Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um málefni Landeyjahafnar á fundi sínum í dag og fagnaði tillögum Siglingastofnunar og samþykki ráðherra sem kynntar voru í gær. Bæjarráð leggur hins vegar til að þegar ófært er í Landeyjahöfn, sigli Herjólfur umsvifalaust til Þorlákshafnar en bíði ekki af sér veðrið. Ákvörðun um slíkt liggi þó hjá skipstjóra Herjólfs. Bæjarráð leggur líka til að áætlun skipsins í Landeyjahöfn verði breytt með tilliti til aðstæðna.