Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna mikillar ölduhæðar. Brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 07:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðirnar kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30 og 15:45 falla því niður. Farþegar […]
ÍBV heimsækir HK

Tveir leikir fara fram í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign HK og ÍBV í Kórnum klukkan 18.30, en stuttu síðar, klukkan 19.00, mætast Fram og FH í Lambhagahöllinni. Eins og áður segir mætast HK og ÍBV í Kórnum. HK hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og situr […]
Blikur á lofti í atvinnumálum á landsbyggðinni

Í pistli sem birtur er á vef Starfsgreinasambandsins í dag er varpað skýru ljósi á þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við á fjölda atvinnusvæða á landsbyggðinni. Þar segir: Það að dylst engum sem fylgist með umræðunni að blikur eru á lofti í atvinnumálum og innan aðildarfélaga SGS er um þessar mundir barist á öllum […]
ASÍ og SGS í Eyjaheimsókn

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, og Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ, heimsóttu Vestmannaeyjar nýverið að frumkvæði Drífanda stéttarfélags og Sjómannafélagsins Jötuns. Þar tóku á móti þeim Arnar Hjaltalín og Guðný Óskarsdóttir fyrir hönd Drífanda, ásamt Kolbeini Agnarssyni frá Jötni. Baráttumál Eyjamanna á borðinu Á vef Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) er greint frá heimsókninni […]
Revían í Vestmannaeyjum og Mzungu frá Afríku

Laugardaginn 29. nóvember munu tveir rithöfundar kynna nýjar bækur sínar á Bókasafninu. Una Margrét Jónsdóttir segir sögu revíunnar í bók sinni Silfuröld revíunnar. Þar segir hún m.a. frá hinu líflega starfi Sigurgeirs Schevings á níunda áratug síðustu aldar. Silfuröld revíunnar Una Margrét hefur í tæpan áratug helgað sig rannsóknum á sögu íslensku revíunnar en árið 2019 […]
Tilkynning frá Styrktarsjóði Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]
Heimsótti alla framhaldsskóla landsins á innan við tveimur mánuðum

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sótti heim Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í liðinni viku. Lauk þar með heimsókn ráðherra í alla 27 opinberu framhaldsskóla landsins á síðustu sjö vikum. Aldrei fyrr hefur ráðherra heimsótt alla skólana á eins skömmum tíma. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið heimsóknanna hafi verið að ræða málefni framhaldsskóla við […]
Sala jólasælgætis að hefjast

Aðventan er á næsta leiti og eins og undanfarin ár hefja félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli sölu á jólasælgæti þá. Þetta er aðalfjáröflun klúbbsins og rennur allur ágóði sölunnar beint í styrktarsjóð Kiwanisklúbbsins. Markmið Kiwanis er að styðja mikilvæg samfélagsverkefni. Sérstaklega þau sem gagnast börnum og hefur klúbburinn lagt metnað í að styrkja fjölbreytt og góð […]
Samfélagið í brennidepli í nýju blaði Eyjafrétta

Nýtt tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fjölbreyttu og áhugaverðu efni þar sem lesendur fá innsýn í samfélagsmál, viðskipti, mannlíf, listir og menningu í Vestmannaeyjum. Í blaðinu er m.a. ítarleg umfjöllun um stöðu sértækrar frístundaþjónustu fyrir fötluð börn, þar sem Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fer yfir […]
Sveit TV í 4. sæti á Íslandsmótinu í atskák

Íslandsmót skákfélaga í atskák fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen dagana 24.–25. nóvember. Alls tóku 12 sex-manna sveitir þátt í mótinu, frá átta skákfélögum, og sendu sum félög fleiri en eina sveit til keppni. Tímamörk skákanna voru 10 mínútur á mann auk fimm sekúndna viðbótar fyrir hvern leik. Tefldar voru níu umferðir eftir […]