Blandaður afli hjá Eyjunum

Eyjaskipin Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði í Þorlákshöfn í gær. Rætt er við skipstjóranna á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar eru þeir spurðir fregna af veiðiferðinni. Jón Valgeirsson á Bergey lét vel af sér. „Við hófum túrinn út af Sandgerði en þar var þokkalegt skjól. Síðan var haldið á Sannleiksstaði út af Þorlákshöfn og þar […]
Myndband dagsins: Uppbygging Laxeyjar í Viðlagafjöru

Í dag beinum við sjónum að uppbyggingu Laxeyjar í Viðlagafjöru og birtum hér myndband sem sýnir stöðuna í fjörunni í dag. Myndbandið er unnið af Halldóri B. Halldórssyni, sem hefur fylgt framkvæmdinni eftir og fangað mikilvæg augnablik vinnunnar. Uppbyggingin hefur vakið mikla athygli í samfélaginu, en í síðustu viku náðist stór áfangi þegar slátrun á […]
Hvaðan kom fjallið í Goðahrauninu?

Á fyrrum þvottaplani við Goðahraun í Vestmannaeyjum, í miðri íbúðabyggð hefur risið þetta mikla fjall á stuttum tíma. Sennilega blanda af vikri, sandi og jafnvel mold. Er fjallið þakið bálkum úr síldar- eða loðnunót. Spurningin er, hver gaf leyfi fyrir því að hrúga, sennilega þúsundum rúmmetra af efni á þetta fyrrum þvottaplan? Af því er að […]
Ítreka kröfu um aukið fjármagn til hafna

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyjabæjar tekur heilshugar undir áskoranir Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) og Hafnasambands Íslands um aukið fjármagn til hafnaruppbyggingar og kallar eftir því að ríkið tryggi Vestmannaeyjahöfn nauðsynlegt fjármagn til að mæta framtíðaráskorunum. Þetta kom fram á fundi ráðsins þar sem hafnarstjóri fór yfir samþykkt frá ársþingi SASS, sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri […]
Dýpkun hefst seinnipartinn í dag

Herjólfur ohf. hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá breytingum á siglingum til Landeyjahafnar í dag og næstu daga. Í tilkynningunni kemur fram að siglt verði á flóði í dag, mánudag, með brottförum frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og 19:30, og frá Landeyjahöfn kl. 18:15 og 20:45. Ferðir kl. 22:00 og 23:15 falla […]
Sögur, hlýja og hlátur með Óla Gränz

Það var mikið hlegið í gær í Eldheimum þegar Óli Gränz kynnti nýútkomna endurminningabók sína á frestaðri dagskrá Safnahelgar. Fjölmenni lagði leið sína til að hlýða á þennan ástsæla Eyjamann segja frá lífshlaupi sínu af einlægni, gleði og hreinskilni, eins og honum einum er lagið. Bókin „Óli Gränz“ hefur að geyma endurminningar Carls Ólafs Gränz, […]
Tunglið, tunglið taktu mig

Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. svona hefst texti lagsinsTunglið, tunglið taktu mig eftir Theodoru Thoroddsen. Hann á ágætlega við þessar flottu myndir sem Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta tók seint í gærkvöldi af tunglinu að lýsa upp dimman himininn. Á Stjörnufræðivefnum segir […]
Stórgóð skemmtun á hausttónleikum Lúðrasveitarinnar

Hausttónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja fóru fram í gær í Hvítasunnukirkjunni og heppnuðust með eindæmum vel. Fjölmenni lagði leið sína á tónleikana, sem eru orðinn rótgróinn liður í menningarlífi Eyjamanna – hefð sem nær lengra aftur en elstu menn muna. Lúðrasveit Vestmannaeyja var stofnuð 22. mars 1939 og hefur starfað óslitið síðan þá, sem er einstakt afrek […]
„Stöðugleiki er lykillinn“

Alþjóðlega sjávarútvegssýningin í Qingdao var haldin í 28. sinn í haust og dregur að sér fyrirtæki og gesti alls staðar að úr heiminum. Í viðtali á vef Vinnslustöðvarinnar segir Yohei Kitayama, sölustjóri VSV Japan, sýninguna vera einn mikilvægasta vettvang í heimi fyrir viðskipti með sjávarafurðir og að þátttaka VSV skipti máli til að fylgjast með […]
Jákvæð áætlun þrátt fyrir 120 milljóna framkvæmd

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2026 var tekin til umfjöllunar á fundi framkvæmda- og hafnarráðs og samþykkt til áframhaldandi vinnslu í bæjarstjórn. Samkvæmt áætluninni eru rekstrartekjur hafnarinnar áætlaðar 693 milljónir króna á næsta ári. Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði er hins vegar afar naum og gert ráð fyrir aðeins 43 þúsund króna afgangi. Ástæðuna má rekja til stórra […]