Bátur í vandræðum við Landeyjahöfn - UPPF�?RT
1. apríl, 2014
Rétt í þessu var að berast neyðarboð til Björgunarfélags Vestmannaeyja. �?ar segir að mælingarbátur hafi misst stýrið við Landeyjahöfn og reki í átt að garðinum, vestan megin við hann. Björgunarbáturinn �?ór er kominn á svæðið en nánari fréttir verða birtar um leið og þær berast.
Uppfært:
Búið er að koma taug í bátinn og �?ór er að draga hann inn til hafnar í Landeyjahöfn. �??Viðbragðstími �?órs var innan við þrjár mínútur og siglingin að Landeyjahöfn gekk hratt og vel. Mælingabáturinn Geisli var við vestari garðinn en skipstjórnendur náðu að sigla bátnum fyrir eigin vélarafli. Báturinn hafði misst stýrið og var því að öðru leyti stjórnlaus,�?? sagði Adolf �?órsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja.
Tveir menn eru um borð í Geisla en �?ór var kominn á staðinn um 25 mínútum eftir að neyðarkallið barst. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að björgunarsveitir frá Hvolsvelli, Landeyjum og Vestur-Eyjafjöllum hafi verið kallaðar til aðstoðar, sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst