Baráttudagur gegn einelti fer fram á landsvísu þann 8. nóvember. Markmiðið með deginum er að efna til umræðu og fræðslu gegn einelti og leita leiða til jákvæðari samskipta. Skólar og leikskólar, ásamt landsmönnum öllum hvattir til að gefa sér tíma og reyna að finna leiðir að jákvæðara samfélagi fyrir alla.
Grunnskóli Vestmannaeyja mun taka þátt í deginum og vera með svokallaðan vinadag. Þá mega nemendur í 1.-4. bekk mæta í náttfötum/kósífötum og með bangsa og munu vinabekkir hittast og rætt verður um vináttu og jákvæð samskipti.
Stofnuð hefur verið sérstök síða um það hvert sé best að leita ef einstaklingur verði fyrir einelti, www.gegneinelti.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst