Bæjarstjórn samstæður þrýstihópur sem beitir sér
7. apríl, 2024

Látum oft heyra í okkur, höldum ráðamönnum við efnið

Það er að einhverju leyti rétt að aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélögin og Samtök atvinnulífsins hafa komið ábyrgðinni yfir á hið opinbera, ríki og sveitarfélög í nýgerðum kjarasamningum. Ég hræðist það ekki því hófleg gjaldheimta hefur verið eitt megið stefið hjá Vestmannaeyjabæ í gegnum árin. Bara að það sé sagt hér, að í mörg undanfarin ár hafa leikskólagjöld verið fryst. Það sama gildir um gjaldskrár sem ekki eru bundnar í lög. Fasteignamat hækkaði á milli ára við lækkuðum prósentuna sem þýða lægri gjöld fyrir fasteignaeigendur. Sorphirðu  megum við ekki niðurgreiða út af hringrásarlögunum og við stjórnum ekki gjaldskrá HS- Veitna sem er ekki bundin í gamla samninga. Þeir þurfa leyfi Orkustofnunar, umhverfis– og orkumálaráðuneytisins og loftslagsráðs sem hafa samþykkt hækkanir. Varðandi hækkanir hjá Vestmannaeyjabæ þá hækkuðum við aðeins um 4,5% sem er með því lægsta á landinu þar sem hækkunin fór upp í níu% og 10%,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri sem hefur haft í mörg horn á líta síðan hún tók við sem bæjarstjóri árið 2018. Kovid, loðnubrest, erfiðleika í samgöngum, áföll í orku- og vatsmálum svo eitthvað sé nefnt. Hún horfir samt óhrædd fram á veginn og segir samvinnu og samhug í bæjarstjórn vera sterkasta vopn Vestmannaeyja í dag. 

Ábyrg gagnvart okkar fólki

„Vestmannaeyjabær mun stíga inn og vera ábyrg gagnvart okkar fólki,“ heldur Íris áfram. „Á síðasta bæjarráðsfundi var tekið fyrir það sem snýr að sveitarfélögunum. Það er krafa um lóðir, hér sé til staðar húsnæði og  að bilið sé brúað fyrir barnafjölskyldur. Vera með úrræði fyrir börn frá tólf mánaða aldri. Við tökum inn börn tólf til sextán mánaða sem er með því besta sem gerist á landinu. Erum með heimgreiðslur til að brúa bilið á milli. Það er svo vilji til að fara yfir gjaldskrárnar. Við skoðum svo tilhögun skólamáltíða og eigum eftir að sjá hvernig ríkið ætlar að gera þetta. Þess má geta að sveitarfélög eru að niðurgreiða skólamat í dag.“ 

Hver er niðurgreiðsla á leikskólagjödum í Vestmannaeyjum? „Ætli það sé ekki um 88%.  Þegar strákinn minn, sem er fæddur 1999 og fer á leikskóla 2000 borgaði ég milli 36.000 og 40.000 krónur, fyrir hann og mat sem er svipað og fólk er að borga í dag.  Munurinn er, að þá var ég með 250.000 krónur útborgaðar sem kennari. Á þessum tíma hafa launin okkar hækkað töluvert meira, svo ekki sé meira sagt.“ 

Hver er niðurgreiðsla á leikskólagjödum í Vestmannaeyjum? „Ætli það ekki um 88% Þegar strákinn minn, sem er fæddur 1999 og fer á leikskóla 2000 borgaði ég milli 36.000 og 40.000 krónur, fyrir hann og mat sem er svipað og fólk er að borga í dag Munurinn er, að þá var ég með 250.000 krónur útborgaðar sem kennari. Á þessum tíma hafa launin okkar hækkað töluvert meira, svo ekki meira sagt. 

Leikskólar eru ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga en krafan er til staðar eða aðrar leiðir sem reynt er að blanda saman. Það er líka litið á þetta sem jafnréttismál því yfirleitt eru konur heima með börnin. Hér eru margir sjómenn og og konur þeirra taka lengra fæðingarorlof. Já, þetta er jafnréttismál en það er hárrétt sem þú bendir á. Fólki finnst mikið að borga 36.000 krónur í leiksskólagjald sem er meðaltalið en rétt er að hafa í huga bærinn borgar í heild um 360.000 til  380.000 á móti með hverju barni að meðaltali.“ 

Loðnuleysið mikið högg

Nú virðist útséð með að loðna veiðist á þessari vertíð sem hefur ekki verið sjálfgefin síðustu ár. Árið sem Íris settist í bæjarstjórarstólinn, sumarið 2018 var veidd loðna á vertíðinni en við tóku tvö loðnulaus ár, 2019 og 2020. Vestmannaeyjar hafa yfir að ráða um þriðjungi alls loðnukvótans er því ljóst að höggið er mikið.  „Þetta var mikil áskorun, ekki síst 2019 þegar við vorum að reyna að koma Herjólfi inn og Landeyjahöfn var okkur erfið. Kovid helltist yfir okkur árið 2020 sem gerði allt svo miklu erfiðara. Loðna var veidd árið 2021 í miðju Kóvid og ótrúlegt hvernig tókst að bjarga vertíðinni með öllum þeim sóttvarnartakmörkunum sem þá voru í gildi. Árin 2022 og 2023 var veidd loðna en nú kemur áfallið, loðnan sem mældist í haust finnst ekki. Þetta skaðar sjávarútvegsfyrirtækin, þjónustu, sveitarfélagið og ekki síst fólkið sem er að verða af tekjum upp á tæpa 2 milljarða,“ sagði Íris. 

Áfallaárið 2023

Margt gekk á árið 2023. Fyrsta áfallið var þegar rafstrengurinn milli lands og Eyja skemmdist alvarlega og loðnuvertíð framundan. Íris segir að sama hafi gerst árið 2020. „Sællar minningar var ekki loðnuvertíð það árið því þá  hefði þetta lent inni í miðri loðnuvertíðinni. Öryggisleysi í orkumálum er það sem við erum að upplifa, ekki bara við heldur landsbyggðin öll en það er lofað bót og betrun. Búið er að skrifa undir lagningu á tveimur strengjum sumarið 2025 sem er afrakstur baráttu undanfarinna ára til að tryggja orkuöryggi í Vestmannaeyjum. Ef annar fer virkar hinn,“ segir Íris og nefnir næst samgöngurnar sem eru og verða stóra málið. 

Síðasta bilar Herjólfur sem sýndi hvað samgöngur við Vestmannaeyjar byggja á veikum grunni. „Skip geta bila og það á við um ný skip. Ég hef allt sent inn umsögn okkar um samgönguáætlun og fylgt eftir við samgöngunefnd. Það er ekki fyrr en 2025 eða 2026 sem á að byggja næsta skip fyrir Ísland og það er fyrir Breiðafjörð. Ég hef lagt áherslu á að við þurfum að vera með B-skip. Það er á ábyrgð ríkisstjórnar að í landinu sé skip sem getur leyst Herjólf af. Það er ekki til í dag og þess vegna getur ríkið ekki látið Herjólf þriðja frá sér.“ 

Kostnaður upp á hálf göng

Það eru háar upphæðir sem fara í Landeyjahöfn á hverju ári, í dýpkun sem er langt umfram það sem áætlað var.

 „Það jákvæða er að mjög öflugur hópur er að störfum varðandi göngin. Kafa ofan í allt, bæði fjárhagslega og faglega þáttinn. Rannsókn á jarðlögum og hvernig hægt er að fjármagna framkvæmdina. Það er til mikils að vinna því á núvirði höfum við Eyjamenn og ríkið frá 2010 sett 43 milljarða í samgöngur við Vestmannaeyjar.  Ef þú tekur skipin, höfnina og dýpkunina og helminginn borgum við og þau sem heimsækja okkur. Það má ekki gleyma okkur því við erum inni í þessum pakka með því sem við borgum. Þessi upphæð, 43 milljarðar eru hálf göng og samt erum við ekki með alvöru samgöngur. Göng, örugg og góð verða alltaf hagkvæm eins og þessar tölur sýna. Ég ætla ekki að  hafa móral yfir því. Hinu opinbera ber að halda uppi samgöngum hingað og á meðan ástandið er eins og það er ólíðandi hvernig þeir hafa farið með flugið,“ segir Íris og bendir á áhugaverðan punkt. 

„Ríkisstyrkur til flugs til Eyja var tekin af 2010, höfnin opin á tvo mánuði og þá var hún pakkfull af sandi. „Að menn skyldu ekki hafa tekið slaginn um að halda styrknum inni er ótrúlegt. Árið 1999 eru tæplega 100.000 farþegar með flugi, fara niður í 30.000 með Landeyjahöfn 2010 en fóru niður í 2300 árið 2020 þegar Ernir hætta að fljúga. Síðan er ekki hægt að tala um reglulegt áætunarflug til Vestmannaeyja,“ segir Íris og telur bjartari í flugi framundan.
Loks eftir þriggja ára barátta virðist ríkisstyrkt útboð á flugi til Eyja vera í sjónmáli. „Ég hef óskað eftir að fá tímalínu, hvernig fyrirkomulagið á að vera, hvað margar ferðir og fleira.

 „Við verðum að hafa flug. Fyrir neðan allar hellur að ekki sé flogið eins og staðan er á samgöngum. Það kostar fleiri sjúkraflug sem kostar enga smá peninga hvert flug. Þegar ekki er um neyðartilfelli að ræða getur fólk nýtt áætlunarflug sem sparar mikinn pening.  

Vatn á bláþræði

Vestmannaeyingar vöknuðu upp við vondan draum þegar skemmdir urðu á vatnsleiðslunni sl. haust. Hún hefur enn ekki rofnað en óvissa mikil. Þá var farið að leita leiða í vatnsöflun þar sem Laxey hafði stigið fyrsta skrefið. Keypt búnað sem síar neysluvatn úr sjó. Vinnslustöðin fylgdi á eftir og eru í dag til síur sem geta annað vatnsþörf Vestmannaeyja fari allt á versta veg. 

Þetta flýtti líka fyrir kröfu um tvær vatnsleiðslur á milli lands og Eyja sem eru á teikniborðinu. „Krafan um aðra leiðslu er liður í almannavörnum en þegar þetta óhapp varð förum við að vinna nýja viðbragðsáætlun. Þá kemur í ljós að sjósíurnar geta nægt til vara sem gaf ástæðu til að endurhugsa stöðuna.  Er verjandi að vera með varaleiðslu upp á rúma  2 milljarða sem ekki er notuð? Við þurfum að vera með góða lögn sem á að vera í lagi. Það er ekki útséð með viðgerð á núverandi lögn en komist hún í lag er spurning, þarf að leggja aðra með tilheyrandi kostnaði sem leggst á aðra? Það þarf að skoða frá öllum hliðum áður en ákvörðun verður tekin.“ 

Lýsir eftir stuðningi þingmanna

Aðspurð um samkiptin við HS Veitur, sem á og rekur vatnsveituna í Eyjum, segir Íris að unnið að lausn í samráði við innviðaráðuneytið. „Munum við fara í þríhliða viðræður við HS Veitur og ráðuneytið um stöðuna eins hún er í dag og hvenær við fáum nýja leiðslu. Meðal annars er hugmynd um að við tökum veituna yfir en ekkert er ákveðið. HS Veitur hafa gefið það út að þeir ætli ekki að leggja nýja leiðslu. Það þarf að gera hver sem lendingin verður og þar lýsi ég eftir stuðningi þingmanna kjördæmisins. Ég undanskil ráðherrana tvo, Guðrúnu Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. Þau hafa verið í miklum samskiptum við okkur en þingmenn hafa ekki verið duglegir að aðstoða okkur við þetta mál. 

Áhersla á skólastarf

H-listi og E-listi tóku við stjórnartaumunum af Sjálstæðisflokknum í bæjarstjórn Vestmannaeyja árið 2018. Helstu breytingarnar segir Íris hafa verið meiri áherla á skólamálin. „Í nýrri þjónustukönnun sveitarfélaga sem Galup gerir árlega finnum við fyrir þyngdinni í samgöngum. Við komum vel út en betur í fyrra. Þá vorum við með  fimm af 13 þáttum í efsta sæti sem ekkert sveitarfélag á landinu náði. Núna erum við í öðru og þriðja sæti en á toppnum í þjónustu við barnafjölskyldur sem er gríðarleg breyting fyrir samfélagið. Átak í skóla- og fræðslumálum og fegra umhverfið með góðu fólki hefur skilað árangri. Með minn bakgrunn sem kennari er ég mjög stolt af því sem leikskólarnir, grunnskólinn og Framhaldsskólinn eru að áorka. Við erum þekkt sem framúrskarandi skólasamfélag. Það er fólkið og þær ákvarðanir sem við tökum sem byggja þetta upp. Það er eftir okkur tekið og leitað til okkar.  Á sama tíma, mér er alveg sama hvað sagt er í pontu á bæjarstjórnarfundum þá er sveitarfélagið mjög vel rekið. 

Hægagangur í heilbrigðismálum

Heilbrigðismálin brenna á íbúum Vestmannaeyja eins og fólki úti um land. „Við fórum ekki vel út úr sameiningu við HSU á sínum tíma og það þarf að laga. Erum við að stíga skref í þá átt og erum í góðu sambandi við HSU, yfirlækni á heilsugæslunni og Díönu forstjóra. Fengum Willum Þórsson, heilbrigðirráðherra til að fara yfir ákveðna þætti sem þarf að prófa í stjórnun, mönnum og ýmsu öðru. Þarna erum við í hagsmunagæslu og okkur finnst að hlustað á okkur. Þar eins og í samgöngunum gengur það ofboðslega seint. Við fórum fram á að Sjúkrahúsið hér verði sjálfstætt en til þess þarf lagabreytingu,“ segir Íris en ráðherra vildi skoða aðrar leiðir áður en til þess kæmi. 

„Það var ráðinn rekstrarstjóri sem ekki var. Jóna Björgvinsdóttir sem tók við í september og bind ég vonir við hana. Það sem við viljum er að fólk í Vestmannaeyjum sé með heimilislækni, geti fengið tíma hjá lækni og að hér sé þjónusta. Okkar lán er að við erum gríðarlega heppin með starfsfólk á HSU en það verður að skapa þeim aðstæður til að starfa. Eitt er að fá flugið í lag til að hingað fáist fólk til að leysa af. Það er enginn spenntur fyrir að sigla frá Þorlákshöfn yfir háveturinn. 

Í heilbrigðismálum og samgöngum er svo mikilvægt að standa saman. Sjálf er ég í miklum samskiptuum við ráðherra og vegamálastjóra þó því sé ekki alltaf flaggað. En þegar á reynir látum við í okkur heyra og við fáum athygli. Það sýna mælingar í fjölmiðlum. 

Við í bæjarstjórn þurfum að vera sameiginlegur þrýstihópur og það erum við. Stöndum þétt saman og erum að beita okkur. Látum oft heyra í okkur, höldum ráðamönnum við efnið, stundum opinberlega og stundum ekki.  Ég er ekki alltaf sammála Vegagerðinni en samstarfið er gott. Þau funda vikulega með stjórn Herjólfs og þar fer ég oft inn. Funda reglulega með vegamálastjóra þar sem við komum okkar málum að.“ 

Átta ár eða lengur

„Ég er ekki búin að ákveða það,“ sagði Íris þegar hún var spurð hvor þetta yrði hennar síðasta kjörtímabil. „Eins og síðast tek ég ákvörðun fyrir eitt kjörtímabil í einu.“ 

Sagðirðu ekki einhvern tímann átta ár? „Já. Ég sagði að átta ár væru fínn tími.“ 

Ég frétti af þér uppi í Ásgarði um daginn. „Það var ekki í fyrsta skiptið. Ég fer á opna fundi hjá öllum pólitísku flokkunum til að hitta formenn og ráðherra. Mér finnst það vera skylda mín. Gallinn er að það eru ekki alltaf auglýstir opnir fundir í Ásgarði, heldur að allir flokksmenn séu velkomin. Það á ekki við mig því ég var rekin úr Sjálfstæðisflokknum.  

Hvernig er starfið? Er mikið álag?
„Það er talsvert álag í þessu starfi, það er þess eðlis. Ég vinn mjög mikið og langan vinnudag en var sem betur fer alin þannig upp af mömmu minni, Svanhildi Gísladóttur. Hún kenndi mér að hvert verkefni fær þann tíma sem það þarf. Hagsmunamálin eru mörg sem við þurfum að sækja til ríkisins og eru á borðum ráðherra.“

Hrósar minnihlutanum

Íris segir ekki mörg sveitarfélög eiga eins mikið undir Ríkinu og Vestmannaeyjar. „Í raun eru þetta „hliðarverkefnin“ því við erum líka að reka öflugt og gott sveitarfélag en þau taka gjarnan mikinn tíma sem eðlilegt er enda mikið undir. Þess vegna er ég mjög ánægð með samstarfið á þessu kjörtímabili og vil hrósa bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og
oddvitanum, Eyþóri Harðarsyni. Það skiptir þetta samfélag máli að við vinnum saman enda erum við öll kosin til þess að vinna að hagsmunum þessa samfélags.“

Af hverju ætti ung fjölskylda, með eitt eða tvö börn að flytja til Vestmannaeyja? „Meðal annars vegna þess að hún fær fleiri klukkutíma fyrir sig í sólarhringnum. Getur notað tímann með börnunum sínum í leik og starfi í staðinn fyrir að vera föst í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í marga klukkutíma á dag. Við erum í hæsta gæðaflokki með
leik- og grunnskóla, mjög öflugt tómstunda- og íþróttastarf, öflugt menningarlíf, stórkostlega náttúru og erum hrikalega skemmtileg! Höldum allar hátíðir í helgum en
ekki dögum. Það vilja allir þekkja Vestmannaeyinga og ég vil meina að við tökum vel á móti fólki og sköpum því góðar aðstæður. Í dag er tími eitthvað sem allir vilja meira af og þú getur ekki keypt hann fyrir peninga. Við getum bætt við þessum klukkutímum við daginn og umferðin í Reykjavík er ekki síður samgöngumál en Landeyjahöfn svo ég vitni í ágæta
konu,“ segir Íris að endingu.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
14. tbl. 2024
14. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson

Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.

Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst