Safnað fyrir Bergið Headspace í Krónunni

Krónan mun standa fyrir söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace í verslunum sínum um allt land á morgun og á fimmtudaginn, dagana 28. og 29. maí. Þá býðst viðskiptavinum að gefa 500 krónur eða meira á sjálfsafgreiðslukössum og í Skannað og skundað í lokaskrefi afgreiðslu. Upphæðin rennur óskert til Bergsins sem veitir ungmennum á […]

„Þetta var stutt og laggott”

220223 La Cr

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hefði gengið vel. „Þetta var stutt og laggott. Fínasta veður og ágætis veiði. Við byrjuðum á Péturseynni og tókum þar þrjú eða fjögur hol. Síðan færðum við okkur á Ingólfshöfðann og þar […]

Fjórir frá ÍBV í HM-hópi Einars og Halldórs

Eyja_3L2A7741

Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon, landsliðsþjálfarar U-21 karla hjá HSÍ, hafa valið lokahóp sinn fyrir komandi Heimsmeistaramót sem fram fer í Póllandi 18.-29. júní nk. Þjálfararnir völdu m.a. fjóra úr leikmannahópi ÍBV í verkefnið. Það eru þeir Elís Þór Aðalsteinsson, Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. Þeir verða í 16 […]

Vel heppnað herrakvöld – myndir

Knattspyrnudeild ÍBV hélt herrakvöld í Reykjavík á föstudaginn sl.. Sérstakur heiðursgestur var Ásgeir Sigurvinsson. Var honum þakkað sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskar knattspyrnu í tilefni að 70 ára afmæli hans þann 8. maí sl.. Veislustjóri var Martin Eyjólfsson og ræðumenn voru þeir Einar Kárason rithöfundur, Halldór Einarsson oftast kenndur við Henson og Ingólfur Hannesson […]

Á­hrif breytinga á veiði­gjaldi – stað­reyndir og á­hrif nýs frum­varps

F3cea2d0 Bf35 45bf 8283 8afebe297627 Narfi

Á undanförnum árum hefur sífellt verið reynt að þrýsta á um hækkun veiðigjalda með rangfærslum og ósönnum fullyrðingum. Nú liggur fyrir frumvarp sem felur í sér stórfellda hækkun á veiðigjöldum og byggir á fullkomlega óraunhæfum forsendum. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fundaði nýverið með þingmönnum Suðurkjördæmis. Þar útskýrðum við annars vegar ranga útreikninga sem liggja að baki frumvarpinu […]

Toppliðið heimsækir botnliðið

Eyja 3L2A2347

Í kvöld hefst 5. umferð Lengjudeildar kvenna þegar ÍBV heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ. Eyjaliðið farið vel af stað í sumar og unnið þrjá af fjórum leikjum í deildinni. Töpuðu þeim fyrsta en síðan þá hefur liðið verið á flugi. Afturelding er hins vegar án stiga í neðsta sæti deildarinnar. Flautað er til leiks klukkan 18.00 […]

Tilkynning frá Kirkjugarði Vestmannaeyja

kross_kirkjug

Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur nýlega skapast á samskiptamiðlum um ástand Kirkjugarðsins tel ég nauðsynlegt að árétta eftirfarandi. Vorið og sumarbyrjun hafa verið óvanalega hlý og sprettan eftir því. Það starfsfólk sem mun annast sláttinn þetta sumarið verður ekki við vinnu fyrr en að grunnskóla loknum í byrjun júní og því hefur sláttur ekki […]

Iðagrænn Hásteinsvöllur – myndir

default

Það styttist í að hægt verði að leika knattspyrnu á Hásteinsvelli. Nýja grasið er komið á og undanfarna daga hefur verið unniið að lokafrágangi við það. Enn er þó eitthvað eftir. Halldór B. Halldórsson tók meðfylgjandi myndir af vellinum fyrir helgi.   (meira…)

Þriggja daga dagskrá á 400 ára minningarári

tyrkjaran_jakob_smari_erlings.jpg

Á síðasta fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Sögusetrinu 1627. Í erindinu var óskað eftir samstarfi um hlutverk og aðkomu bæjarins í tilefni af því að árið 2027 verða 400 ár liðin frá Tyrkjaráninu í Eyjum. Fram kemur í erindinu að af því tilefni muni Sögusetrið 1627 standa fyrir vandaðri, fjölbreyttri og veglegri þriggja […]

Sextán nemendur útskrifast frá FÍV

Utskrift 2025 Fiv DSC0088

Framhaldsskólanum var slitið í dag og útskrifuðust sextán nemar af fjórum mismunandi brautum. Um 250 nemendur voru skráðir til náms á 12 brautum og um 90 áfangar voru kenndir. Fram kom í máli Thelmu Bjarkar Gísladóttur, aðstoðarskólameistara að aðsókn í iðn- og starfsnám sé mikil og miðað við umsóknartölur í gær er rafmagnið vinsælast að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.