„Úrvalsblanda fyrir okkur”

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi sl. laugardag í Grindavík og aftur á þriðudag í Vestmannaeyjum. Frá þessu er greint á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson skipstjóri var mjög sáttur við fiskiríið. „Aflinn var tekinn á Pétursey í báðum túrunum og í þeim báðum tók einungis um einn og hálfan sólarhring að fylla skipið. Þarna var hörkuveiði. […]
Hásteinsvöllur orðinn leikfær

Hásteinsvöllur er nú tilbúinn til knattspyrnuiðkunar. Framkvæmdin tafðist vegna þess að það vantaði ífylliefni í völlinn. Nú er það komið og hefur fyrsta æfingin farið fram á vellinum. Bæði kvenna- og karlalið ÍBV eiga heimaleiki framundan. Stelpurnar mæta Grindavík/Njarðvík á morgun og á laugardag kemur karlalið Víkings Reykjavíkur í heimsókn til Eyja. Magnús Sigurðsson, formaður […]
Rýna dóminn og taka í kjölfarið ákvarðanir um næstu skref

Í dag birtir Vinnslustöðin tilkynningu á heimasíðu sinni vegna dóma sem kveðnir voru upp í gær í makrílmálinu svokallaða. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Í gær kvað Hæstiréttur upp dóma í máli Hugins annars vegar og Vinnslustöðvarinnar hins vegar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum […]
Dómar kveðnir upp í makrílmálum

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóma í málum Vinnslustöðvarinnar og Hugins (dótturfélags Vinnslustöðvarinnar) vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Bótaskylda ríkisins í málinu hafði verið staðfest í héraðsdómi og í Landsrétti en Landsréttur lækkaði bætur til Vinnslustöðvarinnar. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá og bætur […]
Strengir lagðir í sjó og á landi

Framkvæmdir eru nú hafnar á lagningu tveggja rafstrengja á milli lands og Eyja. Verið er að spóla sæstrengjunum á milli skipa og þá er unnið að lagningu strengjanna á Nýja hrauni. Halldór B. Halldórsson skoðaði framkvæmdirnar og má sjá myndband hans hér að neðan. (meira…)
Saltfisksala ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV verður með saltfisksölu í dag, miðvikudag. Í boði verður saltfiskur með roði og beinum – upp á gamla mátann. Verð: 3.000 kr/kg. Fullkominn fyrir þá sem kunna að meta ekta bragð og alvöru hráefni, segir í tilkynningu frá deildinni. Salan er sem fyrr segir í dag frá kl. 17:00 til 19:00 á Skipasandi. […]
Hefur haft mikil og jákvæð áhrif á samfélagið í Eyjum

Rannsóknar- og þróunarverkefnið Kveikjum neistann lauk nýverið sínu fjórða ári í GRV. Aðalmarkmið verkefnisins er að efla skólastarf, bæta líðan og árangur nemenda í skólanum. Verið er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og veita þeim áskoranir miðað við færni þannig að þeir vaxi og dafni í sínu námi. Helga Sigrún Þórsdóttir, deildarstjóri […]
Fundur bæjarstjórnar í beinni

1618. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 14:00. Hér fyrir neðan útsendingargluggann má sjá dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1 202506119 – Skipulag nefnda og ráða 2 201006074 – Kosning í ráð, nefndir og stjórnir skv. 42. gr. bæjarmálasamþykktar Vestmannaeyjabæjar. 3 202505030 – Goslokahátíð 2025 Fundargerðir 4 202506008F – Umhverfis- og […]
Fyrsti makríll vertíðarinnar kominn í hús

Fyrsti makríll vertíðarinnar kom í hús Vinnslustöðvarinnar í morgun þegar Huginn VE kom til Eyja með rúmlega 1000 tonn. Aflinn var aðeins blandaður og var um 80% makríll. Fékkst megnið af honum í Smugunni en á heimleiðinni fengust um 200 tonn af hreinum makríl í íslensku lögsögunni. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar að gæði makrílsins […]
Þjóðvegurinn fær ekki forgang

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Herjólfs fyrir hönd stjórnar Herjólfs ohf. þar sem farið er fram á að Herjólfur njóti forgangs í siglingum um Vestmannaeyjahöfn. Fram kemur í bréfinu að það sé hagur bæjarbúa og annarra farþega að hægt sé að treysta því að skipið haldi […]