Stórskipakantur í Vestmannaeyjahöfn

vestmanaeyjahofn_24_hbh_fb

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var tekin fyrir skýrsla sem Vegagerðin hefur unnið fyrir ráðið um hvar mögulegt er að byggja upp stórskipakant í Vestmannaeyjahöfn með tilliti til frátafa og kostnaðar, segir í grein frá Dóru Björk Gunnarsdóttur, hafnarstjóra á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar fer hún yfir mat á frátöfum og kostnaði við stórskipakant í […]

Vilja hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni milli lands og Eyja

default

Í dag var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Þar segir að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta vinna þrepaskipta rannsókn á jarðlögum […]

„Á að vera aðgengilegur, sýnilegur og girnilegur fyrir öll“

IMG 7308 2

„Við þurfum að stefna að því að gera holla valkostinn að auðveldasta kostinum“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í ræðu hjá embætti landlæknis í gær þegar kynntar voru nýjar íslenskar ráðleggingar um mataræði. Slíkar ráðleggingar voru fyrst gefnar út árið 1986 en hafa síðan þá verið endurskoðaðar fjórum sinnum. Í nýju ráðleggingunum er aukin áhersla […]

Embla semur við ÍBV

Embla Ibvsp

Eyjakonan Embla Harðardóttir hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027. Fram kemur í frétt á vefsíðu ÍBV að Embla hafi spilað upp alla yngri flokkana hjá ÍBV og verið lykilmaður í sínum liðum síðustu ár. Embla er 18 ára gömul. Hún hefur leikið 26 meistaraflokksleiki fyrir ÍBV. Þrettán þeirra lék hún í Lengjudeildinni […]

Verðlagseftirlit ASÍ: Verðlag í Bónus hækkar um 1,8% frá desember

Innkaup Kerra

Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7% í febrúar frá fyrri mánuði samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Vísitalan skoðar þróun á vegnu meðalverði á dagvöru í öllum verslunum. Sé Nettó undanskilið mælist ögn meiri hækkun á vísitölunni eða um 0,8%, en í Nettó voru afsláttardagar í byrjun síðasta mánaðar. Af öllum verslunum hækkaði verðlag mest í Iceland, sem […]

Fjórir sóttu um starf fulltrúa á skipulags- og byggingadeild

radhustrod_ráðhús_merki_cr

Vestmannaeyjabær auglýsti þann 21. febrúar sl.* laust til umsóknar starf fulltrúa skipulags- og byggingadeildar á tæknideild. Tekið var fram í auglýsingunni að um sé að ræða 100% starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur rann út á mánudaginn sl. Samkvæmt upplýsingum frá Brynjari Ólafssyni framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar voru fjórir […]

Maginn fullur af burstaormum

Kristgeir Kap 2025 TMS IMG 7560

Áhöfnin á Kap VE kvartar ekki undan aflabrögðunum þessa dagana. Þegar fréttaritari VSV náði tali af Kristgeiri Arnari Ólafssyni skipstjóra síðdegis í gær voru þeir að leggja í hann til Eyja. „Það er búin að vera fínasta veiði. Fínasta blanda. Einhver 20-25 tonn á dag,” segir hann er hann var spurður um aflabrögðin upp á síðkastið. […]

Jóker-vinningur til Eyja

Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot útdrætti kvöldsins en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra tæplega  127 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku og Þýskalandi. Þá voru átta miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra tæpar 18 milljónir króna í sinn hlut.  Miðarnir voru keyptir  í Lettlandi, Póllandi […]

Dýpkun gengur vel – fleiri ferðir í Landeyjahöfn

alfsnes_landey_tms

Dýpkun gengur vel í Landeyjahöfn og vonandi verður hægt að sigla fulla áætlun fyrr en síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar skv. eftirfarandi áætlun í dag þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 12:00, 17:00, 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45, 13:15, 18:15, 20:45. Ferðir kl. […]

„Feginn að fá loksins svona veður”

jon_valgeirs_opf

Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE hafa verið að fiska vel að undanförnu. Vestmannaey landaði fullfermi í Eyjum á sunnudag og Bergur landaði fullfermi á laugardag og aftur í dag. Að sögn Jóns Valgeirssonar, skipstjóra á Bergi hafa þeir verið að undanförnu á Ingólfshöfðanum og þar hefur verið fantaveiði. „Í fyrri túrnum upplifðum við loksins […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.