Í dag er ár liðið frá vígslu Landeyjahafnar. Herjólfur mun hætta tímabundið siglingum um höfnina í september þegar skipið fer í slipp erlendis. Breiðafjarðarferjan Baldur mun leysa Herjólf af á meðan. Landeyjahöfn var vígð 20. júlí í fyrra. Áætlunarsiglingar hófust daginn eftir. Farþegafjöldi margfaldaðist fyrstu vikurnar þegar Herjólfur flutti jafn marga á rúmum mánuði og á hálfu ári áður.