Gríðalegt hagsmunamál fyrir íbúa Vestmannaeyja

eyjar-vatnsleidsla.jpg

Áætlað er að ný vatnsleiðsla, svokölluð NSL4 almannavarnalögn, verði lögð á milli lands og Eyja næsta sumar. Um er að ræða umfangsmikla og dýra framkvæmd sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum telja að ríkið eigi að standa straum af, þar sem lögnin sé hluti af almannavörnum landsins. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar áttu fund með fjármálaráðherra í lok september þar […]

Andlitsblindur

MyndGJÁ

Það er vinalegt í Vestmannaeyjabæ. Haustið er komið og rútínan komin í fullan gang. Kótilettukvöldið í Höllinni, Lundaballið og Þorlákshöfn. Allt eins og það á að vera. Ég hef nú þegar náð að lifa af fjóra vetra í Eyjum og get með sanni sagt að það er ekkert leiðinlegt við veturinn í Vestmannaeyjum. Samfélagið hreinlega […]

Vara við áhrifum fjárlagafrumvarps á heimili og velferðarkerfi

Althingishus Tms Cr 2

Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi komandi árs. Þetta kemur fram í ítarlegri umsögn ASÍ um frumvarpið, þar sem sambandið lýsir áhyggjum af áhrifum aðgerðanna á heimili landsins og velferðarkerfið í heild. Niðurskurður bitnar á veikustu hópunum Í umsögninni er vakin athygli á svonefndum „hagræðingaraðgerðum“ […]

Ísfisktogararnir með góðan afla

bergey_opf

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa bæði verið að veiðum fyrir austan og vestan landið að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Djúpavogi á sunnudag og er að landa í Grindavík í dag. Vestmannaey VE landaði í Grundarfirði á mánudag og var síðan að landa í Hafnarfirði í gær. Þá landaði Bergey VE í Neskaupstað í fyrradag. […]

Nær öll heimili í Vestmannaeyjum komin með ljósleiðara

Míla gekk nýverið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestmannaeyjum. Kaupin fela í sér sameiningu ljósleiðarakerfa Mílu og Eyglóar á svæðinu.  Uppsetning heimila nú innifalin  „Auk þess að þjóna öllum fjarskiptafyrirtækjum til jafns bjóðum við upp á innifalda uppsetningu við tengingu, svo nær öll heimili ættu nú að geta haft greiðan aðgang að hröðum, öruggum […]

Vestmannaeyjar í dag

Einmuna blíða var í Eyjum í dag. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér til að mynda og fer hann með okkur vítt og breitt um Eyjuna. Byrjar hjá Urðavita, flýgur yfir Viðlagafjöru. Því næst á hafnarsvæðið og þar fáum við að sjá framkvæmdirnar á Gjábakkabryggju. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Innilauginni lokað vegna viðhalds

Sundlaug Opf 20250320 203232

Vegna endunýjunar á hreinsikerfi sundlaugarinnar verður innilaugin lokuð frá og með 20. október. Á meðan á lokuninni stendur verður einnig farið í viðgerðir á yfirfallsrennum og kanti sundlaugarinnar. Þetta segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu bæjaryfirvalda. Þar segir jafnframt að reiknað sé með að framkvæmdir taki um sex vikur og er stefnt að […]

Sex umsagnir bárust um deiliskipulag við Rauðagerði

raudagerdi_deiliskipulag

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði nýverið um tillögu að deiliskipulagi við Rauðagerði. Tillagan var kynnt á vinnslustigi frá 26. ágúst til 17. september 2025 í samræmi við skipulagslög. Alls bárust sex umsagnir vegna málsins sem teknar hafa verið saman og metnar í samantekt sem lögð var fyrir ráðið. Nýtt íbúðarhúsnæði á lóð Rauðagerðis Á lóðinni […]

Gamla kertavélin gefst upp – hæfingin fær meira rými

Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð fyrir fólk með fötlun og öryrkja, hefur hætt framleiðslu á ákveðnum tegundum kerta. Stóra kertaframleiðsluvélin, sem lengi hefur verið í notkun, hefur verið tekin úr rekstri. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, staðfestir þetta í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að kertaframleiðslan hafi reynst stofnuninni dýr í rekstri og illa […]

Guðrún Hafsteinsdóttir fundar í Eyjum

Starfið byrjar svo sannarlega á kraftmiklum súpufundi hjá Sjálfstæðisfólki í Eyjum þetta haustið. Guðrún Hafsteinsstóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins kemur til okkar og rabbar við okkur um starfið innan flokksins og verkefni komandi þings, sem svo sannarlega verður mikilvægt, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá má gera ráð fyrir líflegum umræður um mörg mikilvæg mál sem brenna á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.