Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja hefur tekið að sér þjálfun í yngri flokkum handboltans hjá ÍBV. Elliða er þó ekki treyst fyrir aðalþjálfarastöðunni en hann verður Unni Sigmarsdóttur innan handar í þjálfun sjötta flokks drengja. Elliði var á árum áður nokkuð liðtækur í handbolta en bróðir hans, Svavar var lengi einn sterkasti línumaður landsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst