Löggjafinn ræður leikreglum

DSC_8177

Allt frá því að frumvarp um verulega og fyrirvaralausa hækkun veiðigjalds var lagt fram hafa fjölmargir hagaðilar um allt land varað við áhrifum þess. Þar á meðal hafa verið sveitarfélög og fyrirtæki í sjávarútvegi, iðnaði, tækni og nýsköpun. Ekki hefur reynst vilji til þess að ræða álitamálin þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á […]

Glimrandi vika hjá Bergey

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur landað tvisvar í heimahöfn í Eyjum í þessari viku. Jón Valgeirsson skipstjóri er ánægður með gang veiðanna. Haft er eftir honum á vefsíðu Síldarvinnslunnar að þeir hafi farið út á fimmtudag í síðustu viku og héldu beint á Pétursey og Vík. „Þar var heldur rólegt. Þá var farið austur á Höfða […]

Heimila lundaveiði 25. júlí – 15. ágúst

lundaveidi

Umhverfis- og skipulagsráð hefur samþykkt að heimila lundaveiði í Vestmannaeyjum. Veiði verður heimil dagana 25. júlí – 15. ágúst 2025. Ráðið telur afar mikilvægt að stýring veiða á lunda í Vestmannaeyjum taki á öllum stundum fyrst og fremst mið af viðkomu stofnsins. Samkvæmt lögum er veiðitímabil lunda að öllu jöfnu frá 1. júlí – 15. […]

Ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar á aðbúnaði

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var tekið fyrir mál af fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem vísað var til bæjarráðs. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafi setið fundinn í málinu og fylgt eftir minnisblaði er varðar aðstöðu og umhverfi sorpmóttökustöðvar við Eldfellsveg. Fyrir liggur að ráðast þarf í brýnar umbætur og lagfæringar […]

Eyjamenn ekki fleiri í 30 ár

Opf 20250704 155558

​Íbúum Vestmannaeyja fjölgaði um 47 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. júlí 2025, samkvæmt tölum sem eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Þann fyrsta júlí sl. stóð íbúafjöldinn í Vestmannaeyjum í 4.765. Á vefsíðu Þjóðskrár eru gefnar upp tölur aftur til ársins […]

Tyrkjaránsdagur 12. júlí 2025

Tyrkjaran Ads 2

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu […]

Vilja láta vinna víðtækara áhrifamat

DSC_7648

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga ítreka afstöðu sína og hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda og þeirra áhyggja sem samtökin hafa komið á fram færi við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Samtökin hvetja þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á […]

Fasteignamatið hækkar um 11,1%

hus_midbaer_bo

Nýtt fasteignamat fyrir árið 2026 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá. Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 11,1% milli áranna 2025 og 2026. Hækkar íbúðahúsnæði m.a. um 11,4% og atvinnuhúsnæði um 9,9% milli ára. Líkt og á mörgum stöðum á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. […]

ÍBV fær liðsstyrk

Knattspyrnumaðurinn Þorri Heiðar Bergmann hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið. Þorri hefur leikið með þremur yngri landsliðum Íslands, U15, U16 og U17 síðustu ár. Hann kemur til liðsins frá Víkingi Reykjavík þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokkana, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Þar segir jafnframt að Þorri sé nú […]

Magdalena semur við ÍBV

Knattspyrnukonan unga Magdalena Jónasdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún er 17 ára á árinu. Magdalena hefur leikið upp alla yngri flokka ÍBV og hefur leikið þar fjölmargar stöður, nánast allar á vellinum. Nú leikur hún aðallega sem vinstri bakvörður en hún hefur gott vald á spyrnutækni með báðum fótum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.