Leik ÍBV og Hauka frestað

Í dag átti að fara fram leikur ÍBV og Hauka í Olís deild karla, en vegna slæmra skilyrða í Landeyjahöfn var ákveðið að fella 15:45 ferðina niður í dag og því kemst lið Hauka ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð, að því er segir í tilkynningu frá HSÍ. Þar segir einnig að í vinnureglum mótanefndar […]
Eyjarnar landa í heimahöfn

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa allir landað í vikunni sem er að líða. Á vef Síldarvinnslunnar er greint frá veiðiferðum hvers þeirra. Þar kemur fram að Vestmannaey VE hafi landað í heimahöfn í Eyjum á mánudaginn. Skipið var með fullfermi og lét skipstjórinn, Egill Guðni Guðnason, vel af sér. „Þetta var fínn túr og veðrið var […]
Spurningar vakna um öryggishlutverk Ríkisútvarpsins

Í gær varð rafmagnslaust í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum. Það sem einnig datt út í rafmagnsleysinu voru FM-útsendingar RÚV. Hvorki náðist Rás 1 né Rás 2. Hins vegar voru hljóðvarpsstöðvar Sýnar í lagi á meðan rafmagnslaust var. Bæði Bylgjan og FM voru í loftinu sem og útvarpsstöðin Lindin. Á að tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu […]
Miðdegisferð Herjólfs fellur niður

Ferðir kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn falla niður vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að aðrar ferðir dagsins séu á áætlun. Á þessum árstíma […]
Hafró: Loðnuráðgjöf upp á tæp 44 þúsund tonn

Byggt á loðnumælinum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði og gildandi aflareglu er ráðlagður hámarksafli 43 766 tonn fyrir fiskveiðiárið 2025/26. Þessi ráðgjöf er í samræmi við upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2024. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2026, segir í […]
Minni tekjur hafnarsjóðs og tjón fyrir ferðaþjónustu

„Umsvif skemmtiferðaskipa hafa verið mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu Íslands og sérstaklega í sjávarbyggðum. Farþegar skemmtiferðaskipa skapa verulegar tekjur fyrir hafnir, sveitarfélög og þjónustuaðila í landi. Árið 2024 var metár í skipakomum en ný álögur og gjöld sem tóku gildi 2025 hafa þegar haft áhrif á bókanir og framtíðarhorfur,“ segir í minnisblaði Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- […]
ÍBV mætir Haukum

Í kvöld klárast 6. umferð Olís deildar karla en þá verða þrír leikir leiknir. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Haukum. Eyjamenn í fimmta sæti með 6 stig en Haukar eru í öðru sæti með 8 stig úr fimm leikjum. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð […]
Tjón í Vestmannaeyjahöfn eftir storminn

Vestan stormur gekk yfir sunnanvert landið í gærkvöld og nótt, með hviðum sem mældust nær 40 metrum á sekúndu á Stórhöfða þegar mest gekk á. Veðurstofan hafði áður varað við talsverðum sjógangi í kjölfar stormsins, og reyndist það eiga við í Vestmannaeyjahöfn. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta fóru tveir léttabátar á hvolf í höfninni og sá þriðji […]
Siglt síðdegis til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og 18:30 (Áður ferðir kl. 17:00 og 19:30). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 17:15 og 20:15 (Áður ferðir kl. 18:15 og 20:45). Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Á þessum árstíma er alltaf […]
Rafmagn komið aftur á

Rafmagnslaust var í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum í dag. Útleysing var vegna seltu, segir í tilkynningu frá Landsneti. ,,Rafmagn er komið á aftur, engar skemmdir fundust á línunni en selta er talin ástæðan fyrir rafmagnsleysinu. Veðrinu síðasta sólarhring fylgdi mikil selta en rigningin sem er núna mun hjálpa til […]