Samráðsferlið hafið

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði nýverið samráð um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samráðsferlið hafi hafist með stórum vinnufundi með öllum skólameisturum í lok september. Þar var farið yfir stjórnsýslulegt hlutverk fyrirhugaðra svæðisskrifstofa auk þess sem samspil […]

Unnið að dýpkun í Landeyjahöfn

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

„Hér fyrir neðan má sjá nýjustu dýptarmælingu í Landeyjahöfn. Ljóst er að dýpið hefur minnkað töluvert. Bæði veður og ölduspá næstu daga gefa til kynna að aðstæður til að sigla fulla áætlun í Landeyjahöfn eru hagstæðar, en um leið og alda hækkar mun þurfa að sigla eftir sjávarföllum,” segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar […]

„Við verðum að nýta tímann fram að áramótum“

Sigurgeir B. Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að félagið skoði nú samstarf við önnur félög til að draga úr áhrifum tvöföldunar veiðigjalda. Hann segir að staðan í sjávarútvegi sé almennt mjög erfið og að nýja skattlagningin bitni sérstaklega á fyrirtækjum á landsbyggðinni. „Já, við höfum gert það,“ segir Binni í samtali við Eyjafréttir aðspurður um […]

Dýpið í Landeyjahöfn skapar frátafir

Síðustu ferðir Herjólfs í kvöld kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 23:15 frá Landeyjahöfn falla niður vegna sjávarstöðu. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þá segir að Herjólfur stefni á að sigla skv. eftirfarandi áætlun á morgun, laugardaginn 11. október: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl […]

Leik ÍBV og Hauka frestað

Handbolti (43)

Í dag átti að fara fram leikur ÍBV og Hauka í Olís deild karla, en vegna slæmra skilyrða í Landeyjahöfn var ákveðið að fella 15:45 ferðina niður í dag og því kemst lið Hauka ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð, að því er segir í tilkynningu frá HSÍ. Þar segir einnig að í vinnureglum mótanefndar […]

Eyjarnar landa í heimahöfn

Bergey 20251009 102412

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa allir landað í vikunni sem er að líða. Á vef Síldarvinnslunnar er greint frá veiðiferðum hvers þeirra. Þar kemur fram að Vestmannaey VE hafi landað í heimahöfn í Eyjum á mánudaginn. Skipið var með fullfermi og lét skipstjórinn, Egill Guðni Guðnason, vel af sér. „Þetta var fínn túr og veðrið var […]

Spurningar vakna um öryggishlutverk Ríkisútvarpsins

Í gær varð rafmagnslaust í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum. Það sem einnig datt út í rafmagnsleysinu voru FM-útsendingar RÚV. Hvorki náðist Rás 1 né Rás 2. Hins vegar voru hljóðvarpsstöðvar Sýnar í lagi á meðan rafmagnslaust var. Bæði Bylgjan og FM voru í loftinu sem og útvarpsstöðin Lindin. Á að tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu […]

Miðdegisferð Herjólfs fellur niður

Herjolfur 2 Cr

Ferðir kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn falla niður vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að aðrar ferðir dagsins séu á áætlun. Á þessum árstíma […]

Hafró: Loðnuráðgjöf upp á tæp 44 þúsund tonn

Byggt á loðnumælinum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði og gildandi aflareglu er ráðlagður hámarksafli 43 766 tonn fyrir fiskveiðiárið 2025/26. Þessi ráðgjöf er í samræmi við upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2024. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2026, segir í […]

Minni tekjur hafnarsjóðs og tjón fyrir ferðaþjónustu

Lettbatur Skemmtiferdaskip Tvö

„Umsvif skemmtiferðaskipa hafa verið mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu Íslands og sérstaklega í sjávarbyggðum. Farþegar skemmtiferðaskipa skapa verulegar tekjur fyrir hafnir, sveitarfélög og þjónustuaðila í landi. Árið 2024 var metár í skipakomum en ný álögur og gjöld sem tóku gildi 2025 hafa þegar haft áhrif á bókanir og framtíðarhorfur,“ segir í minnisblaði Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.