Bandarísk knattspyrnukona til liðs við ÍBV

ÍBV hefur samið við bandarísku knattspyrnukonuna Madison Wolfbauer um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Madison er 22 ára gamall sóknarmaður sem lék í næst efstu deild Frakklands fyrr á árinu.

Madison lék með knattspyrnuliði Bowling Green háskólans um nokkurra ára skeið og var valin sóknarmaður ársins í Mið-Ameríkudeildinni í fyrra.

Nú hefur hún flutt til Vestmannaeyja og er klár að hefja leik með liðinu í Bestu deildinni, ÍBV er í 4. sæti deildarinnar og hefur fengið 17 stig eftir 10 leiki. 

Sydney Carr meiddist í upphafi tímabils en henni tókst einungis að leika um sex mínútur með ÍBV áður en meiðsli settu strik í reikninginn.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.