Ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni

Ljósin á jólatrénu á Stakkagerðistúni voru tendruð í gær við hátíðlega athöfn þar sem fjölmennt var og jólastemningin í fyrirrúmi. Dagskráin hófst á tónflutningi Lúðrasveitar Vestmannaeyja sem lék nokkur vel valin lög. Helga Jóhanna Harðardóttir, varaforseti bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og síðan tóku Litlu lærisveinar, undir stjórn Kitty Kovács, við og sungu jólalög. Þá flutti Viðar […]
Fundu enga myglu í Hamarsskóla

Vestmannaeyjabæ barst tilkynning frá skólastjóra Hamarsskóla rétt fyrir vetrarleyfi grunnskólans vegna grunsemda um mögulega myglu í skólanum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjafrétta höfðu þá komið fram áhyggjur af loftgæðum í ákveðnum rýmum og einn kennari farið í veikindaleyfi. Bæjarfélagið brást tafarlaust við tilkynningunni. Kallaðir voru til sérfræðingar til að framkvæma mælingar og meta hvort um myglu […]
Andlát: Stefán Runólfsson

Stefán Runólfsson fæddist í Vestmannaeyjum 10. september 1933 og lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 27. nóvember sl.. Stefán hóf ungur að vinna við fiskvinnslu og 16 ára, hóf hann störf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sem aðstoðarverkstjóri og var yfirverkstjóri hjá fyrirtækinu á árunum 1953–1962. Hann var framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur 1962–1963 og yfirverkstjóri hjá Fiskiðjunni hf. […]
Næstu ferðir til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir enn fremur að brottför frá Vestmannaeyjum verði kl. 14:30, 17:00, 19:30 og 22:00, og frá Landeyjahöfn kl. 15:45, 18:15, 20:45 og 23:15. Á morgun, laugardag, er stefnt á að sigla einnig til Landeyjahafnar samkvæmt áætlun og þar til annað […]
Spurningum svarað um efnishleðslu í Goðahrauni

Talsverð óánægja hefur komið upp meðal íbúa í vesturbæ Vestmannaeyja vegna umfangsmikillar upphleðslu jarðefna á gamla þvottaplaninu í Goðahrauni. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af sjónmengun og áhrifum efnisins á nánasta umhverfi. Í kjölfar umfjöllunar á Eyjafréttum var Vestmannaeyjabæ send fyrirspurn um málið, þar sem meðal annars var spurt hver hefði veitt leyfi fyrir […]
„Sóknargjöld skipta Landakirkju gífurlegu máli“

Sóknargjöld hafa lengi verið til umræðu í samfélaginu, bæði hvað varðar upphæð, réttlæti og áhrif á starf kirkjunnar. Ritstjóri Eyjafrétta ræddi við sr. Viðar Stefánsson, prest í Landakirkju um hvernig kerfið virkar, hversu mikið það skiptir söfnuðinn og hvað Eyjamenn ættu að hafa í huga áður en skráning í trúfélag er uppfærð þann 1. desember. […]
Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg

Þar sem ég hef á síðustu misserum farið að tjá mig meira um pólitík langar mig að halda áfram, nú um bæjarmálin. Mér finnst oft eins og umræðan hér í Eyjum sé lágstemmd og að lítið heyrist frá stjórnarandstöðunni. Eins og hún hafi verið dáleidd. Það er eins og meirihlutinn vilji lágmarksumræður svo sem fæstir […]
Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna mikillar ölduhæðar. Brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 07:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðirnar kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30 og 15:45 falla því niður. Farþegar […]
ÍBV heimsækir HK

Tveir leikir fara fram í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign HK og ÍBV í Kórnum klukkan 18.30, en stuttu síðar, klukkan 19.00, mætast Fram og FH í Lambhagahöllinni. Eins og áður segir mætast HK og ÍBV í Kórnum. HK hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og situr […]
Blikur á lofti í atvinnumálum á landsbyggðinni

Í pistli sem birtur er á vef Starfsgreinasambandsins í dag er varpað skýru ljósi á þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við á fjölda atvinnusvæða á landsbyggðinni. Þar segir: Það að dylst engum sem fylgist með umræðunni að blikur eru á lofti í atvinnumálum og innan aðildarfélaga SGS er um þessar mundir barist á öllum […]