Karlmaður á áttræðisaldri er látinn eftir að hafa hrapað úr Ystakletti í dag.
Í samtali við Vísi staðfestir Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn þegar honum var komið í land og að vitað sé hver hann er.
Tildrög slyssins eru til rannsóknar en talið er að maðurinn hafi verið við smölun ásamt hópi fólks.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst