Bar fram bónorðið í brekkunni
7. ágúst, 2012
Það er vel þekkt að rómantíkin blómstrar á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Fjölmargir kyssa fyrsta kossinn, eignast fyrsta kærastann eða kærustuna eða hitta framtíðarmaka sinn í Dalnum. Í ár, eins og í fyrra reyndar, bar ungur maður upp bónorðið í brekkunni undir rauðum glampa 138 blysa og með 14 þúsund vitni. Í kjölfarið stígur svo Hreimur Heimisson á svið og syngur Lífið er yndislegt fyrir turtildúfurnar og aðra þjóðhátíðargesti. Meiri verður rómantíkin varla en hægt er að sjá myndband af bónorðinu hér að neðan.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst