Tveir gistu í fangageymslu lögreglunar

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum síðustu nótt en töluverður fjöldi fólks var að skemmta sér. Í nótt gistu tveir einstaklingar fangageymslu lögreglunnar. Annar þar sem hann var ósjálfbjarga vegna ölvunarástands en hinn vegna líkamsárásar sem gerðist fyrir utan skemmtistaðinn Lundann. Einnig fundust fíkniefni á tveimur einstaklingum við komu til Vestmannaeyja. (meira…)

Pítsa á Bárustíg og Gott í Reykjavík

SAMSUNG CSC

Gott hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason er fólk sem slær ekki slöku við og er alltaf með einhver járn í eldinum. Eftir gríðalega góðar móttökur á veitingastaðnum sínum Gott í Vestmannaeyjum síðustu ár er næst á dagskrá að opna Gott í Reykjavík. En það er ekki það eina því fyrir sumarið munu þau hjónin […]

Ljúfir tónar á degi tónlistarskólans – myndir

Í tilefni af degi tónlistarskólanna 2018 var Tónlistarskóli Vestmannaeyja með opið hús laugardaginn 17. febrúar sl. �?ar gafst áhugasömum tækifæri til að heimsækja skólann, ræða við kennarana og að sjálfsögðu prófa hljóðfærin. Ýmsir tónleikar voru í boði frá hæfileikaríkum nemendum skólans sem eru á öllum aldri. Eftir tónleika var hægt að fara um skólann, sjá […]

Lágkúruleg aðför góða fólksins

Hvers eiga dugmiklir þingmenn eins og Ásmundur Friðriksson eiginlega að gjalda í þessu samfélagi? Mega menn ekki sinna sinni vinnu af ákefð og metnaði án þess að verða fyrir barðinu á hinu alræmda góða fólki sem svífst einskis. Fólkinu sem �??setur sjálft sig á hærri siðferðislegan hest en annað fólk. Telur sig þess umkomið að […]

�?etta finnst mér

�?að opnaðist fyrir manni nýr veruleiki, þegar fulltrúi Vegagerðarinnar hafði lokið máli sínu á fundinum uppí Höll síðastliðið miðvikudagskvöld, þar sem málefni nýja Herjólfs voru til umræðu. Nú fer maður að skilja betur af hverju margt varðandi rekstur Herjólfs er svona eða hinsegin. Áhugi fulltrúa Vegagerðarinnar á málefnum Herjólfs og samgöngumálum Eyjanna var akkúrat enginn […]

Aðstæður góðar og bjart framundan

Íbúar í Vestmannaeyjum horfa björtum augum á framtíðina. Ekki einungis telja þeir aðstæður almennt betri en íbúar annarra sveitarfélaga heldur telja þeir að þær eigi ýmist eftir að batna eða haldast jafn góðar. �?essar niðurstöður koma fram í nýlegri mælingu Gallup á svokallaðri “væntingavísitölu” sem mæld er reglulega og fjallað var um á fundi bæjarstjórnar […]

Ekki hægt að skipa tvo skólastjóra yfir GRV

Á fundi fræðsluráðs í vikunni var lögð fram niðurstaða samráðshóps sem skipaður var af fræðsluráði þann 15. janúar sl. En samráðshópur fræðsluskrifstofu, Kennarafélags Vestmannaeyja og skólaráð hefur skoðað kosti og galla þess að hafa einn skólastjóra eða tvo yfir GRV. Ljóst þykir að vegna ákvæða í lögum um grunnskóla er ekki hægt að skipa tvo […]

Samgöngur á sjó

Fjölmennur íbúafundur í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var enn og aftur til marks um það að samgöngur til og frá Eyjum eru mál málanna. Samgöngur milli lands og Eyja eru langhlaup sem halda þarf áfram. Finna verður varanlega lausn sem allir geta sætt sig við. Í mínum huga var mikilvægt að hitta og hlusta á íbúana […]

Valur hafði betur gegn ÍBV

Valur vann ÍBV, 31:28, í Olís­deild karla í hand­bolta í kvöld. Okkar menn voru yfir stærst­an hluta fyrri hálfleiks.Seinni hálfleik­ur var jafn og spenn­andi þangað til í lokin þegar Vals­menn tryggðu sér sig­ur­inn. Eyjamaður­inn Sig­ur­berg­ur Sveins­son var marka­hæst­ur í leikn­um með átta mörk, en Magnús �?li Magnús­son skoraði sjö fyr­ir Val. ÍBV er enn í […]

Er Vegagerðin að fokka í okkur?

�?etta var fínasti fundur í gær, íbúafundurinn sem haldinn var í Höllinni. Um 160 manns mættu, en ég er nokkuð viss að ég hafi verið með þeim yngstu í hópnum. �?egar ég labbaði inn á slaginu 20:00 leit yfir hópinn sem mættur var, þá sá ég fljótlega hver úrslitin yrðu í nafnavalinu á nýju ferjunni. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.