Bæjarráð samþykkir hagræðingu í fræðslumálum
100 milljóna króna sparnaður frá 2027
IMG_0123
Barnaskóli Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Í kjölfar nýrra kjarasamninga Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti bæjarráð Vestmannaeyja á fundi sínum tillögur um hagræðingu í fræðslumálum. Markmið tillagnanna er að mæta auknum kostnaði samninganna án þess að skerða þjónustu við nemendur.

Á 3236. fundi bæjarráðs var skipaður faghópur til að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um mögulegar hagræðingar. Lögð var áhersla á að vinna yrði unnin í nánu samráði við skólastjórnendur með það að markmiði að tillögurnar hefðu sem minnst áhrif á þjónustuna.

Faghópurinn skilaði drögum að tillögum til bæjarráðs á 3245. fundi, og vísaði ráðið þeim áfram til umsagnar fræðsluráðs. Fræðsluráð tók málið fyrir á 399. fundi og gerði ekki athugasemdir við tillögurnar. Ráðið lagði þó áherslu á að sett yrði fram skýr og tímasett framkvæmdaráætlun um innleiðingu tillagnanna, og að skólaskrifstofan hefði umsjón með þeirri vinnu í samráði við skólastjórnendur.

Samþykkt og næstu skref

Bæjarráð samþykkti samhljóða tillögur faghópsins, sem fela í sér hagræðingu sem nemur: allt að 25 milljónum króna á haustönn 2025, 30,7 milljónum króna á vorönn 2026 og 37 milljónum króna á haustönn 2026. Frá og með árinu 2027 er áætlað að árleg hagræðing nemi allt að 100 milljónum króna.

Skólaskrifstofu Vestmannaeyja var falið að vinna tímasetta framkvæmdaráætlun í samvinnu við skólastjórnendur. Hún verður kynnt fræðsluráði og í framhaldi skólasamfélaginu áður en hún verður gerð opinber.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.