Ekkert siglt í dag

Því miður er ófært til Þorlákshafnar vegna veðurs og sjólags og falla því niður allar siglingar í dag. Þ.e. ferðir frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. sem sen var út snemma í morgun. Þar segir ennfremur að þeir farþegar sem áttu […]

Veginum lokað fram yfir helgi

Grjot Eidi OPF 20250301 125941

Loka þurfti veginum á Eiðinu í dag vegna ófærðar sökum mikils magns af grjóti sem gengið hefur á land í hafrótinu í nótt og fram eftir degi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar í dag. Þar segir: „Töluverð læti hafa verið í veðrinu síðustu klukkustundirnar og hefur grjót gengið upp á land á Eiðinu. Búið […]

Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 2 mars kl. 12:00 og gildir til kl. 22:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðvestan 15-23 m/s og dimm él með lélegu skyggni. Færð getur spillst, einkum á fjallvegum. Varasamt ferðaveður. Veðurhorfur á […]

Þúsundir heimsókna á sólarhring

Ny Vel Geisla 2025

Geisli hefur undanfarin ár boðið öllum sem heimsækja heimasíðu þeirra upp á beinar útsendingar frá Eyjum í gegnum vefmyndavélar. Að sögn Þórarins Sigurðssonar, eiganda Geisla hafa þau verið að bæta við myndavélum upp á síðkastið. ,,Það er gaman frá því að segja að við vorum að setja upp nýja vél í samstarfi við Ísfélagið sem […]

Uppbyggingasjóður: Umsóknarfrestur rennur út á þriðjudag

default

Opið er fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi […]

Unnið að endurbótum á húsi Oddfellow

Oddfellow Hbh 2025

Eitt af þeim húsum sem nú er verið að breyta og byggja við er hús Oddfellow stúkunnar sem er staðsett á Strandvegi 45A. Þar er unnið að viðbyggingu á austurhlið hússins auk breytinga innandyra. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur hér að neðan myndband frá framkvæmdunum. (meira…)

Víðir áfram með ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til loka tímabilisins. Frá þessu er greint á vefsíðu ÍBV. Víðir er 32 ára leikmaður sem er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en hann flutti sig til Stjörnunnar þegar hann var í 2. flokki og lék þar sína fyrstu leiki í efstu deild, eftir að […]

Frátafir hjá Herjólfi í dag og á morgun

herjolfur_b-3.jpg

„Því miður falla niður siglingar seinnipartinn í dag, föstudaginn 28. febrúar sem og fyrri partinn á morgun, laugardaginn 1. mars  vegna veðurs og sjólags.” Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Um er að ræða ferðir frá Vestmannaeyjum í dag kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 og á morgun, laugardaginn 1. mars frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og frá […]

Leigusamningur framlengdur um gamla sambýlið

Sambylid Gamla La

Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyja í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða samtals 72 félagslegum leiguíbúðum en með félagsleg leiguhúsnæði er átt við almennt félagslegt leiguhúsnæði (21), húsnæði fyrir fatlað fólk (sértækt húsnæði (7) og húsnæði með stuðningi (3)), leiguhúsnæði fyrir aldraða (30) og þjónustuíbúðir aldraðra (11). Fram kemur […]

Kurr vegna yfirvofandi gjaldheimtu á sorpi

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Umræða um sorpmálin og nýkynnta gjaldskrá í málaflokknum er nokkuð hávær í Vestmannaeyjum í dag. Málið hefur verið til meðferðar í stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar undanfarna mánuði og var að lokum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Um er að ræða stórt hagsmunamál sem hefur áhrif á hvern einasta íbúa bæjarins, fyrirtæki og bæjarsjóð. Mótbárur minnihlutans á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.