Lokahátíð Raddarinnar haldin í Eyjum

Síðastliðinn þriðjudag var haldin lokahátíð Raddarinnar. Keppnin sem haldin er árlega er upplestrarkeppni 7. bekkjar. Í ár var keppnin haldin í Vestmannaeyjum og komu nemendur úr skólum Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu og Eyjum. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að fyrir hönd GRV hafi keppt þau Bríet Ósk Magnúsdóttir, Hrafnkell Darri Steinsson og Rafael […]
Tímamót í sögu UMFÍ

„Allar hendur voru uppréttar og tillagan var samþykkt samhljóða,“ segir Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV). Tímamót voru á ársþingi bandalagsins í gær þegar samþykkt var samhljóða umsókn ÍBV um aðild að UMFÍ. Með samþykktinni lýkur vegferð sem hófst fyrir meira en aldarfjórðungi enda eru nú öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ í gegnum […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1616. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu, í dag miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir eru um listaverk Ólafs Elíassonar og aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Dagskrá: Almenn erindi 1 202402027 – Listaverk Ólafs Elíassonar 2 202505054 – Aðgerðir gegn […]
Víkingahátíð í samvinnu við Sagnheima

Víkingahátíð verður haldin þann 17. maí nk. á túninu við Safnahús í tengslum við Safnadaga. Hátíðin stendur frá kl. 11:00-17:00. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að víkingafélagið Rimmugýgur úr Hafnarfirði ásamt nýstofnuðu Víkingarfélagi Vilborgu verði hér í Vestmannaeyjum. Ætlunin er að reisa lítið víkingarþorp við Sagnheima. Verða […]
Herrakvöld ÍBV í Reykjavík

Knattspyrnudeild ÍBV heldur herrakvöld í Reykjavík föstudaginn 23. maí nk. í Víkingssalnum/Fram Safamýri 26. Þar er ætlunin að skapa sannkallaða Eyja/ÍBV stemningu og gera þetta að einstaklega skemmtilegu kvöldi, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Þar segir jafnframt að sérstakur heiðursgestur verði okkar ástsælasti sonur, Ásgeir Sigurvinsson. „Við ætlum að koma þarna saman og þakka […]
Framkvæmdir við lundakofann í Höfðanum

Félagar í Lions-klúbbnum í Eyjum nýttu blíðviðrið í gær til að steypa í Stórhöfða. Þeir félagar hafa haft veg og vanda af byggingu og viðhaldi á lundakofanum vinsæla í hlíðum Höfðans. Að þeirra sögn eru þeir nú að byggja við pallinn auk þess að ditta að kofanum. Lundakofinn er vinsælt fuglaskoðunarhús á Stórhöfða. Óskar Pétur […]
KR fær ÍBV í heimsókn í bikarnum

16-liða úrslit Mjólkurbikarsins hófust í gær með leik Selfoss og Þórs þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi. Í kvöld verða fimm leikir háðir. Á AVIS-vellinum tekur KR á móti ÍBV. Liðin mættust um helgina í deildinni og sigraði KR þann leik 4-1. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og er hann í beinni á RÚV […]
Nýtt samstarfsverkefni: Aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum

Í gær fór fram vinnustofa í Vestmannaeyjum undir yfirskriftinni: Aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum og tóku um 70 fagaðilar þátt. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tilefni vinnustofunnar hafi verið að kynna, efla og útvíkka eldra samstarfsverkefni lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, sýslumannsins í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabæjar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á […]
Gísli lætur að sér kveða á þingi

Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi og varaþingmaður tók sæti á Alþingi í gær. Hann leysir af Guðrúnu Hafsteinsdóttur á þinginu. Gísli segir í samtali við Eyjafréttir að hann búist við að vera á þingi fram að helgi. „Allavega í þessu úthaldi,” segir hann. Gísli hélt jómfrúarræðu sína í gær er hann fór í atkvæðaskýringu vegna frumvarps um […]
Fiskirí og slippferð

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE hafa aflað vel að undanförnu. Bergur kom til heimahafnar í Eyjum með fullfermi aðfaranótt sunnudags og Vestmannaey kom í kjölfar hans einnig með fullfermi. Í viðtali við vef Síldarvinnslunnar segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, að hann hafi verið sáttur við túrinn. „Við byrjuðum á Víkinni en flúðum þaðan […]