Hagar sér enn eins og ríki í ríkinu

Uteyjar Karl Gauti 25

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins var fyrstur á mælendaskrá undir liðnum um störf þingsins á þingfundi í dag. Þar ræddi hann þjóðlendumálið, svokallaða. Hann sagði að það væri of langt mál að fara yfir þann hrikalega leiðangur fjármálaráðherra varðandi kröfulýsingar um þjóðlendur, eyjar og sker. Verið að fara í óþarfan og óskiljanlegan leiðangur með tilheyrandi […]

Ný stjórn Á.t.V.R. – fjölbreytt dagskrá framundan

Á aðalfundi Á.t.V.R. þann 28. maí sl. var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa: Rúnar Ingi Guðjónsson, formaður, Petra Fanney Bragadóttir, varaformaður, Hjördís Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, ritari og Ófeigur Lýðsson, samfélagsmiðlar. Í tilkynningu frá félaginu segir að félagið undirbúi nú fjölbreytta dagskrá fyrir komandi starfsár. Þar má nefna regluleg söngkvöld, spilavist/spilakvöld, stuðningsmannakvöld með ÍBV […]

Stórleikur í bikarnum – myndband

Í dag er komið að sannkölluðum bikarslag í handboltanum. ÍBV B tekur þá á móti Herði frá Ísafirði í 32 liða úrslitum. Eyjaliðið er að hluta til skipað gömlum kempum sem ætla sér langt í bikarnum í ár. Hópur ÍBV er sem hér segir (fjöldi leikja og mörk með ÍBV): Markverðir  Björn Viðar Björnsson (106/3) […]

ÍBV sækir Breiðablik heim

Lokaleikir Bestu deildar karla fara fram í dag, en af þeim loknum tekur við úrslitakeppni, þegar efri sex liðin keppa um titilinn og neðri sex liðin berjast um að halda sæti sínu í deildinni. ÍBV mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópvogsvelli. Blikar eru í fjórða sæti með 33 stig en Eyjaliðið er í áttunda sæti með […]

Saltfisksala ÍBV

Bryggjudagur 2022 Opf

Saltfisksala verður hjá meistaraflokkum ÍBV í handbolta, á morgun, sunnudaginn 14. september milli kl. 14:00 og 16:00 á Skipasandi. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að boðið sé upp á ljúffengan saltfisk á frábæru verði – styðjum um leið meistaraflokkana okkar! Þorskhnakkar (beinlausir) – 3.500 kr/kg. Flök (beinlaus) – 2.500 kr/kg. Nýjar íslenskar kartöflur – 750 […]

Stelpurnar mæta KA/Þór fyrir norðan

Eyja 3L2A9749

Heil umferð verður leikin í Olís deild kvenna í dag. Á Akureyri tekur KA/Þór á móti ÍBV. Bæði lið sigruðu leiki sína í 1. umferð. Eyjakonur unnu Fram á meðan norðanstúlkur sigruðu Stjörnuna. Flautað verður til leiks klukkan 13.30 í KA heimilinu í dag. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Lið Lau. 13. Sept. 25 […]

Seinkun hjá Baldri vegna bilunar – uppfært

20250909 203208

Baldur átti að sigla frá Landeyjahöfn klukkan 17.00 en var hins vegar að leggja úr höfn þegar þessi frétt er skrifuð kl. 17.50. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er um að ræða bilun í stjórnbúnaði skipsins sem tókst að gera við. Í tilkynningu frá Herjólfi sem var að birtast á facebook síðu félgsins segir að Baldur sé […]

Veiðar og vinnsla í fullum gangi hjá Vinnslustöðinni

Vsv 24 IMG 6301

Makrílvertíðinni er lokið og nú taka við veiðar á síld og kolmunna hjá Vinnslustöðinni. Haft er eftir Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á vefsíðu fyrirtækisins að Gullberg VE hafi landað kolmunna í Eyjum á þriðjudaginn og fór aflinn í bræðslu. „Aflinn fékkst í Rósagarðinum. Veiðin er búin að vera mjög góð í kolmunnanum og þeir […]

Baldur með undanþágu til siglinga í Þorlákshöfn

Baldur OPF 20250911 151359

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna á slipptöku Herjólfs og afleysingarskipi á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að Herjólfur sé kominn í slipp í Hafnarfirði, en gert er ráð fyrir að slippurinn taki um tæpar þrjár vikur. Helstu verkefni í slippnum eru einkum tvenn. Annars vegar málun og hins vegar upptaka veltiugganna. Skipið verður […]

ÍBV og Stjarnan mætast

Tveir leikir fara fram í 2. umferð Olís deildar karla í kvöld. Í Vestmannaeyjum taka heimamenn á móti Stjörnunni. Eyjamenn sigruðu HK í 1. umferð á meðan Stjarnan tapaði gegn Val á heimavelli. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Lið Fös. 12. Sept. 25 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.