Á fundi bæjarráðs þann 27. júní sl. var gólfefni stóra sals Íþróttamiðstöðvarinnar tekið til umræðu en ástand þess hefur verið óviðunandi í lengri tíma.
Upprunalega var málið tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 14. júní sl. og var þar gerð bókun svohljóðandi: �??Ráðið tekur undir áhyggjur iðkenda og starfsmanna um gæði núverandi gólfefnis. Ráðið samþykkir að óska eftir við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting á árinu 2017 að upphæð 43 milljónir króna svo ráðast megi í endurbætur sem fyrst. Ráðið samþykkir að fela starfsmönnum að ganga til samninga við Sporttæki ehf. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Ennfremur leggur ráðið áherslu á að áfram verði unnið að endurbótum vegna þakleka.�??
Í lok fundargerðar segir að bæjarráð samþykki erindið og feli bæjarstjóra framgang málsins og gerð viðauka.