Saltfisksala ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV verður með saltfisksölu í dag, miðvikudag. Í boði verður saltfiskur með roði og beinum – upp á gamla mátann. Verð: 3.000 kr/kg. Fullkominn fyrir þá sem kunna að meta ekta bragð og alvöru hráefni, segir í tilkynningu frá deildinni. Salan er sem fyrr segir í dag frá kl. 17:00 til 19:00 á Skipasandi. […]
Hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið í Eyjum

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann lauk nýverið sínu fjórða ári í GRV. Aðalmarkmið verkefnisins er að efla skólastarf, bæta líðan og árangur nemenda í skólanum. Verið er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og veita þeim áskoranir miðað við færni þannig að þeir vaxi og dafni í sínu námi. Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri […]
Fundur bæjarstjórnar í beinni

1618. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 14:00. Hér fyrir neðan útsendingargluggann má sjá dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1 202506119 – Skipulag nefnda og ráða 2 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar. 3 202505030 – Goslokahátíð 2025 Fundargerðir 4 202506008F – Umhverfis- og […]
Fyrsti makríll vertíðarinnar kominn í hús

Fyrsti makríll vertíðarinnar kom í hús Vinnslustöðvarinnar í morgun þegar Huginn VE kom til Eyja með rúmlega 1000 tonn. Aflinn var aðeins blandaður og var um 80% makríll. Fékkst megnið af honum í Smugunni en á heimleiðinni fengust um 200 tonn af hreinum makríl í íslensku lögsögunni. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að gæði makrílsins […]
Þjóðvegurinn fær ekki forgang

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Herjólfs fyrir hönd stjórnar Herjólfs ohf. þar sem farið er fram á að Herjólfur njóti forgangs í siglingum um Vestmannaeyjahöfn. Fram kemur í bréfinu að það sé hagur bæjarbúa og annarra farþega að hægt sé að treysta því að skipið haldi […]
Framkvæmdir vegna rafstrengja hafnar á Eldfellshrauni

Nú er verið að leggja tvo 66 kV sæstrengi til Vestmannaeyja sem mun stórauka orkuöryggi og rafmagnsafhendingu til Vestmannaeyja. Framkvæmdir eru hafnar á Eldfellshrauni, en leggja þarf strengina í spennustöð við FES en nokkuð flókið var að finna lagnaleið fyrir strengina. Landtaka við Vestmannaeyjar er afar erfið vegna nokkurskonar klettabeltis sem liggur við ströndina. Ekki […]
Andlát: Óskar Jakob Sigurðsson

(meira…)
Júnímetið féll hjá Herjólfi

Farþegaflutningar Herjólfs hafa aldrei verið meiri í júní en í nýliðnum júnímánuði, TM-mótið og Orkumótið draga auðvitað þúsundir farþega til Eyja en auk þess er stríður straumur aðra daga með skipinu. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs ferðuðust alls 72.463 farþegar með Herjólfi í liðnum mánuði sem gerir ríflega 7% fjölgun farþega á milli […]
Segja lundastofninn í hættu

Rannsóknir og vöktun á lundastofninum sýna að lunda hefur fækkað mikið við Íslandsstrendur síðustu 30 ár. Af þeim ástæðum biðla Náttúruverndarstofnun og umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytið til veiðimanna og veitingageirans að gæta hófs við lundaveiðar og sölu á lundakjöti. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá áðurnefndri stofnun og ráðuneyti. Veiðar valda fækkun á lunda Jafnframt […]
Eftirvagn valt

Í morgun varð óhapp á Dalavegi þegar aftanívagn fór á hliðina. Loka þurfti veginum á meðan unnið var að því að koma farminum og fletinu af götunni. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Jónssyni yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum hafði þarna orðið óhapp við flutning farms með þeim afleiðingum að eftirvagninn valt. Hann segir að engin meiðsli […]