Mæta botnliðinu á útivelli

Í kvöld hefst 9. umferð Olís deildar karla er fram fara fjórir leikir. Í fyrsta leik kvöldsins mætast ÍR og ÍBV og er leikið í Skógarseli. ÍR-ingar hafa farið illa af stað og eru á botninum með aðeins 1 stig úr fyrstu átta leikjunum. Eyjaliðið er hins vegar í efri hluta deildarinnar, nánar tiltekið í […]
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlýtur Íslensku menntaverðlaunin 2025

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki iðn- og verkmenntunar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir nemendur, kennara og allt samfélagið í Eyjum,“ segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari FÍV. „Við erum afar stolt af því starfi sem hér fer fram og þakklát fyrir þann mikla stuðning sem […]
Miðflokkurinn á flugi í Suðurkjördæmi

Nýjustu niðurstöður úr Þjóðarpúlsi Gallup sýna að nokkrar breytingar hafa orðið á fylgi flokka í Suðurkjördæmi frá síðustu mælingu.Helst ber að nefna að Miðflokkurinn eykur fylgi sitt verulega milli mánaða og nálgast nú Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt könnuninni, sem Gallup framkvæmdi dagana 1. október til 2. nóvember 2025, mælist Samfylkingin með 24,8% fylgi í Suðurkjördæmi, […]
Landeyjahöfn síðdegis – Þorlákshöfn í fyrramálið

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferjan stefni á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, miðvikudaginn 5. nóvember. Samkvæmt nýrri áætlun verður brottför frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 (áður 17:00) og brottför frá Landeyjahöfn klukkan 20:15 (áður 20:45). Aðrar ferðir dagsins falla niður. Ef frekari breytingar verða á siglingum mun Herjólfur gefa út tilkynningu […]
Afhending menntaverðlauna í kvöld

Í kvöld fer fram afhending Íslensku menntaverðlaunanna 2025 á Bessastöðum. Verðlaunin verða veitt fyrir framúrskarandi skólastarf, verkefni og kennslu og verða afhent í sérstökum þætti á RÚV kl. 20.15. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (FÍV) er meðal tilnefndra í ár, fyrir framúrskarandi starf í kennslu málm- og vélstjórnargreina. Tilnefningin er í flokknum Iðn- eða verkmenntun, þar sem […]
Umferðarslys á Strandvegi í morgun

Umferðarslys varð á Strandveginum í morgun þegar bifreið og bifhjól lentu saman. Lögregla var kölluð á vettvang og var götunni lokað um stund á meðan unnið var að vettvangsrannsókn. Eyjafréttir óskuðu eftir upplýsingum frá Stefáni Jónssyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum, sem staðfestir eftirfarandi: „Þarna hafði orðið umferðaróhapp milli bifreiðar og bifhjóls. Bifhjólið er mikið […]
Nýtt félag tekur við efnisvinnslunni í Eyjum

Vestmannaeyjabær hefur gert 10 ára samning við Efnisvinnslu Vestmannaeyja ehf. um rekstur efnisvinnslu á svæði AT-2. Samningurinn tók gildi 1. nóvember síðastliðinn. Í frétt á vef bæjaryfirvalda segir að félagið fái heimild til vinnslu og sölu á malarefni, þar sem lögð verði sérstök áhersla á öryggi og umhverfisvernd í allri starfsemi. Samningurinn tryggir reglulegt eftirlit […]
Lionsmenn gáfu lögreglunni hjartastuðtæki

Lögreglan í Vestmannaeyjum tók vel á móti Lionsmönnum í gær þegar þeir komu færandi hendi með tvö hjartastuðtæki að gjöf. Tækin verða staðsett í lögreglubifreiðum og eru gefin til minningar um Ægi Ármannsson, félaga í Lionsklúbbnum sem lést í ársbyrjun. Lögreglumenn sýndu gestunum aðstöðu sína og buðu upp á notalegt kvöldkaffi. Þar gafst tækifæri til […]
Aglow-fundur í Landakirkju

Aglow-fundur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 19:30 í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Á fundinum mun Guðbjörg Guðjónsdóttir flytja erindi þar sem hún segir frá móti sem hún sótti í Skotlandi. Einnig mun Vera Björk leiða íhugun sem byggð er á bók sr. Þorvaldar Víðissonar, Gimsteinninn. Að lokinni dagskrá verður kaffi, söngur og […]
Lúðrasveitin blæs til hausttónleika

Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur sína árlegu hausttónleika nú um komandi helgi, laugardaginn 8. nóvember kl. 16:00. Tónleikarnir fara fram í Hvítasunnukirkjunni og gengið verður inn Hallarlundsmegin. Lúðrasveitin hefur starfað óslitið frá stofndegi 22.mars 1939 og hafa hausttónleikarnir verið hluti af starfinu lengur en elstu menn muna. Að geta haldið úti slíku starfi í bæjarfélagi sem okkar […]