Bæjarráð ræddi í vikunni stöðu verkfalla félagsmanna Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey), sem er eitt aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Upphaflega voru verkföllin boðuð á tveimur stofnunum bæjarins, þ.e. leikskólanum Kirkjugerði og tvo fimmtudaga hjá Vestmannaeyjahöfn. Við boðun víðtækari verkfalla bættust við þrjár stofnanir, þ.e. bæjarskrifstofurnar í Ráðhúsinu, Íþróttamiðstöðin og Þjónustumiðstöðin og hafa verkfallsaðgerðir því áhrif á þjónustu þessara stofnana.
Bæjarráð lýsir í niðurstöðu sinni áhyggjum af stöðu viðræðnanna og bindur vonir við að samninganefndir nái saman sem fyrst.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst