Dömu- og herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV býður Eyjamönnum til tveggja stórviðburða um næstu helgi þegar bæði dömu- og herrakvöld verða haldin í Golfskálanum – og ljóst er að stemningin verður eftir því! Fyrst á dagskrá er dömukvöld handboltans sem fer fram föstudagskvöldið 31. október. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30. Veislustjóri verður Hrund Scheving. Einar Ágúst […]
Álfsnes væntanlegt úr slipp á sunnudag

Sanddæluskipið Álfsnes er væntanlegt úr slipp í Reykjavík næstkomandi sunnudag eftir umfangsmeiri viðgerðir en upphaflega var gert ráð fyrir. Viðgerðir hófust eftir að skipið var tekið upp í slipp í Reykjavík, en í ljós kom að verkefnið væri umfangsmeira en áætlað hafði verið. Af þeim sökum hefur slippdvölin tekið lengri tíma en upphaflega var gert […]
Veturinn heilsar með viðvörunum

Fyrsti vetrardagur var síðastliðinn laugardag. Ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrstu lægð vetrarins en hún nálgast nú landið. Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 28. okt. kl. 18:00 og gildir til kl. 12:00 á miðvikudag. Í viðvörunarorðum segir: Líkur á snjókomu eða […]
Framkvæmdir hafnar við Áshamar 77

Jarðvegsvinna er hafin við Áshamar 77 þar sem rísa mun nýtt fjölbýlishús með bílakjallara. Framkvæmdirnar eru í samræmi við nýlega samþykkta skipulagsbreytingu sem markar næsta skref í þróun íbúðabyggðarinnar við Hamarsskóla. Tillagan að breyttu deiliskipulagi fyrir Áshamar 75 og 77 var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í maí síðastliðnum og síðar staðfest af bæjarstjórn Vestmannaeyja. […]
Þrír leikir hjá ÍBV í dag

Það verður líf og fjör í íþróttum Eyjanna í dag þar sem lið ÍBV leika þrjá leiki í mismunandi greinum. Fyrst mætast ÍBV og KA í knattspyrnu á Hásteinsvelli kl. 12:00, þar sem heimamenn leita eftir mikilvægum stigum í lokaleik mótsins, en sigurvegari leiksins hlýtur Forsetabikarinn. Rétt er að taka fram að KA nægir jafntefli […]
Búnir á síldveiðum í bili

Vinnslustöðin lauk um síðustu helgi vinnslu frá síðustu löndunum af norsk-íslenskri síld og hefur þar með formlega lokað þeirri vertíð. „Við kláruðum að vinna restina af NÍ-síldinni um helgina,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við vefsíðu fyrirtækisins. Hann segir að nú séu teknar við kolmunnaveiðar og eru skipin farin til veiða. „Bátarnir eru á kolmunna […]
Hafna öllum ásökunum

Fyrirtækið Kubbur ehf. staðfestir að embætti héraðssaksóknara hafi framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu í gær vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í tilkynningu sem birtist á vef fyrirtækisins í morgun kemur fram að yfirheyrslur hafi jafnframt farið fram yfir stjórnendum Kubbs vegna málsins. „Kubbur ehf. hafnar öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum,“ segir í tilkynningunni. Fyrirtækið […]
Álfsnes lengur í slipp

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í og við Landeyjahöfn undanfarnar vikur, verður lengur í slippnum í Hafnarfirði en upphaflega var áætlað. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. Álfsnes fór í slipp á mánudaginn vegna bilunar sem kom upp í skipinu, eins og fram kom í frétt Eyjafrétta í […]
Bæjarráð samþykkir hagræðingu í fræðslumálum

Í kjölfar nýrra kjarasamninga Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti bæjarráð Vestmannaeyja á fundi sínum tillögur um hagræðingu í fræðslumálum. Markmið tillagnanna er að mæta auknum kostnaði samninganna án þess að skerða þjónustu við nemendur. Á 3236. fundi bæjarráðs var skipaður faghópur til að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um mögulegar hagræðingar. […]
Rannsaka ætluð brot fyrirtækja í úrgangsþjónustu

Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi í dag húsleitir og aðrar rannsóknaraðgerðir vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu. Aðgerðirnar eru hluti af rannsókn sem byggir á kæru Samkeppniseftirlitsins og beinast að meintum brotum starfsmanna fyrirtækjanna á samkeppnislögum. Fram hefur komið að fyrirtækin sem um ræði séu Terra og Kubbur. Rannsaka samráð um tilboð og markaðsskiptingu […]