískiptrar dagskrár sem hófst í Ráðhúsi Vestmannaeyja með nokkrum ávörpum en hélt síðan áfram í Safnahúsinu þar sem fágætissalurinn var […]
Sjómannadagurinn: Dagskrá dagsins

Dagskrá dagsins hefst klukkan 11.00 með dorgveiðikeppni. Á sama tíma opnar bílasýning Toyota og Lexus í Akóges. Eftir hádegi er svo sjómannafjör á Vigtartorgi og um kvöldið færist fjörið upp í Höll. Hér að neðan má sjá dagskrá dagsins. 11.00 Dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar o.fl. 11-15 Akóges: […]
Golfmót, bílasýning og stórtónleikar

Dagskrá sjómannadagshelgarinnar heldur áfram í dag. Dagskrá dagsins hófst snemma í morgun með sjómannagolfmóti Ísfélagsins. Klukkan 16.00 verða blóm lögð að minnisvarðanum á Skansinum. Milli klukkan 16-18 verður svo Bílasýning Toyota og Lexus í Akóges. Í kvöld klukkan 21.00 verða svo stórtónleikar í Höllinni þar sem Nýdönsk spilar. Húsið opnar kl. 20.00 og tónleikar hefjast […]
Opnar sýningu í Gallerí Fold Vínarborg

Sýningin “Minningar um landslag” á verkum Bjarna Ólafar Magnússonar opnar á morgun, föstudag kl. 18 hjá Gallerí Fold Vínarborg í samstarfi við Art.Passage.Spittelberg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallerí Fold. Verkin á sýningunni eru unnin með vaxlitum á pappír í byrjun árs 2025. Listamaðurinn leikur sér bæði með minni og minningar. Landslagið er þekkt […]