Tíðindamaður vefsins Fótbolti.net heimsótti Hásteinsvöllinn á sunnudaginn þegar Eyjamenn tóku á móti Breiðabliki. Hann athugaði stemmninguna í kringum völlinn, bæði í stúkunni og á Hólnum, og reyndar víðar. Meðal annars ræddi hann við stjórana tvo, útvarpsstjórann Pál Magnússon og bæjarstjórann Elliða Vignisson.