Bæjarráð ræddi á fundi í vikunni óvenju miklar frátafir í siglingum Herjólfs til �?orlákshafnar það sem af er ári. Segir í fundargerð það tilfinningu margra sem nýta sér þjónustu Herjólfs sé sú að frátafir í siglingum Herjólfs til �?orlákshafnar hafi aukist á seinustu árum.
�??Vegna umræðunnar vill bæjarráð lýsa yfir fullum stuðningi við ákvarðanir skipstjóra Herjólfs hverju sinni og hvetja til þess að áfram verði haft að leiðarljósi að ferð sé eingöngu felld niður með öryggi farþega, áhafnar, farms og skips að leiðarljósi. �?llum má enda ljóst vera að í hvert skipti sem ferð er felld niður veldur það umtalsverðu tjóni fyrir íbúa og atvinnulíf. Bæjarráð felur bæjarstjóra enn fremur að kalla eftir upplýsingum um fjölda þeirra ferða sem fallið hafa niður í siglingum Herjólfs í �?orlákshöfn seinustu áratugina.