Eigendur verslunarinnar Barnaborgar hafa nú fest kaup á Dótakistunni í Vestmannaeyjum en báðar verslanirnar seldu leikföng. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eigendum verslananna tveggja. Í vikunni var sagt frá því að eigandi Oddsins, nýrrar verslunar við Faxastíg, hefði verið búinn að festa kaup á Dótakistunni en samningar gengu ekki eftir og því leitaði eigandi Dótakistunnar til eigenda Barnaborgar. Fréttatilkynninguna má lesa hér að neðan.